Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 08:31 Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza byrjuðu að skauta saman fyrr á þessu ári og eru strax farin að ná frábærum árangri. JPHOTOS Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Ítalinn Manuel Piazza verða fyrsta parið í sögunni til að keppa fyrir Íslands hönd á sjálfu Evrópumeistaramótinu á listskautum, eftir að hafa unnið bronsverðlaun á móti í Dortmund um helgina. Júlía er 19 ára gömul og hefur keppt fyrir hönd Íslands allan sinn feril en hingað til í einstaklingskeppni. Þar hefur hún góðum árangri og varð fyrr á þessu ári fyrst Íslendinga til að vinna gullverðlaun á alþjóðlegu móti í fullorðinsflokki, þegar hún vann Reykjavíkurleikana. Þau Júlía og Manuel, sem er 24 ára og frá Ortiesei á Norður-Ítalíu, urðu um helgina fyrsta parið til að keppa fyrir Íslands hönd á listskautum. Frumraunin tókst listavel því þau unnu bronsverðlaun á NRW Trophy og náðu nógu góðum árangri til að tryggja sig inn á EM í Eistlandi, sem fram fer 28. janúar til 2. febrúar á næsta ári. Eins og gefur að skilja eru þetta fyrstu verðlaun Íslendings í paraskautun. Parið vissi að það þyrfti 75.00 tæknistig samanlagt, í stutta og frjálsa prógramminu á mótinu í Þýskalandi, til að komast á EM. Á laugardaginn fengu þau 26,41 í tæknieinkunn, og í heildina 47,04 stig, fyrir stutta prógrammið. Þau fylgdu því svo eftir í gær með því að fá 49,40 stig í tæknieinkunn og samtals 93,46 stig fyrir frjálsa prógrammið sitt. Það gerir samtals 75,81 stig í tæknieinkunn og 140,50 heildarstig, og farseðlarnir á EM þar með klárir. Júlía Sylvía Gunnarsdóttir er að fara að keppa á EM í lok janúar, með Ítalanum Manuel Piazza. Þau keppa fyrir Íslands hönd.JPHOTOS Parið æfir í Bergamo á Ítalíu í Afreksmiðstöð ISU, undir handleiðslu Rosanna Murante og Ondrej Hotarek. Þau æfa að hluta til á Íslandi undir stjórn Benjamin Naggiar, yfirþjálfara Fjölnis, en hann hefur verið þjálfari Júlíu Sylvíu síðan 2021. Benjamin Naggiar er kóreógraferinn í teyminu og hefur samið bæði keppnisprógömm parsins. Skautaíþróttir Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Júlía er 19 ára gömul og hefur keppt fyrir hönd Íslands allan sinn feril en hingað til í einstaklingskeppni. Þar hefur hún góðum árangri og varð fyrr á þessu ári fyrst Íslendinga til að vinna gullverðlaun á alþjóðlegu móti í fullorðinsflokki, þegar hún vann Reykjavíkurleikana. Þau Júlía og Manuel, sem er 24 ára og frá Ortiesei á Norður-Ítalíu, urðu um helgina fyrsta parið til að keppa fyrir Íslands hönd á listskautum. Frumraunin tókst listavel því þau unnu bronsverðlaun á NRW Trophy og náðu nógu góðum árangri til að tryggja sig inn á EM í Eistlandi, sem fram fer 28. janúar til 2. febrúar á næsta ári. Eins og gefur að skilja eru þetta fyrstu verðlaun Íslendings í paraskautun. Parið vissi að það þyrfti 75.00 tæknistig samanlagt, í stutta og frjálsa prógramminu á mótinu í Þýskalandi, til að komast á EM. Á laugardaginn fengu þau 26,41 í tæknieinkunn, og í heildina 47,04 stig, fyrir stutta prógrammið. Þau fylgdu því svo eftir í gær með því að fá 49,40 stig í tæknieinkunn og samtals 93,46 stig fyrir frjálsa prógrammið sitt. Það gerir samtals 75,81 stig í tæknieinkunn og 140,50 heildarstig, og farseðlarnir á EM þar með klárir. Júlía Sylvía Gunnarsdóttir er að fara að keppa á EM í lok janúar, með Ítalanum Manuel Piazza. Þau keppa fyrir Íslands hönd.JPHOTOS Parið æfir í Bergamo á Ítalíu í Afreksmiðstöð ISU, undir handleiðslu Rosanna Murante og Ondrej Hotarek. Þau æfa að hluta til á Íslandi undir stjórn Benjamin Naggiar, yfirþjálfara Fjölnis, en hann hefur verið þjálfari Júlíu Sylvíu síðan 2021. Benjamin Naggiar er kóreógraferinn í teyminu og hefur samið bæði keppnisprógömm parsins.
Skautaíþróttir Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni