Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2024 15:15 Fred again skemmti sér eflaust vel á tónleikum félaga sinna en lét ekki sjá sig uppi á sviði. Skipuleggjendur tónleika rafdúósins í Joy anonymous sem komu fram með vinum í Hvalasafninu á laugardagskvöld segjast enga stjórn hafa haft á orðrómi þess efnis að breski plötusnúðurinn Fred again myndi koma fram á tónleikunum. Dæmi er um að miðar á tónleikana hafi gengið kaupum og sölum fyrir tugi þúsunda en plötusnúðurinn var í salnum án þess þó að fara upp á svið. „Við nefndum aldrei nafn hans í neinu af okkar markaðsefni,“ segir Guðjón Böðvarsson einn skipuleggjenda tónleikanna á vegum LP Events í samtali við Vísi. Tónleikarnir fóru fram á laugardagskvöld eftir að þeim hafði verið frestað á föstudagskvöldinu þar sem ekki höfðu fengist tilskilin leyfi til slíks viðburðarhalds á Hvalasafninu. Annar skipuleggjenda Benedikt Freyr Jónsson segir tónleikana hafa heppnast prýðilega. Breski plötusnúðurinn Fred again er einn sá heitasti í heimi um þessar mundir. Hefur hann reglulega komið óvænt fram á tónleikum vina sinna í Joy Anonymous og gert með þeim hin ýmsu lög. Lögðu því flestir saman 2+2 þegar fréttist af því að plötusnúðurinn væri staddur hér á landi. „Við vorum klárlega meðvituð um það að það væri sumir þarna sem vildu sjá hann. Svo kom þetta fram í fjölmiðlum og fólk birti myndir af honum á samfélagsmiðlum, svo þessar sögusagnir voru fljótar að fara á kreik,“ segir Benedikt Freyr. „Þeir eru bestu vinir og hafa oft spilað saman áður en við sögðum aldrei að hann myndi koma á svið. Þetta var orðrómur sem við höfðum enga stjórn á, sem dreifðist mjög hratt, því miður.“ Gríðarleg eftirvænting skapaðist fyrir tónleikunum og seldist upp á þá á skotstundu. Mikil eftirspurn var enn eftir miðum þegar þeir höfðu selst upp og eru dæmi um að fólk hafi selt miða á tuttugu þúsund krónur stykkið. Guðjón segir að skipuleggjendum þyki afar leitt að heyra af því. Tónleikarnir hafi hinsvegar verið gríðarlega vel heppnaðir og úrvalslið tónlistarmanna komið fram þrátt fyrir allt. View this post on Instagram A post shared by LP (@liveproject.is) Tónleikar á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir Fred again er staddur á landinu. Hann spókaði sig um í Melabúðinni í vesturbæ Reykjavíkur í gær þar sem hann hitti engan annan en Rögnu Sigurðardóttur frambjóðanda Samfylkingarinnar. 14. nóvember 2024 12:15 Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Við nefndum aldrei nafn hans í neinu af okkar markaðsefni,“ segir Guðjón Böðvarsson einn skipuleggjenda tónleikanna á vegum LP Events í samtali við Vísi. Tónleikarnir fóru fram á laugardagskvöld eftir að þeim hafði verið frestað á föstudagskvöldinu þar sem ekki höfðu fengist tilskilin leyfi til slíks viðburðarhalds á Hvalasafninu. Annar skipuleggjenda Benedikt Freyr Jónsson segir tónleikana hafa heppnast prýðilega. Breski plötusnúðurinn Fred again er einn sá heitasti í heimi um þessar mundir. Hefur hann reglulega komið óvænt fram á tónleikum vina sinna í Joy Anonymous og gert með þeim hin ýmsu lög. Lögðu því flestir saman 2+2 þegar fréttist af því að plötusnúðurinn væri staddur hér á landi. „Við vorum klárlega meðvituð um það að það væri sumir þarna sem vildu sjá hann. Svo kom þetta fram í fjölmiðlum og fólk birti myndir af honum á samfélagsmiðlum, svo þessar sögusagnir voru fljótar að fara á kreik,“ segir Benedikt Freyr. „Þeir eru bestu vinir og hafa oft spilað saman áður en við sögðum aldrei að hann myndi koma á svið. Þetta var orðrómur sem við höfðum enga stjórn á, sem dreifðist mjög hratt, því miður.“ Gríðarleg eftirvænting skapaðist fyrir tónleikunum og seldist upp á þá á skotstundu. Mikil eftirspurn var enn eftir miðum þegar þeir höfðu selst upp og eru dæmi um að fólk hafi selt miða á tuttugu þúsund krónur stykkið. Guðjón segir að skipuleggjendum þyki afar leitt að heyra af því. Tónleikarnir hafi hinsvegar verið gríðarlega vel heppnaðir og úrvalslið tónlistarmanna komið fram þrátt fyrir allt. View this post on Instagram A post shared by LP (@liveproject.is)
Tónleikar á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir Fred again er staddur á landinu. Hann spókaði sig um í Melabúðinni í vesturbæ Reykjavíkur í gær þar sem hann hitti engan annan en Rögnu Sigurðardóttur frambjóðanda Samfylkingarinnar. 14. nóvember 2024 12:15 Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir Fred again er staddur á landinu. Hann spókaði sig um í Melabúðinni í vesturbæ Reykjavíkur í gær þar sem hann hitti engan annan en Rögnu Sigurðardóttur frambjóðanda Samfylkingarinnar. 14. nóvember 2024 12:15