Lést 26 ára gamall eftir baráttu við áfengi og þunglyndi Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 12:36 Kipyegon Bett með landa sínum Willy Kiplimo Tarbei eftir að þeir komu í mark í 800 metra hlaupi á HM U20 í júlí 2016. Getty/Adam Nurkiewicz Keníumaðurinn Kipyegon Bett er látinn, aðeins 26 ára að aldri, eftir skamma baráttu við veikindi. Bett var frjálsíþróttamaður og sérhæfði sig í 800 metra hlaupi. Hann vann til gullverðlauna í þeirri grein á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri í Póllandi árið 2016. Ári síðar vann hann svo til bronsverðlauna í sömu grein, á HM fullorðinna í London. Hann féll hins vegar á lyfjaprófi árið 2018 og var þá dæmdur í fjögurra ára bann, og náði sér aldrei almennilega á strik eftir að banninu lauk. Bett lést í heimaborg sinni Bomet í Kenía. Bað pabba um að biðja fyrir sér „Hann var búinn að vera veikur og hafði kvartað undan verk í maga í um það bil mánuð. Læknarnir sögðu að hann hefði glímt við lifrarvandamál og verið inn og út af sjúkrahúsi,“ sagði systir Bett, hindrunarhlaupakonan Purity Kirui, við BBC. „Í síðustu viku fórum við með hann á spítala eftir að hann fór að æla blóði, og hann var lagður inn. Ég fór að sjá hann [á sunnudagsmorgun] og hann sagðist finna fyrir sársauka. Hann bað pabba okkar, sem er prestur, um að biðja fyrir sér því honum leið eins og að hann myndi ekki lifa þetta af, og rétt eftir hádegi lést hann. Við reyndum allt til að bjarga honum en hann var farinn. Þetta var mjög sársaukafullt,“ sagði systirin. Barnaba Korir, formaður frjálsíþróttasambands Kenía, sagði Bett hafa verið einn hæfileikaríkasta 800 metra hlaupara heimsins en auk þess „kurteisan, hæglátan og afskaplega vingjarnlegan“ íþróttamann. Ofdrykkja og þunglyndi eftir dóminn Kirui segir Bett hafa þolað það afar illa að vera dæmdur í fjögurra ára bann en hann var aðeins tvítugur þegar hann varð uppvís að notkun rauðkornavaka (e. EPO). „Þegar Kipyegon var settur í bann byrjaði hann að drekka mikið, borðaði illa og glímdi við þunglyndi. Við reyndum að fá hann til að hætta að drekka en alltaf þegar við reyndum að koma honum í meðferð þá hvarf hann af heimili sínu dögum saman,“ sagði Kirui. Bett, sem var einn af sex systkinum, náði sér aldrei á strik aftur eftir að banni hans lauk. Sjötíu í bann á síðustu þremur árum Samkvæmt frétt BBC hefur Kenía lagt mikla áherslu á að berjast gegn ólöglegri notkun lyfja, eftir Ólympíuleikana í Ríó 2016, en sjötíu íþróttamenn landsins hafa á síðustu þremur árum fengið bann vegna lyfjanotkunar. „Notkun ólöglegra lyfja endar alltaf með ósköpum, sérstaklega fyrir ungan og óreyndan mann,“ sagði Korir, fyrrnefndur formaður frjálsíþróttasambands Kenía. „Við vildum óska þess að þeir sem að kynna ungar sálir fyrir svona illvirkjum myndu skilja hvaða áhrif þau hafa og þann sálræna skaða sem þau valda, jafnvel þó að menn verði ekki gripnir,“ sagði Korir. Frjálsar íþróttir Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll | Stórleikur liðanna sem slógust um titilinn Þór Þ. - Keflavík | Gestirnir komnir á beinu brautina? Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir Sjá meira
Bett var frjálsíþróttamaður og sérhæfði sig í 800 metra hlaupi. Hann vann til gullverðlauna í þeirri grein á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri í Póllandi árið 2016. Ári síðar vann hann svo til bronsverðlauna í sömu grein, á HM fullorðinna í London. Hann féll hins vegar á lyfjaprófi árið 2018 og var þá dæmdur í fjögurra ára bann, og náði sér aldrei almennilega á strik eftir að banninu lauk. Bett lést í heimaborg sinni Bomet í Kenía. Bað pabba um að biðja fyrir sér „Hann var búinn að vera veikur og hafði kvartað undan verk í maga í um það bil mánuð. Læknarnir sögðu að hann hefði glímt við lifrarvandamál og verið inn og út af sjúkrahúsi,“ sagði systir Bett, hindrunarhlaupakonan Purity Kirui, við BBC. „Í síðustu viku fórum við með hann á spítala eftir að hann fór að æla blóði, og hann var lagður inn. Ég fór að sjá hann [á sunnudagsmorgun] og hann sagðist finna fyrir sársauka. Hann bað pabba okkar, sem er prestur, um að biðja fyrir sér því honum leið eins og að hann myndi ekki lifa þetta af, og rétt eftir hádegi lést hann. Við reyndum allt til að bjarga honum en hann var farinn. Þetta var mjög sársaukafullt,“ sagði systirin. Barnaba Korir, formaður frjálsíþróttasambands Kenía, sagði Bett hafa verið einn hæfileikaríkasta 800 metra hlaupara heimsins en auk þess „kurteisan, hæglátan og afskaplega vingjarnlegan“ íþróttamann. Ofdrykkja og þunglyndi eftir dóminn Kirui segir Bett hafa þolað það afar illa að vera dæmdur í fjögurra ára bann en hann var aðeins tvítugur þegar hann varð uppvís að notkun rauðkornavaka (e. EPO). „Þegar Kipyegon var settur í bann byrjaði hann að drekka mikið, borðaði illa og glímdi við þunglyndi. Við reyndum að fá hann til að hætta að drekka en alltaf þegar við reyndum að koma honum í meðferð þá hvarf hann af heimili sínu dögum saman,“ sagði Kirui. Bett, sem var einn af sex systkinum, náði sér aldrei á strik aftur eftir að banni hans lauk. Sjötíu í bann á síðustu þremur árum Samkvæmt frétt BBC hefur Kenía lagt mikla áherslu á að berjast gegn ólöglegri notkun lyfja, eftir Ólympíuleikana í Ríó 2016, en sjötíu íþróttamenn landsins hafa á síðustu þremur árum fengið bann vegna lyfjanotkunar. „Notkun ólöglegra lyfja endar alltaf með ósköpum, sérstaklega fyrir ungan og óreyndan mann,“ sagði Korir, fyrrnefndur formaður frjálsíþróttasambands Kenía. „Við vildum óska þess að þeir sem að kynna ungar sálir fyrir svona illvirkjum myndu skilja hvaða áhrif þau hafa og þann sálræna skaða sem þau valda, jafnvel þó að menn verði ekki gripnir,“ sagði Korir.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll | Stórleikur liðanna sem slógust um titilinn Þór Þ. - Keflavík | Gestirnir komnir á beinu brautina? Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir Sjá meira