Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2024 09:02 Jared Isaacman fyrir utan Dragon-geimfar SpaceX. SpaceX Fjórir geimfarar, sem eru á allt að sjö hundruð kílómetra hárri sporbraut um jörðu, ætla í geimgöngu í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem óbreyttir borgarar fara í geimgöngu. Uppfært: Geimgöngunni er lokið og gekk allt að óskum. Þegar þetta er skrifað er verið að fylla geimfarið aftur af súrefni. Commander @rookisaacman has egressed Dragon and is going through the first of three suit mobility tests that will test overall hand body control, vertical movement with Skywalker, and foot restraint pic.twitter.com/XATJQhLuIZ— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Geimfarið er á um 25 þúsund kílómetra hraða. Þegar mest var fór geimfarið í um 1.400 kílómetra fjarlægð frá jörðu en það er hærra en nokkur maður hefur farið frá tímum Apollo-ferðanna til tunglsins. Gemini 11 fór í 1.373 kílómetra hæð árið 1966. Geimferðin kallast Polaris Dawn og var geimförunum skotið á loft um borð í Dragon-geimfari SpaceX á þriðjudaginn. Today’s spacewalk is the first extravehicular activity (EVA) using commercially developed hardware, procedures, and the new SpaceX EVA suit— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Jared Isaacman leiðir förina, en með honum eru þau Kidd Poteet, Sarah Gillis og Anna Menon en þær tvær síðastnefndu starfa fyrir SpaceX. Isaacman leiddi einnig Inspiration4 og fjármagnaði báðar geimferðirnar. Sjá einnig: Ætla í fyrstu borgaralegu geimgönguna Isaacman og Gillis munu fara úr geimfarinu í dag en Poteet og Menon verða áfram inni. Þau verða þó öll í geimbúningum, þar sem geimfarið verður opnað. Dragon býður ekki upp á aðstöðu til geimgöngu án þess að tæma allt geimfarið af súrefni og opna það. Tæknilega séð má færa rök fyrir því að Poteet og Menon fari einnig fara í geimgöngu, þó þau muni ekki yfirgefa geimfarið. Isaacman og Gillis munu verja tólf mínútum hvort fyrir utan geimfarið og þar eiga þau meðal annars að gera tilraunir með nýja geimbúninga SpaceX. Fylgjast má með útsendingu SpaceX frá geimgöngunni í spilaranum hér að neðan. Geimgangan sjálf á að hefjast fyrir klukkan tíu. Watch Dragon’s first spacewalk with the @PolarisProgram’s Polaris Dawn crew https://t.co/svdJRkGN7K— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Fréttin verður uppfærð. SpaceX Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Uppfært: Geimgöngunni er lokið og gekk allt að óskum. Þegar þetta er skrifað er verið að fylla geimfarið aftur af súrefni. Commander @rookisaacman has egressed Dragon and is going through the first of three suit mobility tests that will test overall hand body control, vertical movement with Skywalker, and foot restraint pic.twitter.com/XATJQhLuIZ— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Geimfarið er á um 25 þúsund kílómetra hraða. Þegar mest var fór geimfarið í um 1.400 kílómetra fjarlægð frá jörðu en það er hærra en nokkur maður hefur farið frá tímum Apollo-ferðanna til tunglsins. Gemini 11 fór í 1.373 kílómetra hæð árið 1966. Geimferðin kallast Polaris Dawn og var geimförunum skotið á loft um borð í Dragon-geimfari SpaceX á þriðjudaginn. Today’s spacewalk is the first extravehicular activity (EVA) using commercially developed hardware, procedures, and the new SpaceX EVA suit— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Jared Isaacman leiðir förina, en með honum eru þau Kidd Poteet, Sarah Gillis og Anna Menon en þær tvær síðastnefndu starfa fyrir SpaceX. Isaacman leiddi einnig Inspiration4 og fjármagnaði báðar geimferðirnar. Sjá einnig: Ætla í fyrstu borgaralegu geimgönguna Isaacman og Gillis munu fara úr geimfarinu í dag en Poteet og Menon verða áfram inni. Þau verða þó öll í geimbúningum, þar sem geimfarið verður opnað. Dragon býður ekki upp á aðstöðu til geimgöngu án þess að tæma allt geimfarið af súrefni og opna það. Tæknilega séð má færa rök fyrir því að Poteet og Menon fari einnig fara í geimgöngu, þó þau muni ekki yfirgefa geimfarið. Isaacman og Gillis munu verja tólf mínútum hvort fyrir utan geimfarið og þar eiga þau meðal annars að gera tilraunir með nýja geimbúninga SpaceX. Fylgjast má með útsendingu SpaceX frá geimgöngunni í spilaranum hér að neðan. Geimgangan sjálf á að hefjast fyrir klukkan tíu. Watch Dragon’s first spacewalk with the @PolarisProgram’s Polaris Dawn crew https://t.co/svdJRkGN7K— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Fréttin verður uppfærð.
SpaceX Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent