Grunar að veikindi flugáhafna tengist efni sem finnst í smurolíu Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2024 13:16 Rannsóknin náði frá árinu 2011 til ársins í ár. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa mælir með því að flugrekendur vakti loftgæði í loftförum sínum. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem varðar mörg tilfelli veikinda hjá fólki í flugáhöfnum frá árinu 2011 til ársins í ár. Nefndin ákvað að hefja rannsókn vegna fjölda tilkynninga um veikindi í áhöfnum Boeing 757 og 767-flugvéla hjá íslenskum flugrekanda. Fram kemur að fólk hafi ýmist fundið fyrir einkennum í flugi en sumir hafi átt við langvinn veikindi að stríða í kjölfarið. Frá 2011 til 2020 komu 216 sambærileg tilfelli sem þessi upp. Átta tilfelli voru tekin sérstaklega til skoðunar. Í skýrslunni segir að það hafi komið í ljós að í sumum þessara átta tilfella hafi atvikin verið af völdum skerts loftflæðis og hitastjórnunar í loftræstikerfi vegna þess að loftrör höfðu aftengst eða verið brotin. Í öðrum tilfellum var talið að loftgæði hafi vantað sem mætti mögulega rekja til mengandi efna. Þar af voru tvö tilfelli þar sem rannsóknarnefndin fékk upplýsingar um veikindin þegar vélin var enn á flugi. Þá var hægt að framkvæma vettvangsrannsókn strax eftir lendingu, en það var ekki hægt í öðrum tilfellum. Fundu efni úr smurolíu um borð Í sýnum sem voru tekin á yfirborðsflötum um borð í vélunum fundust svokölluð tríkresýl fosfat, eða TCP efnasambönd. Nefndin segist ekki geta sagt til um hvort efnin hafi safnast fyrir á meðan á fluginu stóð eða fyrr, eða hvort um langvarandi söfnun efna væri að ræða. Hæsta hlutfallið af TCP efnum fannst í sýnum nærri loftstokkum. Fram kemur að TCP sé um eitt til þrjú prósent þeirra efna sem er að finna í smurolíu sem er notuð á hreyfla Boeing 767-véla hjá umræddum flugrekanda. Hins vegar noti hún að öllu jöfnu ekki smurolíur sem inniheldur efnið á Boeing 757-vélar. Vélarnar tvær voru af sitt hvorri gerðinni, en rannsóknin leiddi í ljós að TCP-efni hefðu fundist á hreyfli 757 vélarinnar. Flugrekandinn heimili þó notkun annarra tegunda af smurolíu ef rétta smurolían er ekki til staðar. Fram kemur að flugrekandinn hafi gripið til margs konar aðgeðra í kjölfar þess að atvikin komu upp og að á síðustu árum hafi tilfellum fækkað umtalsvert. Efnið eitrað en ekki áhyggjuefni Þess má geta að fjallað var um TCP efni í umfangsmikilli skýrslu breskra stjórnvalda um heilsufarsleg áhrif flugferða. Þeir sem unnu þá skýrslu sögðust hafa fengið fjölda ábendinga um mögulega skaðsemi TCP efna á fólk í flugvélum, og þá sérstaklega áhafnir þeirra. Fram kom að efnið væri eitrað og gæti haft mjög slæm áhrif á fólk. Að því sögðu var það niðurstaða rannsakenda að ekki væri þörf á því að hafa miklar áhyggjur af áhrifum efnisins á fólk í flugvélum. Fréttir af flugi Samgönguslys Samgöngur Boeing Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Nefndin ákvað að hefja rannsókn vegna fjölda tilkynninga um veikindi í áhöfnum Boeing 757 og 767-flugvéla hjá íslenskum flugrekanda. Fram kemur að fólk hafi ýmist fundið fyrir einkennum í flugi en sumir hafi átt við langvinn veikindi að stríða í kjölfarið. Frá 2011 til 2020 komu 216 sambærileg tilfelli sem þessi upp. Átta tilfelli voru tekin sérstaklega til skoðunar. Í skýrslunni segir að það hafi komið í ljós að í sumum þessara átta tilfella hafi atvikin verið af völdum skerts loftflæðis og hitastjórnunar í loftræstikerfi vegna þess að loftrör höfðu aftengst eða verið brotin. Í öðrum tilfellum var talið að loftgæði hafi vantað sem mætti mögulega rekja til mengandi efna. Þar af voru tvö tilfelli þar sem rannsóknarnefndin fékk upplýsingar um veikindin þegar vélin var enn á flugi. Þá var hægt að framkvæma vettvangsrannsókn strax eftir lendingu, en það var ekki hægt í öðrum tilfellum. Fundu efni úr smurolíu um borð Í sýnum sem voru tekin á yfirborðsflötum um borð í vélunum fundust svokölluð tríkresýl fosfat, eða TCP efnasambönd. Nefndin segist ekki geta sagt til um hvort efnin hafi safnast fyrir á meðan á fluginu stóð eða fyrr, eða hvort um langvarandi söfnun efna væri að ræða. Hæsta hlutfallið af TCP efnum fannst í sýnum nærri loftstokkum. Fram kemur að TCP sé um eitt til þrjú prósent þeirra efna sem er að finna í smurolíu sem er notuð á hreyfla Boeing 767-véla hjá umræddum flugrekanda. Hins vegar noti hún að öllu jöfnu ekki smurolíur sem inniheldur efnið á Boeing 757-vélar. Vélarnar tvær voru af sitt hvorri gerðinni, en rannsóknin leiddi í ljós að TCP-efni hefðu fundist á hreyfli 757 vélarinnar. Flugrekandinn heimili þó notkun annarra tegunda af smurolíu ef rétta smurolían er ekki til staðar. Fram kemur að flugrekandinn hafi gripið til margs konar aðgeðra í kjölfar þess að atvikin komu upp og að á síðustu árum hafi tilfellum fækkað umtalsvert. Efnið eitrað en ekki áhyggjuefni Þess má geta að fjallað var um TCP efni í umfangsmikilli skýrslu breskra stjórnvalda um heilsufarsleg áhrif flugferða. Þeir sem unnu þá skýrslu sögðust hafa fengið fjölda ábendinga um mögulega skaðsemi TCP efna á fólk í flugvélum, og þá sérstaklega áhafnir þeirra. Fram kom að efnið væri eitrað og gæti haft mjög slæm áhrif á fólk. Að því sögðu var það niðurstaða rannsakenda að ekki væri þörf á því að hafa miklar áhyggjur af áhrifum efnisins á fólk í flugvélum.
Fréttir af flugi Samgönguslys Samgöngur Boeing Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira