Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2025 07:29 Jakob Ingebrigtsen í dómsal í Sandnes í gær. epa/Lise Aserud Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. Réttarhöld yfir Gjert hófust í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt Jakob og systur hans, Ingrid, ofbeldi. Gjert var þjálfari sona sinna áður en þeir ráku hann og slitu á öll samskipti við hann. Jakob mætti fyrir rétt í gær og í fjóra klukkutíma lýsti hann ofbeldinu sem faðir hans beitti hann yfir langt tímabil. Hann lamdi hann ítrekað og hótaði að drepa hann. Jakob rifjaði meðal annars upp þegar faðir hans kýldi hann margoft í höfuðið eftir að aðili frá skóla hans hafði samband og vildi ræða við móður hans. Jakob var þá aðeins sjö eða átta ára. „Ég stend í eldhúsinu og horfi niður. Sakborningurinn stendur yfir mér og öskrar að ég sé lygari og ég sé að ljúga í lengri tíma áður en hann byrjar að slá mig í höfuðið. Ég reyni að verjast ofbeldinu áður en hann tekur hendur mínar og setur þær til hliðar áður en hann heldur áfram að lemja mig í höfuðið,“ sagði Jakob fyrir rétti í gær. „Ég veit ekki hversu oft ég var laminn en mér leið eins og þetta væri langur tími. Einhvers staðar milli tíu og tuttugu sinnum þegar ég reyni bara að verja mig.“ Jakob Ingebrigtsen ásamt lögmanni sínum, Mette Yvonne Larsen.epa/Lise Aserud Faðir Jakobs henti honum einnig af vespu og sparkaði í maga hans þegar hann lá í götunni. Jakob var þá átta eða níu ára. Jakob lýsti því einnig hvernig faðir hans reyndi að stöðva samband hans og núverandi eiginkonu hans, Elisabeth. Þau kynntust þegar þau voru sextán ára. Þegar Jakob vildi flytja að heiman átján ára brjálaðist faðir hans og kallaði hann hryðjuverkamann. Faðir Jakobs hótaði líka að berja hann til dauða þegar hann var unglingur og þeir voru í bíl með nokkrum fjölskyldumeðlimum. Jakob er einn sigursælasti hlaupari seinni tíma. Hann hefur meðal annars unnið tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum.epa/JESSICA LEE Jakob sagði að ofbeldið sem faðir hans beitti hann hafi valdið honum miklum skaða. Hann eigi erfitt með að sýna tilfinningar og treysta fólki. Auk þess að vera sakaður um að hafa beitt Jakob ofbeldi er Gjert ákærður fyrir illa meðferð á Ingrid. Eftir að Ingebrigtsen-bræðurnir komust að því að faðir þeirra hefði lamið Ingrid í bringuna með blautu handklæði ákváðu þeir að stíga fram og segja opinberlega frá ofbeldinu sem þeir voru beittir. Réttarhöldin standa yfir til 16. maí. Gjert gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur. Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Mál Gjert Ingebrigtsen Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Réttarhöld yfir Gjert hófust í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt Jakob og systur hans, Ingrid, ofbeldi. Gjert var þjálfari sona sinna áður en þeir ráku hann og slitu á öll samskipti við hann. Jakob mætti fyrir rétt í gær og í fjóra klukkutíma lýsti hann ofbeldinu sem faðir hans beitti hann yfir langt tímabil. Hann lamdi hann ítrekað og hótaði að drepa hann. Jakob rifjaði meðal annars upp þegar faðir hans kýldi hann margoft í höfuðið eftir að aðili frá skóla hans hafði samband og vildi ræða við móður hans. Jakob var þá aðeins sjö eða átta ára. „Ég stend í eldhúsinu og horfi niður. Sakborningurinn stendur yfir mér og öskrar að ég sé lygari og ég sé að ljúga í lengri tíma áður en hann byrjar að slá mig í höfuðið. Ég reyni að verjast ofbeldinu áður en hann tekur hendur mínar og setur þær til hliðar áður en hann heldur áfram að lemja mig í höfuðið,“ sagði Jakob fyrir rétti í gær. „Ég veit ekki hversu oft ég var laminn en mér leið eins og þetta væri langur tími. Einhvers staðar milli tíu og tuttugu sinnum þegar ég reyni bara að verja mig.“ Jakob Ingebrigtsen ásamt lögmanni sínum, Mette Yvonne Larsen.epa/Lise Aserud Faðir Jakobs henti honum einnig af vespu og sparkaði í maga hans þegar hann lá í götunni. Jakob var þá átta eða níu ára. Jakob lýsti því einnig hvernig faðir hans reyndi að stöðva samband hans og núverandi eiginkonu hans, Elisabeth. Þau kynntust þegar þau voru sextán ára. Þegar Jakob vildi flytja að heiman átján ára brjálaðist faðir hans og kallaði hann hryðjuverkamann. Faðir Jakobs hótaði líka að berja hann til dauða þegar hann var unglingur og þeir voru í bíl með nokkrum fjölskyldumeðlimum. Jakob er einn sigursælasti hlaupari seinni tíma. Hann hefur meðal annars unnið tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum.epa/JESSICA LEE Jakob sagði að ofbeldið sem faðir hans beitti hann hafi valdið honum miklum skaða. Hann eigi erfitt með að sýna tilfinningar og treysta fólki. Auk þess að vera sakaður um að hafa beitt Jakob ofbeldi er Gjert ákærður fyrir illa meðferð á Ingrid. Eftir að Ingebrigtsen-bræðurnir komust að því að faðir þeirra hefði lamið Ingrid í bringuna með blautu handklæði ákváðu þeir að stíga fram og segja opinberlega frá ofbeldinu sem þeir voru beittir. Réttarhöldin standa yfir til 16. maí. Gjert gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur.
Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Mál Gjert Ingebrigtsen Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira