Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2025 23:30 Dómari í inni-bandý í Svíþjóð dæmdi hjá liði sem hann spilaði síðan fyrir. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/R. Wesley Mjög furðulegt mál er komið upp í sænsku deildarkeppninni í inni-bandý. Það lítur út fyrir að einn dómaranna í leik hjá Mölndal hafi spilað fyrir félagið í sömu viku. „Þetta er sorgleg vitleysa,“ sagði Leif Engström, liðstjóri Gustavsbergs Bandy, sem hefur skiljanlega sent inn kvörtun. @Sportbladet Pär Billsmon, yfirmaður aga og reglunefndar sænska bandý-sambandsins, virtist koma af fjöllunum þegar Aftonbladet sóttist eftir útskýringu. „Vandamálið er að það er engin góð útskýring til. Þar liggur vandinn. Kannski er ekki einu sinni til regla fyrir þetta en þetta er náttúrulega bara spurningum um heilbrigða skynsemi. Hjá bæði félaginu og leikmanninum. Ég veit ekki til að svona hafi gerst einhvern tímann áður,“ sagði Pär Billsmon. Mölndal Bandy er að berjast fyrir lífi sínu í sænsku b-deildinni. Liðið vann mikilvægan sigur í einum leik en í þeim næsta var einn dómaranna kominn í búning hjá þeim. „Þetta er ekki í lagi og alls ekki gott mál,“ sagði Billsmonn, sem er yfirmaður dómara. Hann tekur ekki þá afsökun gilda að þetta sé vegna skorts á dómurum. Gustavsberg er að berjast við Mölndal á botni deildarinnar og lagði inn kvörtun. Mótanefnd mun fara yfir málið og það má búast við einhvers konar refsingu. „Þessi tengsl hans við liðið er ekki gott. Ef þú ætlar að dæma í sænsku deildinni þá má ekki vera uppi neinn vafi um hvar hollusta þín liggur,“ sagði Leif Engström, liðstjóri Gustavsberg. Hann segir að þetta mál sé enn alvarlegra vegna þess hversu deildin er jöfn. Úrslitin hafa áhrif á mjög mörg lið í deildinni. Mölndal skilur samt ekki í gagnrýninni þar sem félagið taldi sig hafa fengið leyfi fyrir þessu. Þeir voru að glíma við erfiða stöðu og töldu sig vera í fullum rétti. Liðið vantaði leikmann og kallaði á dómarann. „Þetta getur ekki verið vandamál nema ef hann dæmi fleiri leiki eftir þetta. Það væri mun verra ef hann héldi síðan áfram að dæma eftir að hann spilaði fyrir eitt liðið,“ sagði Pär Ringbo, liðstjóri Mölndal. Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Sjá meira
„Þetta er sorgleg vitleysa,“ sagði Leif Engström, liðstjóri Gustavsbergs Bandy, sem hefur skiljanlega sent inn kvörtun. @Sportbladet Pär Billsmon, yfirmaður aga og reglunefndar sænska bandý-sambandsins, virtist koma af fjöllunum þegar Aftonbladet sóttist eftir útskýringu. „Vandamálið er að það er engin góð útskýring til. Þar liggur vandinn. Kannski er ekki einu sinni til regla fyrir þetta en þetta er náttúrulega bara spurningum um heilbrigða skynsemi. Hjá bæði félaginu og leikmanninum. Ég veit ekki til að svona hafi gerst einhvern tímann áður,“ sagði Pär Billsmon. Mölndal Bandy er að berjast fyrir lífi sínu í sænsku b-deildinni. Liðið vann mikilvægan sigur í einum leik en í þeim næsta var einn dómaranna kominn í búning hjá þeim. „Þetta er ekki í lagi og alls ekki gott mál,“ sagði Billsmonn, sem er yfirmaður dómara. Hann tekur ekki þá afsökun gilda að þetta sé vegna skorts á dómurum. Gustavsberg er að berjast við Mölndal á botni deildarinnar og lagði inn kvörtun. Mótanefnd mun fara yfir málið og það má búast við einhvers konar refsingu. „Þessi tengsl hans við liðið er ekki gott. Ef þú ætlar að dæma í sænsku deildinni þá má ekki vera uppi neinn vafi um hvar hollusta þín liggur,“ sagði Leif Engström, liðstjóri Gustavsberg. Hann segir að þetta mál sé enn alvarlegra vegna þess hversu deildin er jöfn. Úrslitin hafa áhrif á mjög mörg lið í deildinni. Mölndal skilur samt ekki í gagnrýninni þar sem félagið taldi sig hafa fengið leyfi fyrir þessu. Þeir voru að glíma við erfiða stöðu og töldu sig vera í fullum rétti. Liðið vantaði leikmann og kallaði á dómarann. „Þetta getur ekki verið vandamál nema ef hann dæmi fleiri leiki eftir þetta. Það væri mun verra ef hann héldi síðan áfram að dæma eftir að hann spilaði fyrir eitt liðið,“ sagði Pär Ringbo, liðstjóri Mölndal.
Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Sjá meira