Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. febrúar 2025 16:13 Lamar með dönsurum sínum í hálfleikssýningunni. Getty Útvíðu ljósbláu gallabuxurnar sem Kendrick Lamar klæddist í leikhléi Ofurskálarinnar voru samkvæmt stílista hans í kvennasniði og upphaflega ætlaðar leikaranum Timothée Chalamet. Buxurnar vöktu mikla athygli í tónlistaratriði Lamar enda kannski ekki týpískur klæðnaður rappara. Nú hefur Taylor McNeil, stílisti bæði Kendrick Lamar og Timothée Chalamet, greint frá því að gallabuxurnar, sem eru frá fatamerkinu Celine, áttu upphaflega að fara til leikarans en ekki rapparans. Þó nokkur hæðarmunur er á mönnunum tveimur, Chalamet er um 1,78 metrar á hæð meðan Lamar er 1,65 metrar á hæð. Buxurnar voru ansi síðar á rapparanum og náðu niður á gólf þannig hann gekk á skálmunum. Hins vegar smellpössuðu þær á mjaðmir rapparans þrátt fyrir að hann noti vanalega stærð 33 og buxurnar hafi verið í stærð 29. Eftir flutning Lamar hafa buxurnar sem kosta um 1.300 Bandaríkjadali (rúmlega 180 þúsund krónur) selst upp hjá Celine. Auk buxnanna var Lamar í sérsaumuðum bláum leður-háskólajakka frá Martine Rose sem á stóð rauðum stöfum GLORIA. Nafnið Gloria er vísun í lokalagið á nýjustu plötu rapparans, GNX. Þá var hann með svarta derhúfu, svarta leðurhanska og í hvítum strigaskóm. Þeir sem veðjuðu fyrir tónleikana á að hann myndi klæðast hettupeysu sátu því eftir með sárt ennið. Um hálsinn skartaði hann demantskeðju með stafnum „a“ sem var greinileg vísun í hans vinsælasta lag um þessar mundir, „Not Like Us“ þar sem Kenrick skýtur föstum skotum að Drake og gefur til kynna að Drake sækist í stelpur sem eru „a minor“ eða undir lögaldri. Tíska og hönnun NFL Bandaríkin Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Fleiri fréttir Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Buxurnar vöktu mikla athygli í tónlistaratriði Lamar enda kannski ekki týpískur klæðnaður rappara. Nú hefur Taylor McNeil, stílisti bæði Kendrick Lamar og Timothée Chalamet, greint frá því að gallabuxurnar, sem eru frá fatamerkinu Celine, áttu upphaflega að fara til leikarans en ekki rapparans. Þó nokkur hæðarmunur er á mönnunum tveimur, Chalamet er um 1,78 metrar á hæð meðan Lamar er 1,65 metrar á hæð. Buxurnar voru ansi síðar á rapparanum og náðu niður á gólf þannig hann gekk á skálmunum. Hins vegar smellpössuðu þær á mjaðmir rapparans þrátt fyrir að hann noti vanalega stærð 33 og buxurnar hafi verið í stærð 29. Eftir flutning Lamar hafa buxurnar sem kosta um 1.300 Bandaríkjadali (rúmlega 180 þúsund krónur) selst upp hjá Celine. Auk buxnanna var Lamar í sérsaumuðum bláum leður-háskólajakka frá Martine Rose sem á stóð rauðum stöfum GLORIA. Nafnið Gloria er vísun í lokalagið á nýjustu plötu rapparans, GNX. Þá var hann með svarta derhúfu, svarta leðurhanska og í hvítum strigaskóm. Þeir sem veðjuðu fyrir tónleikana á að hann myndi klæðast hettupeysu sátu því eftir með sárt ennið. Um hálsinn skartaði hann demantskeðju með stafnum „a“ sem var greinileg vísun í hans vinsælasta lag um þessar mundir, „Not Like Us“ þar sem Kenrick skýtur föstum skotum að Drake og gefur til kynna að Drake sækist í stelpur sem eru „a minor“ eða undir lögaldri.
Tíska og hönnun NFL Bandaríkin Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Fleiri fréttir Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira