NFL stjarnan syrgir dóttur sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2024 06:32 Charvarius Ward og dóttir hans Amani Joy sem lést aðeins eins árs gömul. Getty/Michael Zagaris & @itslilmooney Charvarius Ward er stjörnuvarnarmaður hjá San Francisco 49ers í NFL deildinni en hann sagði frá mikilli sorg fjölskyldunnar í vikunni. Dóttir hans Amani Joy er látin. Hún var aðeins eins árs gömul. „Við söknum þín og elskum þig að eilífu,“ skrifaði Charvarius Ward í tilfinningaþrungni færslu á samfélagsmiðlum sínum. Hann eignaðist Amani Joy með kærustu sinni Monique Cook í nóvember 2022. Amani fæddist með Downs heilkenni og hafði glímt við hjartavandamál síðan hún fæddist. Hún fór meðal annars í hjartaaðgerð vorið 2023. „Við erum öll niðurbrotin. Hún var mesta blessunin sem við gátum fengið og glaðlegur persónuleiki hennar fékk okkur til brosa eyrnanna á milli. Hún kenndi okkur þolinmæði og að sjá það jákvæða í lífinu. Hún sýndi okkur styrk og hugrekki,“ skrifaði Charvarius Ward. „Hún komst í gegnum mikið mótlæti frá unga aldri og var alltaf glöð og lýsti upp hvert herbergi með brosi sínu. Það voru forréttindi að fá að vera foreldrar hennar og það að sjá heiminn með hennar augum hefur breytt okkur til hins betra. Hún verður alltaf besta vinkona pabba síns og litla stelpa móður sinnar,“ skrifaði Ward. Charvarius Ward varð NFL-meistari með Kansas City Chiefs árið 2020 en hefur spilað með San Francisco 49ers frá 2022. 49ers fóru í Super Bowl fyrr á þessu ári en töpuðu þá fyrir Chiefs. View this post on Instagram A post shared by Charvarius Ward (@itslilmooney) NFL Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Dóttir hans Amani Joy er látin. Hún var aðeins eins árs gömul. „Við söknum þín og elskum þig að eilífu,“ skrifaði Charvarius Ward í tilfinningaþrungni færslu á samfélagsmiðlum sínum. Hann eignaðist Amani Joy með kærustu sinni Monique Cook í nóvember 2022. Amani fæddist með Downs heilkenni og hafði glímt við hjartavandamál síðan hún fæddist. Hún fór meðal annars í hjartaaðgerð vorið 2023. „Við erum öll niðurbrotin. Hún var mesta blessunin sem við gátum fengið og glaðlegur persónuleiki hennar fékk okkur til brosa eyrnanna á milli. Hún kenndi okkur þolinmæði og að sjá það jákvæða í lífinu. Hún sýndi okkur styrk og hugrekki,“ skrifaði Charvarius Ward. „Hún komst í gegnum mikið mótlæti frá unga aldri og var alltaf glöð og lýsti upp hvert herbergi með brosi sínu. Það voru forréttindi að fá að vera foreldrar hennar og það að sjá heiminn með hennar augum hefur breytt okkur til hins betra. Hún verður alltaf besta vinkona pabba síns og litla stelpa móður sinnar,“ skrifaði Ward. Charvarius Ward varð NFL-meistari með Kansas City Chiefs árið 2020 en hefur spilað með San Francisco 49ers frá 2022. 49ers fóru í Super Bowl fyrr á þessu ári en töpuðu þá fyrir Chiefs. View this post on Instagram A post shared by Charvarius Ward (@itslilmooney)
NFL Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira