Jamil um fjarveru Finns: „Við styðjum Finn og vonandi kemur hann aftur sem fyrst“ Andri Már Eggertsson skrifar 17. október 2024 22:22 Jamil Abiad stýrði Val í fjarveru Finns Freys Stefánssonar Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann ótrúlegan endurkomusigur gegn Álftanesi 100-103. Heimamenn voru sex stigum yfir þegar átján sekúndur voru eftir en köstuðu sigrinum frá sér. Jamil Abiad, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigurinn. „Það var frábært að vinna þennan leik sérstaklega í framlengingu geng vel þjálfuðu liði. Strákarnir hafa lagt hart að sér og miðað við hvernig tímabilið hefur farið af stað var þetta stór sigur fyrir okkur,“ sagði Jamil ánægður eftir sigur kvöldsins. Eftir þriðja leikhluta voru heimamenn ellefu stigum yfir 67-56 en að mati Jamil breyttust hlutirnir þegar vörn Vals datt í gang. „Þetta gerðist allt eftir að vörnin datt í gang. Við höfum lagt mikið upp úr varnarleik síðustu ár og við höfum haldið liðum niðri á varnarleik og það er það sem hefur unnið titla fyrir okkur. Við fórum aftur í ræturnar og náðum að stöðva þá og það var það sem kom okkur inn í leikinn aftur.“ Taiwo Badmus, leikmaður Vals, var stigahæstur með 35 stig. Eftir því sem leið á leikinn fór hann að taka meira til sín og Jamil var ánægður með hann. „Við reynum að koma okkar leikmönnum í þær stöður sem þeim líður vel í. Taiwo er einn besti leikmaður deildarinnar á opnum velli og hann gerði vel.“ Finnur Freyr Stefánsson hefur ekki verið á hliðarlínunni í síðustu tveimur leikjum þar sem hann er í veikindaleyfi og Jamil vildi lítið tjá sig hvenær Finnur myndi snúa aftur. „Þetta er ekki eitthvað sem ég vil ræða í augnablikinu. Hann er að glíma við annað núna og við styðjum hann í því og vonandi kemur hann aftur sem fyrst.“ Í fjarveru Finns er Jamil aðalþjálfari meistaraflokks karla og kvenna hjá Val. Aðspurður hvort það væri erfitt sagðist Jamil vera þakklátur fyrir tækifærið. „Ég er að nýta tækifærið. Það er klárlega mikil vinna en ég er með fólk í kringum mig sem hjálpar til sem er það eina sem ég bið um.“ Að lokum var Jamil spurður út í leikmannamál og hver væri að taka ákvarðanir í fjarveru Finns varðandi hvort það ætti að senda Sherif Ali Kenny, Bandaríkjamann Vals, heim eða bæta við leikmönnum. „Við höldum öllum leikmönnum sem eru hjá okkur og við treystum þeim. Við munum gera breytingar ef þörf er á þegar að rétti tíminn gefst,“ sagði Jamil Abiad að lokum. Valur Bónus-deild karla Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Sjá meira
„Það var frábært að vinna þennan leik sérstaklega í framlengingu geng vel þjálfuðu liði. Strákarnir hafa lagt hart að sér og miðað við hvernig tímabilið hefur farið af stað var þetta stór sigur fyrir okkur,“ sagði Jamil ánægður eftir sigur kvöldsins. Eftir þriðja leikhluta voru heimamenn ellefu stigum yfir 67-56 en að mati Jamil breyttust hlutirnir þegar vörn Vals datt í gang. „Þetta gerðist allt eftir að vörnin datt í gang. Við höfum lagt mikið upp úr varnarleik síðustu ár og við höfum haldið liðum niðri á varnarleik og það er það sem hefur unnið titla fyrir okkur. Við fórum aftur í ræturnar og náðum að stöðva þá og það var það sem kom okkur inn í leikinn aftur.“ Taiwo Badmus, leikmaður Vals, var stigahæstur með 35 stig. Eftir því sem leið á leikinn fór hann að taka meira til sín og Jamil var ánægður með hann. „Við reynum að koma okkar leikmönnum í þær stöður sem þeim líður vel í. Taiwo er einn besti leikmaður deildarinnar á opnum velli og hann gerði vel.“ Finnur Freyr Stefánsson hefur ekki verið á hliðarlínunni í síðustu tveimur leikjum þar sem hann er í veikindaleyfi og Jamil vildi lítið tjá sig hvenær Finnur myndi snúa aftur. „Þetta er ekki eitthvað sem ég vil ræða í augnablikinu. Hann er að glíma við annað núna og við styðjum hann í því og vonandi kemur hann aftur sem fyrst.“ Í fjarveru Finns er Jamil aðalþjálfari meistaraflokks karla og kvenna hjá Val. Aðspurður hvort það væri erfitt sagðist Jamil vera þakklátur fyrir tækifærið. „Ég er að nýta tækifærið. Það er klárlega mikil vinna en ég er með fólk í kringum mig sem hjálpar til sem er það eina sem ég bið um.“ Að lokum var Jamil spurður út í leikmannamál og hver væri að taka ákvarðanir í fjarveru Finns varðandi hvort það ætti að senda Sherif Ali Kenny, Bandaríkjamann Vals, heim eða bæta við leikmönnum. „Við höldum öllum leikmönnum sem eru hjá okkur og við treystum þeim. Við munum gera breytingar ef þörf er á þegar að rétti tíminn gefst,“ sagði Jamil Abiad að lokum.
Valur Bónus-deild karla Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Sjá meira