Bókadómur: Þörf bók um missi Lestrarklefinn og Díana Sjöfn Jóhannsdóttir 18. nóvember 2024 10:52 Þeir John Dougherty og Thomas Docherty eru höfundar bókarinnar Héraholan þar sem fjallað er um erfiðar tilfinningar, sorg og missi. Barnabókin Héraholan er til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn. Bókin tekur á missi og sorg. Hér skrifar Díana Sjöfn Jóhannsdóttir um bókina. Núna á dögunum kom út íslensk þýðing á barnabók eftir John Dougherty og Thomas Docherty (tilviljunin ein ræður þessum ótrúlega líku ættarnöfnum). Héraholan eða The Hare Shaped Hole eins og hún heitir á frummálinu er saga um vinina Hörpu og Skúla sem gera allt saman, jafnvel þó ólík séu. En einn daginn hverfur Harpa og Skúli situr eftir í sárum og miklum söknuði eftir þessum besta vini sínum. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar bókadóma á menningarvefinn Lestrarklefinn. Í stað hennar kemur skuggi eða gat þar sem Harpa áður var og lesendur fylgjast með erfiðleikum Skúla við að sætta sig við breyttan heim. Loks hittir hann nýjan vin sem kennir honum að horfa á gatið sem Harpa skildi eftir sig með öðrum augum. Héraholan kemur út í þýðingu Önnu Leu Friðriksdóttur og Dögg Hjaltalín. Kennsla í ákveðinni sorgarúrvinnslu Bókin snertir á missi og sorg. Það kemur ekki fram afhverju eða hvernig Harpa hvarf en lesendur geta getið í eyðurnar. Eða foreldrar hjálpað börnunum að tengja sögu Skúla við eigin reynsluheim. Þetta er mjög falleg og sár saga. Hún snertir djúpt á ýmsar taugar. Þetta er nefninlega ekki bara bók til að kenna börnum um missi og sorgarúrvinnslu heldur er þetta einnig góð áminning fyrir þá fullorðnu. Sagan er erfið en huggun á sama tíma. Hún teygir sig í átt til lesenda og reynir að umfaðma þá, gefa þeim haldreipi í hverfulu og oft óskiljanlegu lífi. Hún kynnir sorgarúrvinnslu sem jafnvel margir stálpaðir vita ekki af og nýta sér aldrei – með tilheyrandi bælingu á tilfinningum. Að tala um þann sem er horfinn, að halda minningunni á lofti. Það er það sem er svo mikilvægt. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri bókadóma er að finna á Lestrarklefinn.is Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira
Núna á dögunum kom út íslensk þýðing á barnabók eftir John Dougherty og Thomas Docherty (tilviljunin ein ræður þessum ótrúlega líku ættarnöfnum). Héraholan eða The Hare Shaped Hole eins og hún heitir á frummálinu er saga um vinina Hörpu og Skúla sem gera allt saman, jafnvel þó ólík séu. En einn daginn hverfur Harpa og Skúli situr eftir í sárum og miklum söknuði eftir þessum besta vini sínum. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar bókadóma á menningarvefinn Lestrarklefinn. Í stað hennar kemur skuggi eða gat þar sem Harpa áður var og lesendur fylgjast með erfiðleikum Skúla við að sætta sig við breyttan heim. Loks hittir hann nýjan vin sem kennir honum að horfa á gatið sem Harpa skildi eftir sig með öðrum augum. Héraholan kemur út í þýðingu Önnu Leu Friðriksdóttur og Dögg Hjaltalín. Kennsla í ákveðinni sorgarúrvinnslu Bókin snertir á missi og sorg. Það kemur ekki fram afhverju eða hvernig Harpa hvarf en lesendur geta getið í eyðurnar. Eða foreldrar hjálpað börnunum að tengja sögu Skúla við eigin reynsluheim. Þetta er mjög falleg og sár saga. Hún snertir djúpt á ýmsar taugar. Þetta er nefninlega ekki bara bók til að kenna börnum um missi og sorgarúrvinnslu heldur er þetta einnig góð áminning fyrir þá fullorðnu. Sagan er erfið en huggun á sama tíma. Hún teygir sig í átt til lesenda og reynir að umfaðma þá, gefa þeim haldreipi í hverfulu og oft óskiljanlegu lífi. Hún kynnir sorgarúrvinnslu sem jafnvel margir stálpaðir vita ekki af og nýta sér aldrei – með tilheyrandi bælingu á tilfinningum. Að tala um þann sem er horfinn, að halda minningunni á lofti. Það er það sem er svo mikilvægt. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri bókadóma er að finna á Lestrarklefinn.is
Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira