Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2024 14:02 Lífeyrissjóður Verslunarmanna fór með málið beint í Hæstarétt. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur skorið á hnútinn í deilu Lífeyrissjóðs Verslunarmanna og sjóðfélaga vegna meintrar eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri. Eignafærslan er lögmæt. Niðurstaðan var kveðin upp í Hæstarétti klukkan 14. Dómurinn hefur verið birtur og hann má lesa hér. Í samantekt á dóminum segir að Hæstiréttur hafi talið að að þótt lífeyrissjóðurinn hefði getað brugðist við breyttum lífslíkum sjóðfélaga sinna með öðrum hætti þá hefðu breytingarnar stefnt að lögmætu markmiði, byggst á málefnalegum sjónarmiðum og gætt hefði verið að jafnræði og meðalhófi. Að því virtu hafi þær verið taldar vera innan þess svigrúms sem Lífeyrissjóður verzlunarmanna nýtur, þær hefðu haft stoð í lögum og væru ekki í andstöðu við ákvæði stjórnarskrár eða mannréttindasáttmála Evrópu. Fjöldi lífeyrissjóða undir Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 30. nóvember var fallist á kröfur stefnanda sem er sjóðfélagi í sameignardeild LIVE fæddur árið 1982 þar sem krafist var ógildingar á tilteknu ákvæði samþykktabreytinga sem tóku gildi um þarsíðastliðin áramót. Breytingarnar fólu í sér að áunnin réttindi sjóðfélaga í sameignardeild voru umreiknuð þannig að mánaðarlegar greiðslur lækkuðu mismikið eftir aldri. Lífeyrissjóðir brugðust við öldrun þjóðarinnar Breytingarnar fólust í að sjóðurinn var að sögn LIVE að bregðast við nýjum dánar- og eftirlifendatöflum þar sem gert er ráð fyrir að sérhver árgangur lifi lengur en árgangurinn á undan. Sjóðurinn taldi sér skylt að taka mið af þessu og lækkaði áunnin réttindi sjóðfélaga mismikið eftir aldri. Þannig var greiðslum dreift yfir lengra tímabil hjá yngri kynslóðum en þeim eldri því sjóðurinn gerir ráð fyrir að þær yngri lifi lengur en þær eldri. Aðrir lífeyrissjóðir sem gerðu sambærilegar breytingar eru Gildi lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins í A-deild og SL lífeyrissjóður. Fengu að sleppa Landsrétti Lífeyrissjóður Verslunarmanna óskaði eftir leyfi til þess að fá að skjóta málinu beint til Hæstaréttar án viðkomu í Landsrétti. Í ákvörðun Hæstaréttar, sem tekin var í febrúar þessa árs, sagði að að virtum gögnum málsins yrði að líta svo á að dómur í því gæti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá væru ekki fyrir hendi í málinu þær aðstæður sem komið gætu í veg fyrir að leyfi til að áfrýjunar beint til Hæstaréttar yrði veitt á grundvelli laga um meðferð einkamála. Uppfært klukkan 15:20. Dómur Hæstaréttar hefur nú verið birtur og fyrirsögn fréttarinnar breytt til að endurspegla betur forsendur hans. Dómsmál Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Niðurstaðan var kveðin upp í Hæstarétti klukkan 14. Dómurinn hefur verið birtur og hann má lesa hér. Í samantekt á dóminum segir að Hæstiréttur hafi talið að að þótt lífeyrissjóðurinn hefði getað brugðist við breyttum lífslíkum sjóðfélaga sinna með öðrum hætti þá hefðu breytingarnar stefnt að lögmætu markmiði, byggst á málefnalegum sjónarmiðum og gætt hefði verið að jafnræði og meðalhófi. Að því virtu hafi þær verið taldar vera innan þess svigrúms sem Lífeyrissjóður verzlunarmanna nýtur, þær hefðu haft stoð í lögum og væru ekki í andstöðu við ákvæði stjórnarskrár eða mannréttindasáttmála Evrópu. Fjöldi lífeyrissjóða undir Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 30. nóvember var fallist á kröfur stefnanda sem er sjóðfélagi í sameignardeild LIVE fæddur árið 1982 þar sem krafist var ógildingar á tilteknu ákvæði samþykktabreytinga sem tóku gildi um þarsíðastliðin áramót. Breytingarnar fólu í sér að áunnin réttindi sjóðfélaga í sameignardeild voru umreiknuð þannig að mánaðarlegar greiðslur lækkuðu mismikið eftir aldri. Lífeyrissjóðir brugðust við öldrun þjóðarinnar Breytingarnar fólust í að sjóðurinn var að sögn LIVE að bregðast við nýjum dánar- og eftirlifendatöflum þar sem gert er ráð fyrir að sérhver árgangur lifi lengur en árgangurinn á undan. Sjóðurinn taldi sér skylt að taka mið af þessu og lækkaði áunnin réttindi sjóðfélaga mismikið eftir aldri. Þannig var greiðslum dreift yfir lengra tímabil hjá yngri kynslóðum en þeim eldri því sjóðurinn gerir ráð fyrir að þær yngri lifi lengur en þær eldri. Aðrir lífeyrissjóðir sem gerðu sambærilegar breytingar eru Gildi lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins í A-deild og SL lífeyrissjóður. Fengu að sleppa Landsrétti Lífeyrissjóður Verslunarmanna óskaði eftir leyfi til þess að fá að skjóta málinu beint til Hæstaréttar án viðkomu í Landsrétti. Í ákvörðun Hæstaréttar, sem tekin var í febrúar þessa árs, sagði að að virtum gögnum málsins yrði að líta svo á að dómur í því gæti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá væru ekki fyrir hendi í málinu þær aðstæður sem komið gætu í veg fyrir að leyfi til að áfrýjunar beint til Hæstaréttar yrði veitt á grundvelli laga um meðferð einkamála. Uppfært klukkan 15:20. Dómur Hæstaréttar hefur nú verið birtur og fyrirsögn fréttarinnar breytt til að endurspegla betur forsendur hans.
Dómsmál Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira