Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 14:01 Matt Choi þótti fara yfir strikið með framgöngu sinni í New York maraþoninu. Samsett/Getty/Instagram Hinn 29 ára gamli Matt Choi frá Texas, áhrifavaldur á samfélagsmiðlum, hefur verið úrskurðaður í ævilangt bann frá New York maraþoninu vegna hegðunar sinnar í þessu gríðarlega vinsæla maraþonhlaupi. Choi tók þátt í hlaupinu um síðustu helgi en var með myndatökumenn með sér sem fylgdu honum á rafmagnshjólum, og trufluðu aðra keppendur í hlaupinu. New York Road Runners, sem skipuleggur hlaupið, segir í yfirlýsingu að Choi hafi með þessu brotið keppnisreglur hlaupsins sem og reglur alþjóða frjálsíþróttasambandsins. View this post on Instagram A post shared by Matt Choi (@mattchoi_6) „Eitt af því sem NYRR var tilkynnt um var að Choi hefði hlaupið með aðstoð tveggja manna, án heimildar, sem ferðuðust um brautina á rafmagnshjólum og hindruðu aðra hlaupara,“ segir í yfirlýsingu NYRR. Choi kláraði hlaupið á 2:57:15 klukkustundum, eða um 50 mínútum á eftir Abdi Nageeye sem fór með sigur af hólmi í karlaflokki. Vakti reiði annarra hlaupara Ljóst er að hegðun Choi vakti pirring og reiði annarra hlaupara. AP vitnar í skrif eins þeirra á Reddit sem sagði: „Fyrir mig sem hlaupara þá var stórkostlegt að sjá hann. Það gaf mér enn meira hungur í að fara framhjá honum og sjá til þess að ég þyrfti ekki að sjá hann eða þessa heimsku myndatökumenn hans það sem eftir var hlaupsins.“ Choi, sem er með yfir 400.000 fylgjendur á Instagram, virðist hafa séð að sér því hann hefur nú beðist afsökunar í myndbandsfærslu. Choi viðurkennir þar að með því að láta taka upp hlaup sitt hafi hann stofnað öðrum keppendum í hættu og mögulega komið í veg fyrir að þeir næðu sínum besta tíma, eða kæmust til að ná sér í drykki á drykkjarstöðvum. Yfir 55.000 manns kláruðu hlaupið, þar sem farið var í gegnum stóru hverfin fimm í New York. View this post on Instagram A post shared by Matt Choi (@mattchoi_6) „Það er ekkert sem afsakar það sem ég gerði. Ég var eigingjarn á sunnudaginn, með því að fá bróður minn og myndatökumanninn minn til að fylgja mér eftir á rafmagnshjólum, og það hafði alvarlegar afleiðingar. Á meðan að New York maraþonið á að snúast um alla aðra og samfélagið þá lét ég það snúast um sjálfan mig. Ég vil biðja alla sem þetta bitnaði á afsökunar. Svo það sé á hreinu þá átti ég 100% sök á þessu,“ segir Choi sem kveðst ekki ætla að áfrýja banni NYRR. Hlaup Mest lesið Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Enski boltinn Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Fótbolti Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Körfubolti Vitor vann úrvalsdeildina í pílukasti Sport Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Handbolti Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Enski boltinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Íslenski boltinn Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Enski boltinn Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Síðasti formúlukappaksturinn og þriðji þáttur Kanans Vitor vann úrvalsdeildina í pílukasti Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Júlíus tryggði Fredrikstad bikarmeistaratitilinn McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Staða Bayern á toppnum styrktist Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Skoraði mínútu eftir að hún kom inn á Guðmundur skákaði Arnóri Diljá með þrennu í bikarsigri Kolbeinn mætir Bubu í kvöld: „Stefni á að klára bardagann snemma“ Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Amanda skoraði og Glódís fór á toppinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Í beinni: Real Betis - Barcelona | Barca ætlar ekki að gefa toppsætið eftir Jón Dagur tekinn af velli í hálfleik Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Undrabarnið bætti 56 ára gamalt met Sjá meira
Choi tók þátt í hlaupinu um síðustu helgi en var með myndatökumenn með sér sem fylgdu honum á rafmagnshjólum, og trufluðu aðra keppendur í hlaupinu. New York Road Runners, sem skipuleggur hlaupið, segir í yfirlýsingu að Choi hafi með þessu brotið keppnisreglur hlaupsins sem og reglur alþjóða frjálsíþróttasambandsins. View this post on Instagram A post shared by Matt Choi (@mattchoi_6) „Eitt af því sem NYRR var tilkynnt um var að Choi hefði hlaupið með aðstoð tveggja manna, án heimildar, sem ferðuðust um brautina á rafmagnshjólum og hindruðu aðra hlaupara,“ segir í yfirlýsingu NYRR. Choi kláraði hlaupið á 2:57:15 klukkustundum, eða um 50 mínútum á eftir Abdi Nageeye sem fór með sigur af hólmi í karlaflokki. Vakti reiði annarra hlaupara Ljóst er að hegðun Choi vakti pirring og reiði annarra hlaupara. AP vitnar í skrif eins þeirra á Reddit sem sagði: „Fyrir mig sem hlaupara þá var stórkostlegt að sjá hann. Það gaf mér enn meira hungur í að fara framhjá honum og sjá til þess að ég þyrfti ekki að sjá hann eða þessa heimsku myndatökumenn hans það sem eftir var hlaupsins.“ Choi, sem er með yfir 400.000 fylgjendur á Instagram, virðist hafa séð að sér því hann hefur nú beðist afsökunar í myndbandsfærslu. Choi viðurkennir þar að með því að láta taka upp hlaup sitt hafi hann stofnað öðrum keppendum í hættu og mögulega komið í veg fyrir að þeir næðu sínum besta tíma, eða kæmust til að ná sér í drykki á drykkjarstöðvum. Yfir 55.000 manns kláruðu hlaupið, þar sem farið var í gegnum stóru hverfin fimm í New York. View this post on Instagram A post shared by Matt Choi (@mattchoi_6) „Það er ekkert sem afsakar það sem ég gerði. Ég var eigingjarn á sunnudaginn, með því að fá bróður minn og myndatökumanninn minn til að fylgja mér eftir á rafmagnshjólum, og það hafði alvarlegar afleiðingar. Á meðan að New York maraþonið á að snúast um alla aðra og samfélagið þá lét ég það snúast um sjálfan mig. Ég vil biðja alla sem þetta bitnaði á afsökunar. Svo það sé á hreinu þá átti ég 100% sök á þessu,“ segir Choi sem kveðst ekki ætla að áfrýja banni NYRR.
Hlaup Mest lesið Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Enski boltinn Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Fótbolti Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Körfubolti Vitor vann úrvalsdeildina í pílukasti Sport Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Handbolti Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Enski boltinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Íslenski boltinn Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Enski boltinn Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Síðasti formúlukappaksturinn og þriðji þáttur Kanans Vitor vann úrvalsdeildina í pílukasti Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Júlíus tryggði Fredrikstad bikarmeistaratitilinn McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Staða Bayern á toppnum styrktist Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Skoraði mínútu eftir að hún kom inn á Guðmundur skákaði Arnóri Diljá með þrennu í bikarsigri Kolbeinn mætir Bubu í kvöld: „Stefni á að klára bardagann snemma“ Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Amanda skoraði og Glódís fór á toppinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Í beinni: Real Betis - Barcelona | Barca ætlar ekki að gefa toppsætið eftir Jón Dagur tekinn af velli í hálfleik Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Undrabarnið bætti 56 ára gamalt met Sjá meira