Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Lovísa Arnardóttir skrifar 28. október 2024 09:34 Anna Björg segir marga koma heim veika eftir vetursetu í Evrópu. Aldraðir komi margir heim veikir af áfengisneyslu og vannærðir. Vísir/Einar Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir á Landspítalanum, segir áfengissýki ört stækkandi vandamál hjá öldruðum. Það hafi víðtæk áhrif á fólk og aðstandendur. Sumir hafi glímt við þetta alla ævi en aðrir leiðist út í aukna neyslu áfengis á eldri árum. Anna Björg fór yfir þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Anna Björg segir ekki til tölur um þetta á Íslandi en rannsóknir sem hafi verið framkvæmdar erlendis bendi til þess að það geti verið allt að tíu til fimmtán prósent eldri borgara sem eru í það sem myndi kallast skaðleg neysla á áfengi. Hún segir ekkert benda til þess að það sé minna hér en það séu ekki til gögn um það. Anna Björg segir einhvern hluta þessa fólks hafa glímt við áfengisvanda alla sína ævi. „Sá sjúkdómur fylgir þér alla ævi, hann hættir ekkert, en því miður eru sumir sem leiðast út í of mikla neyslu þegar þeir eldast,“ segir Anna Björg. Afleiðingarnar geti verið fjölbreyttar og hafi áhrif á fjölbreyttan hóp sjúkdóma. Hún nefnir sem dæmi kvíða, depurð, hjartasjúkdóma auk þess sem aukin áhætta er á krabbameini ef fólk neytir of mikils áfengis. Hún bendir á að aldraðir eru margir með langvinna sjúkdóma og eru að taka fleiri lyf og að áfengi sé ekki góð viðbót við það. „Það getur haft áhrif á lyfin og virkni lyfjanna.“ Vandræðalegt og erfitt málefni Anna Björg segir marga eiga erfitt með að ræða þetta. Það sé enn tabú í kringum þetta og fólki þyki það vandræðalegt. Því séu fæstir sem segi frá í óspurðum fréttum, heilbrigðisstarfsfólk þurfi að spyrja. Anna Björg segir neysluna eiga sér stað alls staðar þar sem fólk getur náð í áfengi. En margir séu heima að drekka og það hafi aukist í heimsfaraldri Covid. Fólk var eitt heima, kvíðið og í vanlíðan og eigi þá tilhneigingu til að „halla sér að flöskunni“. Hún segir meirihlutann af áfengisneyslunni hjá fólki þannig að þau séu ein heima. Hún segir að til að takast á við þetta þurfi að tala um þetta til að byrja með. Það séu ekki bara sjúkdómarnir sem hún nefndi áður sem geti verið vandamál heldur geti fólk einnig verið að detta vegna skorts á jafnvægi og það geti verið hættulegt ef fólk brotnar. „Þetta hefur lífsgæðaskerðandi áhrif á fólk,“ segir Anna Björg. Fyrsta skrefið sé að tala um þetta og vera meðvitað. Það sé hægt að fá hjálp hjá heilbrigðisstofnunum til að koma fólki af stað. Það sé kannski ekki skemmtilegt að tala um þetta við foreldra sína eða ættingja en það sé nauðsynlegt. Hún líkir því við umræðu sem einnig er erfið en alltaf kemur upp, um að skipta um húsnæði. „Það er ekkert gaman að byrja að tala um þetta. En þetta er bara svo mikilvægt því þetta skiptir máli fyrir lífsgæði hins aldra þegar fram í sækir.“ Vetursetan hafi mikil áhrif Anna Björg segir spítalann finna til dæmis fyrir þessu á vorin þegar fólk er að koma heim frá Evrópu eftir vetursetu og hafi drukkið mikið á meðal dvölinni stóð. Hún segir að oft séu það aðstandendur sem komi með þau og oft séu þau einnig vannærð við komuna. „Þau hafa ekki borðað almennilega og ekki hugsað almennilega um sig. Það er langtímamál að snúa þessu við,“ segir Anna Björg og að það geti tekið mánuði eða ár að snúa þessu við. Sumir eigi eftir þetta ekki afturkvæmt í sjálfstæða búsetu. Anna Björg segir þennan hóp fara stækkandi en að sama skapi sé hópurinn að stækka. Hlutfallið sé þannig ekki endilega að breytast en þeim fjölgi sem leiti til þeirra í öldrunarþjónustuna með þennan vanda. Þá segir Anna Björg þetta vandamál inni á hjúkrunarheimilum og sömuleiðis sé það áskorun að sinna fólki með áfengisvanda í heimaþjónustu því þau vilji ekki endilega þiggja hjálp. „Þetta er vandamál sem skiptir máli í heilbrigðisþjónustu. Fíkn Eldri borgarar Heilbrigðismál Geðheilbrigði Landspítalinn Heilsugæsla Áfengi og tóbak Bítið Tengdar fréttir „Aldraðir eru bara ég og þú eftir tuttugu eða þrjátíu ár“ Yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum segir flöskuhálsinn víða þegar kemur að heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða. Það skorti á heildarsýn og að gert sé ráð fyrir mikilli fjölgun aldraðra og veikinda þeirra. Sama hvort þau eru líkamleg eða andleg. 11. september 2023 06:35 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira
Anna Björg segir ekki til tölur um þetta á Íslandi en rannsóknir sem hafi verið framkvæmdar erlendis bendi til þess að það geti verið allt að tíu til fimmtán prósent eldri borgara sem eru í það sem myndi kallast skaðleg neysla á áfengi. Hún segir ekkert benda til þess að það sé minna hér en það séu ekki til gögn um það. Anna Björg segir einhvern hluta þessa fólks hafa glímt við áfengisvanda alla sína ævi. „Sá sjúkdómur fylgir þér alla ævi, hann hættir ekkert, en því miður eru sumir sem leiðast út í of mikla neyslu þegar þeir eldast,“ segir Anna Björg. Afleiðingarnar geti verið fjölbreyttar og hafi áhrif á fjölbreyttan hóp sjúkdóma. Hún nefnir sem dæmi kvíða, depurð, hjartasjúkdóma auk þess sem aukin áhætta er á krabbameini ef fólk neytir of mikils áfengis. Hún bendir á að aldraðir eru margir með langvinna sjúkdóma og eru að taka fleiri lyf og að áfengi sé ekki góð viðbót við það. „Það getur haft áhrif á lyfin og virkni lyfjanna.“ Vandræðalegt og erfitt málefni Anna Björg segir marga eiga erfitt með að ræða þetta. Það sé enn tabú í kringum þetta og fólki þyki það vandræðalegt. Því séu fæstir sem segi frá í óspurðum fréttum, heilbrigðisstarfsfólk þurfi að spyrja. Anna Björg segir neysluna eiga sér stað alls staðar þar sem fólk getur náð í áfengi. En margir séu heima að drekka og það hafi aukist í heimsfaraldri Covid. Fólk var eitt heima, kvíðið og í vanlíðan og eigi þá tilhneigingu til að „halla sér að flöskunni“. Hún segir meirihlutann af áfengisneyslunni hjá fólki þannig að þau séu ein heima. Hún segir að til að takast á við þetta þurfi að tala um þetta til að byrja með. Það séu ekki bara sjúkdómarnir sem hún nefndi áður sem geti verið vandamál heldur geti fólk einnig verið að detta vegna skorts á jafnvægi og það geti verið hættulegt ef fólk brotnar. „Þetta hefur lífsgæðaskerðandi áhrif á fólk,“ segir Anna Björg. Fyrsta skrefið sé að tala um þetta og vera meðvitað. Það sé hægt að fá hjálp hjá heilbrigðisstofnunum til að koma fólki af stað. Það sé kannski ekki skemmtilegt að tala um þetta við foreldra sína eða ættingja en það sé nauðsynlegt. Hún líkir því við umræðu sem einnig er erfið en alltaf kemur upp, um að skipta um húsnæði. „Það er ekkert gaman að byrja að tala um þetta. En þetta er bara svo mikilvægt því þetta skiptir máli fyrir lífsgæði hins aldra þegar fram í sækir.“ Vetursetan hafi mikil áhrif Anna Björg segir spítalann finna til dæmis fyrir þessu á vorin þegar fólk er að koma heim frá Evrópu eftir vetursetu og hafi drukkið mikið á meðal dvölinni stóð. Hún segir að oft séu það aðstandendur sem komi með þau og oft séu þau einnig vannærð við komuna. „Þau hafa ekki borðað almennilega og ekki hugsað almennilega um sig. Það er langtímamál að snúa þessu við,“ segir Anna Björg og að það geti tekið mánuði eða ár að snúa þessu við. Sumir eigi eftir þetta ekki afturkvæmt í sjálfstæða búsetu. Anna Björg segir þennan hóp fara stækkandi en að sama skapi sé hópurinn að stækka. Hlutfallið sé þannig ekki endilega að breytast en þeim fjölgi sem leiti til þeirra í öldrunarþjónustuna með þennan vanda. Þá segir Anna Björg þetta vandamál inni á hjúkrunarheimilum og sömuleiðis sé það áskorun að sinna fólki með áfengisvanda í heimaþjónustu því þau vilji ekki endilega þiggja hjálp. „Þetta er vandamál sem skiptir máli í heilbrigðisþjónustu.
Fíkn Eldri borgarar Heilbrigðismál Geðheilbrigði Landspítalinn Heilsugæsla Áfengi og tóbak Bítið Tengdar fréttir „Aldraðir eru bara ég og þú eftir tuttugu eða þrjátíu ár“ Yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum segir flöskuhálsinn víða þegar kemur að heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða. Það skorti á heildarsýn og að gert sé ráð fyrir mikilli fjölgun aldraðra og veikinda þeirra. Sama hvort þau eru líkamleg eða andleg. 11. september 2023 06:35 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira
„Aldraðir eru bara ég og þú eftir tuttugu eða þrjátíu ár“ Yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum segir flöskuhálsinn víða þegar kemur að heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða. Það skorti á heildarsýn og að gert sé ráð fyrir mikilli fjölgun aldraðra og veikinda þeirra. Sama hvort þau eru líkamleg eða andleg. 11. september 2023 06:35