Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2025 06:30 Sara Piffer þótti efnileg hjólreiðakona og var þegar farinn að safna sigrum á sínum ferli. @SaraPiffer Mikil reiði er á Ítalíu eftir að efnileg hjólakona varð fyrir bíl á æfingu og lést af sárum sínum. Í dag fer fram jarðarför hjólreiðakonunnar Söru Piffer sem varð aðeins nítján ára. Hún var við æfingar þegar hún varð fyrir bíl í framúrakstri. Piffer þótti mjög efnileg hjólreiðakona, hafði unnið 23 ára mót og náð góðum árangri með liði sínu. Mikil sorg er á Ítalíu en það er líka mikil reiði. Opinberar tölur á Ítalíu sýna að 204 hjólreiðamenn eða konur létust á síðasta ári eftir að hafa orðið fyrir bíl. „Við verðum að stöðva þetta blóðbað,“ sagði ítalska hjólreiðagoðsögnin Francesco Moser. Hann vann meðal annars Giro d'Italia, Ítalíuhjólreiðarnar, á sínum tíma og býr í sama þorpi og Piffer fjölskyldan. Hann þekkti því til Söru og hennar fjölskyldu. Cycling News segir frá. „Þetta er óásættanlegt. Það eru allt of margir harmleikir á götunum og allt of margir hafa látið lífið. Við verðum að gera eitthvað,“ sagði Moser. Samkvæmt fréttum frá Ítalíu þá var Piffer á æfingu og að hjóla með bróður sínum á beinum vegi nálægt Trento. Þá kom bíll á móti og tók fram úr öðrum bíl. Hann sá ekki hjólreiðafólkið vegna þess að sólin var mjög lágt á lofti. Piffer var flutt í burtu í þyrlu en lést á sjúkrahúsi af sárum sínum. „Þau báðu mig um að velja föt á hana fyrir jarðarförina. Ég valdi hjólreiðatreyjuna sem hún vann í á síðasta ári,“ sagði móðir hennar Marianna í viðtali við La Repubblica. „Það stendur sigurvegari framan á treyjunni og hún tileinkaði þá Matteo Lorenz árangur sinn en hann lést á síðasta ári. Sara var alltaf sigurvegari í mínum augum og hún dó í örmum bróður síns,“ sagði Marianna. „Áður en hún fór út á æfinguna þá bað ég hana um að fara varlega. Hún svaraði: Aðrir þurfa að passa sig í kringum okkur hjólreiðafólkið því þeir átta sig ekki á hvaða áhættu þau eru að taka,“ sagði móðir hennar. Christan, bróðir Piffer, slasaðist lítið í árekstrinum. „Ég heyrði hávaða og horfði til baka. Þá hljóp ég til systur minnar en það var ekkert sem ég gat gert. Ég var fyrst mjög reiður út í bílstjórann en svo sá ég hvað þau voru hrædd og skömmustuleg,“ sagði Christan. View this post on Instagram A post shared by Women's Cycling News (WCN) (@womenscycling_news) Hjólreiðar Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Sjá meira
Í dag fer fram jarðarför hjólreiðakonunnar Söru Piffer sem varð aðeins nítján ára. Hún var við æfingar þegar hún varð fyrir bíl í framúrakstri. Piffer þótti mjög efnileg hjólreiðakona, hafði unnið 23 ára mót og náð góðum árangri með liði sínu. Mikil sorg er á Ítalíu en það er líka mikil reiði. Opinberar tölur á Ítalíu sýna að 204 hjólreiðamenn eða konur létust á síðasta ári eftir að hafa orðið fyrir bíl. „Við verðum að stöðva þetta blóðbað,“ sagði ítalska hjólreiðagoðsögnin Francesco Moser. Hann vann meðal annars Giro d'Italia, Ítalíuhjólreiðarnar, á sínum tíma og býr í sama þorpi og Piffer fjölskyldan. Hann þekkti því til Söru og hennar fjölskyldu. Cycling News segir frá. „Þetta er óásættanlegt. Það eru allt of margir harmleikir á götunum og allt of margir hafa látið lífið. Við verðum að gera eitthvað,“ sagði Moser. Samkvæmt fréttum frá Ítalíu þá var Piffer á æfingu og að hjóla með bróður sínum á beinum vegi nálægt Trento. Þá kom bíll á móti og tók fram úr öðrum bíl. Hann sá ekki hjólreiðafólkið vegna þess að sólin var mjög lágt á lofti. Piffer var flutt í burtu í þyrlu en lést á sjúkrahúsi af sárum sínum. „Þau báðu mig um að velja föt á hana fyrir jarðarförina. Ég valdi hjólreiðatreyjuna sem hún vann í á síðasta ári,“ sagði móðir hennar Marianna í viðtali við La Repubblica. „Það stendur sigurvegari framan á treyjunni og hún tileinkaði þá Matteo Lorenz árangur sinn en hann lést á síðasta ári. Sara var alltaf sigurvegari í mínum augum og hún dó í örmum bróður síns,“ sagði Marianna. „Áður en hún fór út á æfinguna þá bað ég hana um að fara varlega. Hún svaraði: Aðrir þurfa að passa sig í kringum okkur hjólreiðafólkið því þeir átta sig ekki á hvaða áhættu þau eru að taka,“ sagði móðir hennar. Christan, bróðir Piffer, slasaðist lítið í árekstrinum. „Ég heyrði hávaða og horfði til baka. Þá hljóp ég til systur minnar en það var ekkert sem ég gat gert. Ég var fyrst mjög reiður út í bílstjórann en svo sá ég hvað þau voru hrædd og skömmustuleg,“ sagði Christan. View this post on Instagram A post shared by Women's Cycling News (WCN) (@womenscycling_news)
Hjólreiðar Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Sjá meira