„Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Tork gaur 7. febrúar 2025 08:56 Tork gaurinn er mættur með þátt nr. 2 á Vísi en þar prufukeyrir hann Range Rover Sport PHEV p460e sem er tengiltvinnbíll. Bíllinn fær heldur betur góða umsögn. Splunkuný þáttaröð af Tork gaur hófst í janúar hér á Vísi. Í öðrum þætti skoðar James Einar Becker Range Rover Sport PHEV p460e, sem er tengiltvinnbíll, og hefur þetta að segja um bílinn. „Þessi Range Rover Sport PHEV p460e er mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið,“ segir James Einar. „Það hefur loðað við tengiltvinnbíla að þeir draga ekki nægilega langt á rafhlöðunni einni saman. Fyrir einhverjum árum síðan nutu Mitsubishi Outlander PHEV mikilla vinsælda og drógu þeir um 20 km á rafhlöðunni. Í dag er tímarnir breyttir þar sem að bílar eins og BMW X5, Volvo XC90 og Mercedes Benz GLE draga allir á milli 80 – 100 km á rafhlöðunni.“ Range Rover Sport dregur 122 km á rafhlöðunni einni saman. Þessi Range Rover Sport dregur hins vegar 122 km (uppgefið af framleiðanda) á rafhlöðunni einni saman. „Það er algjör leikbreytir þar sem það mun duga eigendum bílanna að keyra í vinnuna ca. þrisvar í viku án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að muna eftir að hlaða bílinn yfir hverja einustu nótt.“ Stærð rafhlöðunnar er svipuð þeirri sem er að finna í FIAT 500e. „Þetta er ekki frá sögufærandi nema fyrir þær sakir að FIAT-inn er 100% rafmagnsbíll á meðan að Range Rover Sport PHEV kúplar 31.8 kWh rafhlöðu við 3 lítra, sex sílindra vél og tveimur túrbínum sem gefur bílnum rétt tæplega 460 hestöfl og 660 NM af togi.“ Innréttingin og ökumannsrýmið eitt og sér réttlætir næstum verðmiðann á bílnum. Innréttingin og ökumannsrýmið eitt og sér réttlætir næstum verðmiðann á bílnum að sögn James. „Hún er einstaklega vel smíðuð og er mjög erfitt að finna eitthvað sem getur kallast „ódýrt plast“. Á bíl þáttastjórnanda var að finna ljósbrúna leðurinnréttingu sem smell passar við bílinn sjálfan sem virkar matt svartur að utan vegna satín filmu sem er búið að setja á bílinn. Leður lyktin í bílnum er líka einstaklega góð og minnir einn helst á hestavörubúð sem selur hnakka.“ Hvert smáatriði á innréttingunni er úthugsað og endurspeglast það best í afþreyingarkerfi bílsins. „Afþreyingarkerfi Range Rover bera af þegar kemur að útliti. Öll merki og tákn eru einstaklega vel hönnuð og er kerfið almennt vel upp sett og auðvelt að nota.“ Hvert smáatriði á innréttingunni er úthugsað og endurspeglast það best í afþreyingarkerfi bílsins. Þegar kemur að daglegum notum bílsins þá er hann á svipuðum stað og þýska samkeppnin hvað varðar lúxus og þægindi. „Hins vegar er Range Rover Sport PHEV samt þremur skrefum framar þegar kemur að því að keyra bílinn utan vegar og í torfærum. Gírkassi bílsins kemur með lágu drifi og svo er bíllinn með tveimur læsanlegum mismuna drifum.“ Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinn í spilaranum hér fyrir neðan: Bíllinn er einnig búinn svokallaðri togstýringu sem gerir það að verkum að bíllinn sendir kraftinn í það dekk sem hefur mesta gripið. „Þetta getur komið sér einstaklega vel við illfærar aðstæður eins og í miklum snjó. Bíllinn kemur einnig á stillanlegri loftpúðafjöðrun sem gefur 274 mm. í hæstu veghæð.“ Fjöðrunarkerfið ber nafnið 6D Dynamic og er það helst til íbúðarmikil leið til segja frá því að hún sé virkilega góð. „Einnig getur bíllinn vaðið 82 cm sem er ansi magnað í ljósi þess bíllinn minnir einna helst á koníaksstofu á hjólum.“ Þó bíllinn sé jafn hæfur og Toyota Land Cruiser utan vegar þá mun hann sennilega finna sitt náttúrulega heimili í Borgartúninu segir James. „Þar verður honum ekið af lögfræðingum, bankastjórum og öðru framafólki í viðskiptalífinu. En það er allt í lagi þar sem að lögfræðingar, bankastjórar og viðskiptafræðingar þurfa líka að komast leiðar sinnar.“ Þó bíllinn sé jafn hæfur og Toyota Land Cruiser utan vegar þá mun hann sennilega finna sitt náttúrulega heimili í Borgartúninu segir James. Það er bílnum svo mjög í hag að hann kemur með 5 ára verksmiðju ábyrgð segir James að lokum. „Það gerir mikið við að lyfta orðspori vörumerkisins og ætti að heilla nýja kúnna ef það á að skipta út þýska bílnum sem líklega stendur í heimreiðinni.“ Tork gaur Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Varaþingmaður VG á von á barni Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Aðventumolar Árna í Árdal: Heitt jarðaberjasúkkulaði Matur Skellihló með kærastanum á rauðu ljósi Lífið Syndir um eins og hafmeyja í laugunum Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Fleiri fréttir Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Sjá meira
„Þessi Range Rover Sport PHEV p460e er mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið,“ segir James Einar. „Það hefur loðað við tengiltvinnbíla að þeir draga ekki nægilega langt á rafhlöðunni einni saman. Fyrir einhverjum árum síðan nutu Mitsubishi Outlander PHEV mikilla vinsælda og drógu þeir um 20 km á rafhlöðunni. Í dag er tímarnir breyttir þar sem að bílar eins og BMW X5, Volvo XC90 og Mercedes Benz GLE draga allir á milli 80 – 100 km á rafhlöðunni.“ Range Rover Sport dregur 122 km á rafhlöðunni einni saman. Þessi Range Rover Sport dregur hins vegar 122 km (uppgefið af framleiðanda) á rafhlöðunni einni saman. „Það er algjör leikbreytir þar sem það mun duga eigendum bílanna að keyra í vinnuna ca. þrisvar í viku án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að muna eftir að hlaða bílinn yfir hverja einustu nótt.“ Stærð rafhlöðunnar er svipuð þeirri sem er að finna í FIAT 500e. „Þetta er ekki frá sögufærandi nema fyrir þær sakir að FIAT-inn er 100% rafmagnsbíll á meðan að Range Rover Sport PHEV kúplar 31.8 kWh rafhlöðu við 3 lítra, sex sílindra vél og tveimur túrbínum sem gefur bílnum rétt tæplega 460 hestöfl og 660 NM af togi.“ Innréttingin og ökumannsrýmið eitt og sér réttlætir næstum verðmiðann á bílnum. Innréttingin og ökumannsrýmið eitt og sér réttlætir næstum verðmiðann á bílnum að sögn James. „Hún er einstaklega vel smíðuð og er mjög erfitt að finna eitthvað sem getur kallast „ódýrt plast“. Á bíl þáttastjórnanda var að finna ljósbrúna leðurinnréttingu sem smell passar við bílinn sjálfan sem virkar matt svartur að utan vegna satín filmu sem er búið að setja á bílinn. Leður lyktin í bílnum er líka einstaklega góð og minnir einn helst á hestavörubúð sem selur hnakka.“ Hvert smáatriði á innréttingunni er úthugsað og endurspeglast það best í afþreyingarkerfi bílsins. „Afþreyingarkerfi Range Rover bera af þegar kemur að útliti. Öll merki og tákn eru einstaklega vel hönnuð og er kerfið almennt vel upp sett og auðvelt að nota.“ Hvert smáatriði á innréttingunni er úthugsað og endurspeglast það best í afþreyingarkerfi bílsins. Þegar kemur að daglegum notum bílsins þá er hann á svipuðum stað og þýska samkeppnin hvað varðar lúxus og þægindi. „Hins vegar er Range Rover Sport PHEV samt þremur skrefum framar þegar kemur að því að keyra bílinn utan vegar og í torfærum. Gírkassi bílsins kemur með lágu drifi og svo er bíllinn með tveimur læsanlegum mismuna drifum.“ Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinn í spilaranum hér fyrir neðan: Bíllinn er einnig búinn svokallaðri togstýringu sem gerir það að verkum að bíllinn sendir kraftinn í það dekk sem hefur mesta gripið. „Þetta getur komið sér einstaklega vel við illfærar aðstæður eins og í miklum snjó. Bíllinn kemur einnig á stillanlegri loftpúðafjöðrun sem gefur 274 mm. í hæstu veghæð.“ Fjöðrunarkerfið ber nafnið 6D Dynamic og er það helst til íbúðarmikil leið til segja frá því að hún sé virkilega góð. „Einnig getur bíllinn vaðið 82 cm sem er ansi magnað í ljósi þess bíllinn minnir einna helst á koníaksstofu á hjólum.“ Þó bíllinn sé jafn hæfur og Toyota Land Cruiser utan vegar þá mun hann sennilega finna sitt náttúrulega heimili í Borgartúninu segir James. „Þar verður honum ekið af lögfræðingum, bankastjórum og öðru framafólki í viðskiptalífinu. En það er allt í lagi þar sem að lögfræðingar, bankastjórar og viðskiptafræðingar þurfa líka að komast leiðar sinnar.“ Þó bíllinn sé jafn hæfur og Toyota Land Cruiser utan vegar þá mun hann sennilega finna sitt náttúrulega heimili í Borgartúninu segir James. Það er bílnum svo mjög í hag að hann kemur með 5 ára verksmiðju ábyrgð segir James að lokum. „Það gerir mikið við að lyfta orðspori vörumerkisins og ætti að heilla nýja kúnna ef það á að skipta út þýska bílnum sem líklega stendur í heimreiðinni.“
Tork gaur Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Varaþingmaður VG á von á barni Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Aðventumolar Árna í Árdal: Heitt jarðaberjasúkkulaði Matur Skellihló með kærastanum á rauðu ljósi Lífið Syndir um eins og hafmeyja í laugunum Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Fleiri fréttir Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Sjá meira