Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 15:45 Hófí Dóra Friðgeirsdóttir keppir í bruni á HM í alpagreinum í Austurríki á morgun. Getty/Christophe Pallot Hófí Dóra Friðgeirsdóttir, fremsta skíðakona landsins, náði ekki að nýta brunæfingu sína á HM í Austurríki í dag vegna þess að loftpúði sem hún var með innan klæða sprakk snemma í brautinni. Hófí Dóra reið á vaðið fyrst Íslendinga á HM í gær þegar hún keppti í risasvigi en féll þar úr keppni eftir stökk út úr brautinni. Næsta grein hennar er brun, þar sem keppni hefst klukkan 10:30 á morgun. Hófí Dóra fékk eins og aðrir keppendur að æfa sig í dag en það gekk ekki sem skyldi, eins og fyrr segir. „Ég missti andann“ Til að minnka líkurnar á alvarlegum slysum á þeim gríðarlega hraða sem keppendur í bruni eru á, þá eru keppendur með sérhannaða loftpúða og nýta þannig svipaða tækni og við árekstur bíla. Hér má sjá myndband sem sýnir tæknina. Að þessu sinni sprakk loftpúði Hófíar Dóru hins vegar án ástæðu: „Loftpúðinn sprakk út hjá mér, í beygju þrjú. Þetta er svona loftpúði sem er tengdur við bakbrynjuna, svona öryggiskerfi. Þetta var eins og að vera kýld í loftinu. Ég var að stökkva. Ég datt ekki heldur sprakk hann bara út og ég missti andann,“ segir Hófí Dóra í viðtali við Skíðasambandið. Reyndi að nýta ferðina eins og hægt var Aðspurð hvort að þá hefði ekki verið orðið erfitt að koma sér aftur í brunstellingu svaraði Hófí Dóra: „Jú, eiginlega. Ég hélt líka að það myndi hjaðna loftið í púðanum en það gerðist ekki. Ég stoppaði mig, beið aðeins, en loftpúðinn fór ekki niður. Ég ákvað því að fara bara létt í gegnum brautina. Reyna að nýta ferðina, skoða brautina aðeins betur. En þetta var ótrúlega leiðinlegt. Ég gat ekki farið almennilega í stökkin.“ Eins og fyrr segir hefur Hófí Dóra þegar keppt í einni grein en tókst ekki að ljúka keppni. „Þetta gekk ágætlega fram að stóra stökkinu, en ég tók bara vitlausa stefnu yfir stökkið og þá var eiginlega ekki aftur snúið. Ég sá í loftinu að ég næði ekki næsta porti og þá var ég bara úr leik, því miður. Það voru mikil vonbrigði að keyra út úr [brautinni], í minni bestu grein að mínu mati. En þá er bara að horfa fram á veginn,“ sagði Hófí Dóra sem verður á ferðinni fyrir hádegi á morgun eins og fyrr segir. Skíðaíþróttir Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Sjá meira
Hófí Dóra reið á vaðið fyrst Íslendinga á HM í gær þegar hún keppti í risasvigi en féll þar úr keppni eftir stökk út úr brautinni. Næsta grein hennar er brun, þar sem keppni hefst klukkan 10:30 á morgun. Hófí Dóra fékk eins og aðrir keppendur að æfa sig í dag en það gekk ekki sem skyldi, eins og fyrr segir. „Ég missti andann“ Til að minnka líkurnar á alvarlegum slysum á þeim gríðarlega hraða sem keppendur í bruni eru á, þá eru keppendur með sérhannaða loftpúða og nýta þannig svipaða tækni og við árekstur bíla. Hér má sjá myndband sem sýnir tæknina. Að þessu sinni sprakk loftpúði Hófíar Dóru hins vegar án ástæðu: „Loftpúðinn sprakk út hjá mér, í beygju þrjú. Þetta er svona loftpúði sem er tengdur við bakbrynjuna, svona öryggiskerfi. Þetta var eins og að vera kýld í loftinu. Ég var að stökkva. Ég datt ekki heldur sprakk hann bara út og ég missti andann,“ segir Hófí Dóra í viðtali við Skíðasambandið. Reyndi að nýta ferðina eins og hægt var Aðspurð hvort að þá hefði ekki verið orðið erfitt að koma sér aftur í brunstellingu svaraði Hófí Dóra: „Jú, eiginlega. Ég hélt líka að það myndi hjaðna loftið í púðanum en það gerðist ekki. Ég stoppaði mig, beið aðeins, en loftpúðinn fór ekki niður. Ég ákvað því að fara bara létt í gegnum brautina. Reyna að nýta ferðina, skoða brautina aðeins betur. En þetta var ótrúlega leiðinlegt. Ég gat ekki farið almennilega í stökkin.“ Eins og fyrr segir hefur Hófí Dóra þegar keppt í einni grein en tókst ekki að ljúka keppni. „Þetta gekk ágætlega fram að stóra stökkinu, en ég tók bara vitlausa stefnu yfir stökkið og þá var eiginlega ekki aftur snúið. Ég sá í loftinu að ég næði ekki næsta porti og þá var ég bara úr leik, því miður. Það voru mikil vonbrigði að keyra út úr [brautinni], í minni bestu grein að mínu mati. En þá er bara að horfa fram á veginn,“ sagði Hófí Dóra sem verður á ferðinni fyrir hádegi á morgun eins og fyrr segir.
Skíðaíþróttir Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Sjá meira