Draumur gullhjónanna rættist í París Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 12:01 Hamingjan er hér. Ezra Shaw/Getty Images Hunter Woodhall vann til gullverðlauna á Ólympíumóti fatlaðra sem fram fara í París aðeins mánuði eftir að eiginkona hans, Tara David-Woodhall, vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum sem fóru fram í sömu borg. Hinn 25 ára gamli Hunter sigraði í 400 metra hlaupi karla í T62 flokki. Kom hann í mark á undan heimsmethafanum Johannes Floors frá Þýskalandi og Oliver Hendriks frá Hollandi. Fagnaði Hunter með því að knúsa og kyssa eiginkonu sína en segja má að þau hafi skipt um hlutverk þar sem hann fagnaði með henni mánuði áður þegar hún vann til gullverðlauna í langstökki á Ólympíuleikunum. Last month, Hunter Woodhall cheered on wife Tara Davis-Woodhall as she won her first Olympic gold medal in the women’s long jump finalToday, she cheered him on as he won his first Paralympic gold medal in the men’s 400m T62 🙌❤️ pic.twitter.com/mDvaJAnk7U— Bleacher Report (@BleacherReport) September 6, 2024 „Ég er svo tilfinningaríkur núna að það er ótrúlegt. Ég hef beðið svo lengi, og verið svo áhyggjufullur að ég myndi aldrei ná þessu. Þetta er kennslustund í að setja sér háleit markmið og miða á stjörnurnar,“ sagði Hunter eftir að sigurinn var hans. Þetta var hans fyrsti titill eftir að hafa unnið til bronsverðlauna í sömu keppni í Tókýó. Eiginkonan hefur kennt Hunter margt „Tara hefur kennt mér svo mikið. Fyrir Ólympíuleikana skrifaði hún í dagbókina sína að hún yrði Ólympíumeistari, að hún væri sterk og fljót. Ég tók dagbókina mína með og hef verið að skrifa að ég yrði Ólympíumótsmeistari og það raungerðist.“ Tara Davis-Woodhall and Hunter Woodhall are FINALLY celebrating now that they both have GOLD MEDALS! 🇺🇸 #ParisParalympics pic.twitter.com/YpC96e16ha— NBC Olympics & Paralympics (@NBCOlympics) September 6, 2024 „Ég var svo stressuð. Það var draumur okkar beggja að vinna gull og nú höfum við náð því. Við munum bera þessi gull það sem eftir lifir,“ sagði Tara jafnframt um gull þeirra hjóna. Frjálsar íþróttir Ólympíumót fatlaðra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Hunter sigraði í 400 metra hlaupi karla í T62 flokki. Kom hann í mark á undan heimsmethafanum Johannes Floors frá Þýskalandi og Oliver Hendriks frá Hollandi. Fagnaði Hunter með því að knúsa og kyssa eiginkonu sína en segja má að þau hafi skipt um hlutverk þar sem hann fagnaði með henni mánuði áður þegar hún vann til gullverðlauna í langstökki á Ólympíuleikunum. Last month, Hunter Woodhall cheered on wife Tara Davis-Woodhall as she won her first Olympic gold medal in the women’s long jump finalToday, she cheered him on as he won his first Paralympic gold medal in the men’s 400m T62 🙌❤️ pic.twitter.com/mDvaJAnk7U— Bleacher Report (@BleacherReport) September 6, 2024 „Ég er svo tilfinningaríkur núna að það er ótrúlegt. Ég hef beðið svo lengi, og verið svo áhyggjufullur að ég myndi aldrei ná þessu. Þetta er kennslustund í að setja sér háleit markmið og miða á stjörnurnar,“ sagði Hunter eftir að sigurinn var hans. Þetta var hans fyrsti titill eftir að hafa unnið til bronsverðlauna í sömu keppni í Tókýó. Eiginkonan hefur kennt Hunter margt „Tara hefur kennt mér svo mikið. Fyrir Ólympíuleikana skrifaði hún í dagbókina sína að hún yrði Ólympíumeistari, að hún væri sterk og fljót. Ég tók dagbókina mína með og hef verið að skrifa að ég yrði Ólympíumótsmeistari og það raungerðist.“ Tara Davis-Woodhall and Hunter Woodhall are FINALLY celebrating now that they both have GOLD MEDALS! 🇺🇸 #ParisParalympics pic.twitter.com/YpC96e16ha— NBC Olympics & Paralympics (@NBCOlympics) September 6, 2024 „Ég var svo stressuð. Það var draumur okkar beggja að vinna gull og nú höfum við náð því. Við munum bera þessi gull það sem eftir lifir,“ sagði Tara jafnframt um gull þeirra hjóna.
Frjálsar íþróttir Ólympíumót fatlaðra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira