Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2024 15:33 Bræðurnir Patrick McCaskey, varaforseti Bears, og George McCaskey, stjórnarformaður. Þeir eru ekki vinsælir þessi dægrin. Michael Reaves/Getty Images Stuðningsmenn Chicago Bears í NFL-deildinni vestanhafs hafa ekki haft miklu að fagna þessi jólin. Eða þetta allt þetta tímabil, raunar. Algjörlega vonlaus leikur liðsins við Seattle Seahawks í nótt tók botninn úr. Mikil eftirvænting var fyrir yfirstandandi leiktíð hjá Bears-liðinu. Liðið átti fyrsta valrétt í nýliðavalinu og valdi leikstjórnandann Caleb Williams og fékk að auki útherjann Rome Odunze í níunda vali. Þeir voru á meðal tveggja eftirsóttustu bitanna á markaðnum. Útherjinn Keenan Allen, sem hafði gert góða hluti með Los Angeles Chargers, kom einnig til liðsins og átti að sjá fyrir því að nýliðinn Caleb Williams hefði úr nægum vopnum að velja sóknarlega. Spennan í upphafi tímabils snerist fljótt í gremju. Þjálfarinn Matt Eberflus var rekinn í lok nóvember þegar Chicago hafði aðeins unnið fjóra leiki af tólf. Brottrekstur Eberflus var sögulegur. Í 104 ára sögu Bears er hann fyrsti þjálfarinn sem er rekinn á miðju tímabili. Ekki hefur gengið betur eftir að framkvæmdastjórinn Ryan Poles réði Thomas Brown til bráðabirgða út leiktíðina. Birnirnir hafa tapað öllum fjórum leikjunum undir hans stjórn. Fjórða tapið var agalegur fótboltaleikur sem fram fór á Soldier Field í Chicago í nótt. Seattle Seahawks unnu þar 6-3 sigur í vonlausum leik. Tvö vallarmörk gegn einu réðu úrslitum í leik þar sem liðin þurftu tólf sinnum að sparka boltanum frá sér. “Sell the team” chants at Soldier Field pic.twitter.com/44NlAWSGDk— Jacob Infante (@jacobinfante24) December 27, 2024 Gremjan sýndi sig hjá stuðningsmönnum Bears sem hafa kallað eftir brottrekstri Poles, en virðast nú einnig hafa glatað trausti sínu til eigendanna. „Seldu félagið“ heyrðist kallað af stuðningsmönnum Bears á Soldier Field í gær. Virginia Halas McCaskey keypti Chicago Bears árið 1983, en sú er orðin 101 árs gömul. Börn hennar reka liðið í dag en virðist sem Bears-stuðningsmenn vilji McCaskey-fjölskylduna nú á brott. Bears sækja erkifjendur sína í Green Bay Packers heim í lokaleik tímabilsins á nýju ári. Fátt virðist ætla að koma í veg fyrir stórtap liðsins þar gegn Packers-liði sem flýgur í úrslitakeppnina. Í efri spilaranum má sjá allt það helsta úr leik Bears og Seahawks í nótt. Þar er ekki mikið að sjá. Í þeim neðri má sjá er stór hluti stuðningsmanna á Soldier Field krefjast sölu á félaginu. Farið verður yfir alla leiki síðustu umferðar í NFL-deildinni til Lokasókninni sem er á dagskrá klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. NFL Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Fleiri fréttir Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Átta liða úrslitin á HM klár Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur Sjá meira
Mikil eftirvænting var fyrir yfirstandandi leiktíð hjá Bears-liðinu. Liðið átti fyrsta valrétt í nýliðavalinu og valdi leikstjórnandann Caleb Williams og fékk að auki útherjann Rome Odunze í níunda vali. Þeir voru á meðal tveggja eftirsóttustu bitanna á markaðnum. Útherjinn Keenan Allen, sem hafði gert góða hluti með Los Angeles Chargers, kom einnig til liðsins og átti að sjá fyrir því að nýliðinn Caleb Williams hefði úr nægum vopnum að velja sóknarlega. Spennan í upphafi tímabils snerist fljótt í gremju. Þjálfarinn Matt Eberflus var rekinn í lok nóvember þegar Chicago hafði aðeins unnið fjóra leiki af tólf. Brottrekstur Eberflus var sögulegur. Í 104 ára sögu Bears er hann fyrsti þjálfarinn sem er rekinn á miðju tímabili. Ekki hefur gengið betur eftir að framkvæmdastjórinn Ryan Poles réði Thomas Brown til bráðabirgða út leiktíðina. Birnirnir hafa tapað öllum fjórum leikjunum undir hans stjórn. Fjórða tapið var agalegur fótboltaleikur sem fram fór á Soldier Field í Chicago í nótt. Seattle Seahawks unnu þar 6-3 sigur í vonlausum leik. Tvö vallarmörk gegn einu réðu úrslitum í leik þar sem liðin þurftu tólf sinnum að sparka boltanum frá sér. “Sell the team” chants at Soldier Field pic.twitter.com/44NlAWSGDk— Jacob Infante (@jacobinfante24) December 27, 2024 Gremjan sýndi sig hjá stuðningsmönnum Bears sem hafa kallað eftir brottrekstri Poles, en virðast nú einnig hafa glatað trausti sínu til eigendanna. „Seldu félagið“ heyrðist kallað af stuðningsmönnum Bears á Soldier Field í gær. Virginia Halas McCaskey keypti Chicago Bears árið 1983, en sú er orðin 101 árs gömul. Börn hennar reka liðið í dag en virðist sem Bears-stuðningsmenn vilji McCaskey-fjölskylduna nú á brott. Bears sækja erkifjendur sína í Green Bay Packers heim í lokaleik tímabilsins á nýju ári. Fátt virðist ætla að koma í veg fyrir stórtap liðsins þar gegn Packers-liði sem flýgur í úrslitakeppnina. Í efri spilaranum má sjá allt það helsta úr leik Bears og Seahawks í nótt. Þar er ekki mikið að sjá. Í þeim neðri má sjá er stór hluti stuðningsmanna á Soldier Field krefjast sölu á félaginu. Farið verður yfir alla leiki síðustu umferðar í NFL-deildinni til Lokasókninni sem er á dagskrá klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.
NFL Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Fleiri fréttir Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Átta liða úrslitin á HM klár Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur Sjá meira