Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2025 09:27 Magnus Carlsen og Jan Nepomniatsjtsjí, kallaður Nepo, á HM í atskák og hraðskák í New York. Getty Norðmaðurinn Magnus Carlsen og Rússinn Jan Nepomniatsjtsjí, kallaður Nepo, eru báðir heimsmeistarar í hraðskák 2024. Carlsen og Nepo ákváðu að deila heimsmeistaratitlinum eftir að hafa spilað þrjár skákir í bráðabana sem enduðu allar með jafntefli. Bandaríski skákmaðurinn Hans Niemann er allt annað en sáttur með niðurstöðuna, og segir hann skákheiminn nú opinberlega vera orðinn að „brandara“ enda hafi það aldrei gerst að tveir skákmenn deili heimsmeistaratitli með þessum hætti. Þá segir hann Alþjóðaskáksambandinu hafa verið stjórnað af Carlsen í tvígang þessa vikuna. Carlsen var mjög ánægður með niðurstöðuna að loknum úrslitaleiknum. „Mér líður mjög vel með það að deila gullinu með Nepo,“ sagði Carlsen í gærkvöldi, en HM í at- og hraðskák lauk í New York í gærkvöldi. „Báðir eiga skilið að vinna gullið,“ sagði Carlsen í samtali við VG og bætti við að þeir hafi báðir verið orðnir þreyttir. Úrslitaviðureignin fór í bráðabana þar sem staðan var 2-2 eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Til að vinna viðureignina hefði annar þeirra þurft að vinna eina skák í viðbót, en eftir að þrjár enduðu með jafntefli lögðu þeir til að þeir myndu deila gullinu. Forsvarsmenn FIDE samþykktu það. Carlsen vann þar með mótið þriðja árið í röð, en alls tóku um þrjú hundruð skákmenn þátt í mótinu. Um var að ræða átjánda heimsmeistaratitil Norðmannsins. Mikið hefur gustað um Carlsen og þátttöku hans í mótinu eftir að hann ákvað að draga sig úr keppni í hraðskákshluta mótsins. Carlsen gerði það eftir að Alþjóðaskáksambandið sektaði hann vegna brots á reglum um klæðaburð, en Norðmaðurinn hafði þá mætt til leiks í gallabuxum. Sættir náðust þó og mætti Carlsen til leiks í atskákshlutanum, aftur í gallabuxum. Niemann, sem Carlsen vann í áttamanna úrslitum, var þó yfir sig hneykslaður eftir að niðurstaðan lá fyrir um að samþykkt hafi verið að þeir Carlsen og Nepo deildu gullinu. „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara. ÞETTA HEFUR ALDREI ÁÐUR GERST Í SÖGUNNI. Ég trúi því ekki að opinberu sambandi skákarinnar hafi verið stýrt af einum skákmanni Í ANNAÐ SKIPTI Í VIKUNNI. ÞAÐ GETUR BARA VERIÐ EINN HEIMSMEISTARI!“ Skák Noregur Rússland Tengdar fréttir Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01 Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Sjá meira
Bandaríski skákmaðurinn Hans Niemann er allt annað en sáttur með niðurstöðuna, og segir hann skákheiminn nú opinberlega vera orðinn að „brandara“ enda hafi það aldrei gerst að tveir skákmenn deili heimsmeistaratitli með þessum hætti. Þá segir hann Alþjóðaskáksambandinu hafa verið stjórnað af Carlsen í tvígang þessa vikuna. Carlsen var mjög ánægður með niðurstöðuna að loknum úrslitaleiknum. „Mér líður mjög vel með það að deila gullinu með Nepo,“ sagði Carlsen í gærkvöldi, en HM í at- og hraðskák lauk í New York í gærkvöldi. „Báðir eiga skilið að vinna gullið,“ sagði Carlsen í samtali við VG og bætti við að þeir hafi báðir verið orðnir þreyttir. Úrslitaviðureignin fór í bráðabana þar sem staðan var 2-2 eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Til að vinna viðureignina hefði annar þeirra þurft að vinna eina skák í viðbót, en eftir að þrjár enduðu með jafntefli lögðu þeir til að þeir myndu deila gullinu. Forsvarsmenn FIDE samþykktu það. Carlsen vann þar með mótið þriðja árið í röð, en alls tóku um þrjú hundruð skákmenn þátt í mótinu. Um var að ræða átjánda heimsmeistaratitil Norðmannsins. Mikið hefur gustað um Carlsen og þátttöku hans í mótinu eftir að hann ákvað að draga sig úr keppni í hraðskákshluta mótsins. Carlsen gerði það eftir að Alþjóðaskáksambandið sektaði hann vegna brots á reglum um klæðaburð, en Norðmaðurinn hafði þá mætt til leiks í gallabuxum. Sættir náðust þó og mætti Carlsen til leiks í atskákshlutanum, aftur í gallabuxum. Niemann, sem Carlsen vann í áttamanna úrslitum, var þó yfir sig hneykslaður eftir að niðurstaðan lá fyrir um að samþykkt hafi verið að þeir Carlsen og Nepo deildu gullinu. „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara. ÞETTA HEFUR ALDREI ÁÐUR GERST Í SÖGUNNI. Ég trúi því ekki að opinberu sambandi skákarinnar hafi verið stýrt af einum skákmanni Í ANNAÐ SKIPTI Í VIKUNNI. ÞAÐ GETUR BARA VERIÐ EINN HEIMSMEISTARI!“
Skák Noregur Rússland Tengdar fréttir Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01 Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Sjá meira
Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01
Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03