Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bjarki Sigurðsson skrifar 4. mars 2025 11:41 Sigríður Júlía Brynleifsdóttir er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Ísafjarðarbær Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir slæmt fyrir allt samfélagið á Vestfjörðum verði ekkert áætlunarflug þangað. Hún var slegin eftir fréttir gærdagsins en fundar með Icelandair seinna í vikunni um málið. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, tilkynnti í gær að eftir sumarið 2026 myndi félagið hætta áætlunarflugi til Ísafjarðar. „Ástæðan er sú að við höfum verið að nota vélar af tegundinni Bombardier Dash-200 í þetta flug og höfum notað þær líka í flug til Grænlands. Aðstæður eru að breytast í Grænlandi, flugbrautir að lengjast, svo þær geta tekið við stærri flugvélum. Þessar vélar verða þá ekki samkeppnishæfar þar. Ísafjarðarflugið stendur ekki undir rekstri vélanna eitt og sér. Við þurfum því miður að taka þær úr flotanum. Við erum með aðrar vélar í innanlandsfluginu, Q-400, sem eru stærri. Við getum ekki flogið þeim inn á Ísafjörð,“ segir Bogi. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir tilkynningu Icelandair hafa komið mjög á óvart. „Mín fyrstu viðbrögð eru náttúrulega að maður er sleginn. Það er frekar þungt í mér hljóðið,“ segir Sigríður Júlía. „Við verðum að finna lausn á þessu, það er ekki í boði að hafa ekkert flug til Ísafjarðar. Þetta eru einu almenningssamgöngurnar hingað vestur þannig það er mikilvægt að við finnum einhverjar lausnir.“ Skoða alla möguleika Bæjar- og sveitarstjórar á Vestfjörðum funda með Icelandair um málið á fimmtudaginn. „Það eru fleiri flugfélög á landinu þannig það er spurning hvort það sjái sér einhver hag í því að fljúga hingað. Eða að ríkið styrki flugið hingað vestur, ég veit það ekki. Við þurfum að taka stöðuna og greina hvaða möguleika við höfum,“ segir Sigríður Júlía. Það hefði gríðarleg áhrif á samfélagið á Vestfjörðum í heild sinni að missa flugið. „Þetta bara kollvarpar mjög miklu fyrir íbúa og fyrirtæki hér,“ segir Sigríður Júlía. Samgöngur Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Icelandair Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, tilkynnti í gær að eftir sumarið 2026 myndi félagið hætta áætlunarflugi til Ísafjarðar. „Ástæðan er sú að við höfum verið að nota vélar af tegundinni Bombardier Dash-200 í þetta flug og höfum notað þær líka í flug til Grænlands. Aðstæður eru að breytast í Grænlandi, flugbrautir að lengjast, svo þær geta tekið við stærri flugvélum. Þessar vélar verða þá ekki samkeppnishæfar þar. Ísafjarðarflugið stendur ekki undir rekstri vélanna eitt og sér. Við þurfum því miður að taka þær úr flotanum. Við erum með aðrar vélar í innanlandsfluginu, Q-400, sem eru stærri. Við getum ekki flogið þeim inn á Ísafjörð,“ segir Bogi. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir tilkynningu Icelandair hafa komið mjög á óvart. „Mín fyrstu viðbrögð eru náttúrulega að maður er sleginn. Það er frekar þungt í mér hljóðið,“ segir Sigríður Júlía. „Við verðum að finna lausn á þessu, það er ekki í boði að hafa ekkert flug til Ísafjarðar. Þetta eru einu almenningssamgöngurnar hingað vestur þannig það er mikilvægt að við finnum einhverjar lausnir.“ Skoða alla möguleika Bæjar- og sveitarstjórar á Vestfjörðum funda með Icelandair um málið á fimmtudaginn. „Það eru fleiri flugfélög á landinu þannig það er spurning hvort það sjái sér einhver hag í því að fljúga hingað. Eða að ríkið styrki flugið hingað vestur, ég veit það ekki. Við þurfum að taka stöðuna og greina hvaða möguleika við höfum,“ segir Sigríður Júlía. Það hefði gríðarleg áhrif á samfélagið á Vestfjörðum í heild sinni að missa flugið. „Þetta bara kollvarpar mjög miklu fyrir íbúa og fyrirtæki hér,“ segir Sigríður Júlía.
Samgöngur Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Icelandair Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira