Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2025 09:27 Magnus Carlsen og Jan Nepomniatsjtsjí, kallaður Nepo, á HM í atskák og hraðskák í New York. Getty Norðmaðurinn Magnus Carlsen og Rússinn Jan Nepomniatsjtsjí, kallaður Nepo, eru báðir heimsmeistarar í hraðskák 2024. Carlsen og Nepo ákváðu að deila heimsmeistaratitlinum eftir að hafa spilað þrjár skákir í bráðabana sem enduðu allar með jafntefli. Bandaríski skákmaðurinn Hans Niemann er allt annað en sáttur með niðurstöðuna, og segir hann skákheiminn nú opinberlega vera orðinn að „brandara“ enda hafi það aldrei gerst að tveir skákmenn deili heimsmeistaratitli með þessum hætti. Þá segir hann Alþjóðaskáksambandinu hafa verið stjórnað af Carlsen í tvígang þessa vikuna. Carlsen var mjög ánægður með niðurstöðuna að loknum úrslitaleiknum. „Mér líður mjög vel með það að deila gullinu með Nepo,“ sagði Carlsen í gærkvöldi, en HM í at- og hraðskák lauk í New York í gærkvöldi. „Báðir eiga skilið að vinna gullið,“ sagði Carlsen í samtali við VG og bætti við að þeir hafi báðir verið orðnir þreyttir. Úrslitaviðureignin fór í bráðabana þar sem staðan var 2-2 eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Til að vinna viðureignina hefði annar þeirra þurft að vinna eina skák í viðbót, en eftir að þrjár enduðu með jafntefli lögðu þeir til að þeir myndu deila gullinu. Forsvarsmenn FIDE samþykktu það. Carlsen vann þar með mótið þriðja árið í röð, en alls tóku um þrjú hundruð skákmenn þátt í mótinu. Um var að ræða átjánda heimsmeistaratitil Norðmannsins. Mikið hefur gustað um Carlsen og þátttöku hans í mótinu eftir að hann ákvað að draga sig úr keppni í hraðskákshluta mótsins. Carlsen gerði það eftir að Alþjóðaskáksambandið sektaði hann vegna brots á reglum um klæðaburð, en Norðmaðurinn hafði þá mætt til leiks í gallabuxum. Sættir náðust þó og mætti Carlsen til leiks í atskákshlutanum, aftur í gallabuxum. Niemann, sem Carlsen vann í áttamanna úrslitum, var þó yfir sig hneykslaður eftir að niðurstaðan lá fyrir um að samþykkt hafi verið að þeir Carlsen og Nepo deildu gullinu. „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara. ÞETTA HEFUR ALDREI ÁÐUR GERST Í SÖGUNNI. Ég trúi því ekki að opinberu sambandi skákarinnar hafi verið stýrt af einum skákmanni Í ANNAÐ SKIPTI Í VIKUNNI. ÞAÐ GETUR BARA VERIÐ EINN HEIMSMEISTARI!“ Skák Noregur Rússland Tengdar fréttir Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01 Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ Sjá meira
Bandaríski skákmaðurinn Hans Niemann er allt annað en sáttur með niðurstöðuna, og segir hann skákheiminn nú opinberlega vera orðinn að „brandara“ enda hafi það aldrei gerst að tveir skákmenn deili heimsmeistaratitli með þessum hætti. Þá segir hann Alþjóðaskáksambandinu hafa verið stjórnað af Carlsen í tvígang þessa vikuna. Carlsen var mjög ánægður með niðurstöðuna að loknum úrslitaleiknum. „Mér líður mjög vel með það að deila gullinu með Nepo,“ sagði Carlsen í gærkvöldi, en HM í at- og hraðskák lauk í New York í gærkvöldi. „Báðir eiga skilið að vinna gullið,“ sagði Carlsen í samtali við VG og bætti við að þeir hafi báðir verið orðnir þreyttir. Úrslitaviðureignin fór í bráðabana þar sem staðan var 2-2 eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Til að vinna viðureignina hefði annar þeirra þurft að vinna eina skák í viðbót, en eftir að þrjár enduðu með jafntefli lögðu þeir til að þeir myndu deila gullinu. Forsvarsmenn FIDE samþykktu það. Carlsen vann þar með mótið þriðja árið í röð, en alls tóku um þrjú hundruð skákmenn þátt í mótinu. Um var að ræða átjánda heimsmeistaratitil Norðmannsins. Mikið hefur gustað um Carlsen og þátttöku hans í mótinu eftir að hann ákvað að draga sig úr keppni í hraðskákshluta mótsins. Carlsen gerði það eftir að Alþjóðaskáksambandið sektaði hann vegna brots á reglum um klæðaburð, en Norðmaðurinn hafði þá mætt til leiks í gallabuxum. Sættir náðust þó og mætti Carlsen til leiks í atskákshlutanum, aftur í gallabuxum. Niemann, sem Carlsen vann í áttamanna úrslitum, var þó yfir sig hneykslaður eftir að niðurstaðan lá fyrir um að samþykkt hafi verið að þeir Carlsen og Nepo deildu gullinu. „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara. ÞETTA HEFUR ALDREI ÁÐUR GERST Í SÖGUNNI. Ég trúi því ekki að opinberu sambandi skákarinnar hafi verið stýrt af einum skákmanni Í ANNAÐ SKIPTI Í VIKUNNI. ÞAÐ GETUR BARA VERIÐ EINN HEIMSMEISTARI!“
Skák Noregur Rússland Tengdar fréttir Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01 Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ Sjá meira
Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01
Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03