Rotaðist á marklínunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2024 11:01 Marókkómaðurinn Youssef Benhadi hljóp slysalaust í meira en klukkutíma en rann svo á hausinn í markinu. @RUN_IX Árlegt hlaup á milli frönsku borganna Marseilles og Cassis endaði afar slysalega. Fyrstu menn í hlaupinu í ár fengu nefnilega báðir skell á marklínunni og annar þeirra mun verri skell en hinn. Hlaupið er tuttugu kílómetra hlaup á milli borganna á suðurströnd Frakklands en það hefur verið haldið frá árinu 1979. Sjö hundruð manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu en nú taka þátt tólf þúsund hlauparar. Rúandamaðurinn Félicien Muhitira vann hlaupið í ár en hann rann á rassinn þegar hann kom í markið. Það var eitthvað sleipt í markinu en Muhitira slapp þó mun betur en Marókkómaðurinn Youssef Benhadi sem kom annar í mark. Benhadi flaug nefnilega bókstaflega á hausinn í markinu og tókst rota sjálfan sig á marklínunni þegar hann skall illa aftur á hnakkann. Benhadi komst fljótt til meðvitundar en slapp örugglega ekki við heilahristing. Muhitira kláraði hlaupið á einni klukkustund, einni mínútu og 38 sekúndum. Hann var talsvert á undan Benhadi sem kláraði á einni klukkustund, þremur mínútum og sextán sekúndum. Benhadi varð því ekki vitni af því þegar Muhitira flaug á hausinn og hafði því ekki hugmynd um „hálkuna“ í markinu. Hér fyrir neðan má sjá þennan slysalega endi á hlaupinu. 😳 La dramatique arrivée du Marocain Youssef Benhadi (🇲🇦) qui prend une brillante deuxième place sur la course de Marseille-Cassis malgré une chute impressionnante ! 👀 Il s’est relevé quelques secondes plus tard — et tout va bien pour lui. pic.twitter.com/kAd7KGMF83— RUN’IX (@RUN_IX) October 27, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Sjá meira
Fyrstu menn í hlaupinu í ár fengu nefnilega báðir skell á marklínunni og annar þeirra mun verri skell en hinn. Hlaupið er tuttugu kílómetra hlaup á milli borganna á suðurströnd Frakklands en það hefur verið haldið frá árinu 1979. Sjö hundruð manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu en nú taka þátt tólf þúsund hlauparar. Rúandamaðurinn Félicien Muhitira vann hlaupið í ár en hann rann á rassinn þegar hann kom í markið. Það var eitthvað sleipt í markinu en Muhitira slapp þó mun betur en Marókkómaðurinn Youssef Benhadi sem kom annar í mark. Benhadi flaug nefnilega bókstaflega á hausinn í markinu og tókst rota sjálfan sig á marklínunni þegar hann skall illa aftur á hnakkann. Benhadi komst fljótt til meðvitundar en slapp örugglega ekki við heilahristing. Muhitira kláraði hlaupið á einni klukkustund, einni mínútu og 38 sekúndum. Hann var talsvert á undan Benhadi sem kláraði á einni klukkustund, þremur mínútum og sextán sekúndum. Benhadi varð því ekki vitni af því þegar Muhitira flaug á hausinn og hafði því ekki hugmynd um „hálkuna“ í markinu. Hér fyrir neðan má sjá þennan slysalega endi á hlaupinu. 😳 La dramatique arrivée du Marocain Youssef Benhadi (🇲🇦) qui prend une brillante deuxième place sur la course de Marseille-Cassis malgré une chute impressionnante ! 👀 Il s’est relevé quelques secondes plus tard — et tout va bien pour lui. pic.twitter.com/kAd7KGMF83— RUN’IX (@RUN_IX) October 27, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Sjá meira