Sýndi ljóta áverka eftir fallið Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 12:46 Mikaela Shiffrin birti myndir af miklum áverkum sem hún hlaut eftir fall í skíðabrekku. Getty/Instagram Skíðakonan Mikaela Shiffrin var flutt í burtu á sleða eftir afar slæmt fall í keppni í stórsvigi í Killington í Vermont í Bandaríkjunum í lok síðasta mánaðar. Hún hefur nú birt myndir og sagt frá áverkunum sem hún hlaut en hún fékk til að mynda gat á kviðinn. Þessi mikla skíðadrottning féll illa þegar hún freistaði þess að landa sínum hundraðasta heimsbikarmótssigri í Killington. Hún var í forystu eftir fyrri ferð og var með marklínuna í sjónmáli í seinni ferðinni þegar hún missti stjórnina, endastakkst og endaði úti í öryggisgrindverki. Þar lá hún kyrr í nokkurn tíma á meðan hugað var að henni, áður en hún var flutt í burtu á sjúkrahús og veifaði þá til áhorfenda, en í ljós kom að hún hafði meðal annars fengið gat á kviðinn eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Gat á kvið Shiffrin Dagurinn sem átti að marka mikil tímamót fyrir þessa sigursælustu skíðakonu í sögu heimsbikarmótaraðarinnar, með því að hún næði hundraðasta titlinum, breyttist því á örskotsstundu. Shiffrin hefur nú ásamt liðsfélögum sínum farið gaumgæfilega yfir það hvað olli því sérstaklega að hún fékk gat á kviðinn þegar slysið varð, með það í huga hvort að eitthvað þurfi að gera til að bæta öryggi keppenda. „Eftir að hafa skoðað myndband ítrekað þá teljum við að þetta hafi verið toppurinn á skíðastafnum mínum… miðað við stærð og lögun sársins og hvar það var. Kannski stakkst hann í mig og svo rúllaði ég yfir hann sem gæti hafa grafið upp þessa litlu holu. Erfitt að segja í raun og veru, en við erum glöð yfir því að þetta séu bara vöðvameiðsli,“ skrifaði Shiffrin í Instagram-færslu sem ætti að birtast hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Mikaela Shiffrin ⛷💨 (@mikaelashiffrin) „Eftir að hafa skoðað slysið betur þá er ég ótrúlega þakklát fyrir að ekki fór verr. Það munaði ansi litlu að þetta færi í líffæri og þá væri staðan allt önnur og verri,“ skrifaði Shiffrin. Skíðaíþróttir Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Sjá meira
Þessi mikla skíðadrottning féll illa þegar hún freistaði þess að landa sínum hundraðasta heimsbikarmótssigri í Killington. Hún var í forystu eftir fyrri ferð og var með marklínuna í sjónmáli í seinni ferðinni þegar hún missti stjórnina, endastakkst og endaði úti í öryggisgrindverki. Þar lá hún kyrr í nokkurn tíma á meðan hugað var að henni, áður en hún var flutt í burtu á sjúkrahús og veifaði þá til áhorfenda, en í ljós kom að hún hafði meðal annars fengið gat á kviðinn eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Gat á kvið Shiffrin Dagurinn sem átti að marka mikil tímamót fyrir þessa sigursælustu skíðakonu í sögu heimsbikarmótaraðarinnar, með því að hún næði hundraðasta titlinum, breyttist því á örskotsstundu. Shiffrin hefur nú ásamt liðsfélögum sínum farið gaumgæfilega yfir það hvað olli því sérstaklega að hún fékk gat á kviðinn þegar slysið varð, með það í huga hvort að eitthvað þurfi að gera til að bæta öryggi keppenda. „Eftir að hafa skoðað myndband ítrekað þá teljum við að þetta hafi verið toppurinn á skíðastafnum mínum… miðað við stærð og lögun sársins og hvar það var. Kannski stakkst hann í mig og svo rúllaði ég yfir hann sem gæti hafa grafið upp þessa litlu holu. Erfitt að segja í raun og veru, en við erum glöð yfir því að þetta séu bara vöðvameiðsli,“ skrifaði Shiffrin í Instagram-færslu sem ætti að birtast hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Mikaela Shiffrin ⛷💨 (@mikaelashiffrin) „Eftir að hafa skoðað slysið betur þá er ég ótrúlega þakklát fyrir að ekki fór verr. Það munaði ansi litlu að þetta færi í líffæri og þá væri staðan allt önnur og verri,“ skrifaði Shiffrin.
Skíðaíþróttir Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Sjá meira