Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2024 09:01 Víkingar hafa verið frábærir í Sambandsdeild Evrópu en urðu að sætta sig við naumt tap í gær. vísir/Anton Víkingur er jafn Panathinaikos í 18.-19. sæti af 36 liðum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta nú þegar aðeins lokaumferðin er eftir næsta fimmtudag. Yfirgnæfandi líkur eru taldar á því að liðið komist áfram í keppninni og spili í umspili í febrúar. Þrátt fyrir svekkjandi tap gegn Djurgården í gær eru enn taldar 92 prósent líkur á því að Víkingar komist í umspil Sambandsdeildarinnar, og myndu þannig halda áfram að skrá nýja kafla í sögu Íslands í Evrópukeppnum. Stig gegn Djurgården í gær hefði gulltryggt Víkinga áfram en þeir eru núna með sjö stig í 18.-19. sæti. Sjö stig gætu vel dugað til að komast áfram en stig í Austurríki næsta fimmtudag myndi taka af allan vafa fyrir Víkinga. Efstu átta lið deildarinnar komast beint áfram í 16-liða úrslit og er orðið útilokað að Víkingur verði í þeim hópi. En liðin í 9.-24. sæti fara í umspil í febrúar um að komast í 16-liða úrslitin. Víkingar mega því alls ekki dragast niður í 25. sæti í lokaumferðinni næsta fimmtudag, þegar þeir sækja LASK heim til Austurríkis. Hér má finna stöðuna í Sambandsdeildinni. Liðin í 25.-31. sæti eru með fjögur stig hvert og geta því enn náð Víkingi að stigum, sem og liðin í 20.-24. sæti. Á vef UFEA er hægt að setja inn möguleg úrslit í lokaumferðinni og skoða hvernig lokastaðan yrði, með því að smella hér. Twitter-síðan Football Meets Data segir að 10.000 hermanir sýni að 92 prósent líkur séu á að Víkingur endi á meðal 24 efstu liða deildarinnar. Mögulegt er að það ráðist á markatölu. Líkur hvers liðs á að enda í hópi átta efstu, eða í hópi 24 efstu liða Sambandsdeildarinnar. Efstu átta komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil. Liðin í 25.-36. sæti falla úr keppni.Twitter/@fmeetsdata Ef Víkingar komast áfram myndi langt tímabil þeirra lengjast enn og félagið þurfa að biðja Breiðablik um frekara lán á Kópavogsvelli í umspilinu, sem fram fer 13. og 20. febrúar. Dregið verður í umspilið næsta föstudag. Það gæti skipt máli fyrir Víkinga að ná góðum úrslitum í Austurríki og komast í hóp liðanna í 9.-16. sæti, því þau verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið en liðin í 17.-24. sæti í neðri flokki. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Bournemouth | De Bruyne kveður Etihad „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjá meira
Þrátt fyrir svekkjandi tap gegn Djurgården í gær eru enn taldar 92 prósent líkur á því að Víkingar komist í umspil Sambandsdeildarinnar, og myndu þannig halda áfram að skrá nýja kafla í sögu Íslands í Evrópukeppnum. Stig gegn Djurgården í gær hefði gulltryggt Víkinga áfram en þeir eru núna með sjö stig í 18.-19. sæti. Sjö stig gætu vel dugað til að komast áfram en stig í Austurríki næsta fimmtudag myndi taka af allan vafa fyrir Víkinga. Efstu átta lið deildarinnar komast beint áfram í 16-liða úrslit og er orðið útilokað að Víkingur verði í þeim hópi. En liðin í 9.-24. sæti fara í umspil í febrúar um að komast í 16-liða úrslitin. Víkingar mega því alls ekki dragast niður í 25. sæti í lokaumferðinni næsta fimmtudag, þegar þeir sækja LASK heim til Austurríkis. Hér má finna stöðuna í Sambandsdeildinni. Liðin í 25.-31. sæti eru með fjögur stig hvert og geta því enn náð Víkingi að stigum, sem og liðin í 20.-24. sæti. Á vef UFEA er hægt að setja inn möguleg úrslit í lokaumferðinni og skoða hvernig lokastaðan yrði, með því að smella hér. Twitter-síðan Football Meets Data segir að 10.000 hermanir sýni að 92 prósent líkur séu á að Víkingur endi á meðal 24 efstu liða deildarinnar. Mögulegt er að það ráðist á markatölu. Líkur hvers liðs á að enda í hópi átta efstu, eða í hópi 24 efstu liða Sambandsdeildarinnar. Efstu átta komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil. Liðin í 25.-36. sæti falla úr keppni.Twitter/@fmeetsdata Ef Víkingar komast áfram myndi langt tímabil þeirra lengjast enn og félagið þurfa að biðja Breiðablik um frekara lán á Kópavogsvelli í umspilinu, sem fram fer 13. og 20. febrúar. Dregið verður í umspilið næsta föstudag. Það gæti skipt máli fyrir Víkinga að ná góðum úrslitum í Austurríki og komast í hóp liðanna í 9.-16. sæti, því þau verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið en liðin í 17.-24. sæti í neðri flokki.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Bournemouth | De Bruyne kveður Etihad „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn