Nýi maðurinn allt í öllu þegar Ernirnir sóttu sigur í Brasilíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2024 12:01 Saquon Barkley var magnaður í nótt. Leandro Bernardes/Getty Images Eins og þekkt er orðið spilar NFL-deildin alltaf þónokkra leiki utan Bandaríkjanna ár hvert. Að þessu sinni fór leikur Philadelphia Eagles og Green Bay Packers í São Paulo í Brasilíu. Þar stal Saquon Rasul Quevis Barkley senunni með þremur snertimörkum fyrir Ernina frá Fíladelfíu. NFL tímabilið 2024-25 fór af stað aðfaranótt föstudags með hádramatískum sigri ríkjandi meistara í Kansas City Chiefs á Baltimore Ravens. Aðfaranótt laugardags var komið að Eagles og Packers í leik sem fram fór í hinni fótboltaóðu Brasilíu. Um var að ræða fyrsta NFL-leik sögunnar í Suður-Ameríku. Líkt og fyrsti leikur tímabilsins þá var leikur Eagles og Packers hádramatískur. Jordan Love, leikstjórnandi Packers, haltraði af velli þegar sex sekúndur voru eftir, og varamaðurinn Malik Willis náði ekki að senda „heilaga Maríu“ í átt að endasvæðinu í því sem var lokasóknin, lauk leiknum með 35-29 sigri Eagles. Alls hittu 17 af 34 sendingum Love samherja, þar á meðal tvær fyrir snertimarki á meðan ein var gripin af mótherja. Jalen Hurts made sure to find Jordan Love after the game.Respect 💚 #GBvsPHI pic.twitter.com/kTkekdoKnU— NFL (@NFL) September 7, 2024 Barkley gekk í raðir Eagles í sumar og skrifaði undir þriggja ára samning en hann hafði spilað fyrir New York Giants frá 2018. Öll snerti mörk hans komu eftir að hann greip boltann og hljóp inn í endamarkið. Hann er fyrsti leikmaður Eagles til að skora þrjú snertimörk í einum og sama leiknum síðan Terrell Owens gerði það árið 2004. Wake up, @saquon has something to tell y'all🤳 pic.twitter.com/u6RchNLn5P— Philadelphia Eagles (@Eagles) September 7, 2024 Jalen Hurts, leikstjórnandi Eagles, kastaði fyrir tveimur snertimörkum en tvívegis var komist inn í sendingar hans. Þá greip A.J. Brown fimm sendingar fyrir Eagles, þar á meðal eina fyrir snertimarki. JALEN HURTS TO AJ BROWN. 67-YARD TD TO START THE SECOND HALF.📺: #GBvsPHI on Peacock pic.twitter.com/Xq57EnstcK— NFL (@NFL) September 7, 2024 Jayden Reed skoraði hins vegar „lengsta“ snertimark leiksins en Packers voru 64 metra frá endasvæðinu þegar sóknin hófst. JAYDEN REED LEFT WIDE OPEN FOR THE 70-YARD TD.📺: #GBvsPHI on Peacock pic.twitter.com/cAvTn5HLLd— NFL (@NFL) September 7, 2024 Bæði lið áttu erfitt með að fóta sig á vellinum en aðeins fimm dögum áður hafði leikur í efstu deild karla í knattspyrnu farið fram á vellinum. Það kom þó ekki að sök ef þú spyrð Eagles sem byrja tímabilið á sigri. NFL-veisla Stöðvar 2 Sport heldur áfram á morgun, sunnudag, þar sem Miami Dolphins taka á móti Jacksonville Jaguars klukkan 16.55 á Stöð 2 Sport. Klukkan 17.00 er svo NFL Red Zone á dagskrá Stöðvar 2 Sport 3. Klukkan 20.20 er komið að leik Cleveland Browns og Dallas Cowboys á Stöð 2 Sport 2. NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira
NFL tímabilið 2024-25 fór af stað aðfaranótt föstudags með hádramatískum sigri ríkjandi meistara í Kansas City Chiefs á Baltimore Ravens. Aðfaranótt laugardags var komið að Eagles og Packers í leik sem fram fór í hinni fótboltaóðu Brasilíu. Um var að ræða fyrsta NFL-leik sögunnar í Suður-Ameríku. Líkt og fyrsti leikur tímabilsins þá var leikur Eagles og Packers hádramatískur. Jordan Love, leikstjórnandi Packers, haltraði af velli þegar sex sekúndur voru eftir, og varamaðurinn Malik Willis náði ekki að senda „heilaga Maríu“ í átt að endasvæðinu í því sem var lokasóknin, lauk leiknum með 35-29 sigri Eagles. Alls hittu 17 af 34 sendingum Love samherja, þar á meðal tvær fyrir snertimarki á meðan ein var gripin af mótherja. Jalen Hurts made sure to find Jordan Love after the game.Respect 💚 #GBvsPHI pic.twitter.com/kTkekdoKnU— NFL (@NFL) September 7, 2024 Barkley gekk í raðir Eagles í sumar og skrifaði undir þriggja ára samning en hann hafði spilað fyrir New York Giants frá 2018. Öll snerti mörk hans komu eftir að hann greip boltann og hljóp inn í endamarkið. Hann er fyrsti leikmaður Eagles til að skora þrjú snertimörk í einum og sama leiknum síðan Terrell Owens gerði það árið 2004. Wake up, @saquon has something to tell y'all🤳 pic.twitter.com/u6RchNLn5P— Philadelphia Eagles (@Eagles) September 7, 2024 Jalen Hurts, leikstjórnandi Eagles, kastaði fyrir tveimur snertimörkum en tvívegis var komist inn í sendingar hans. Þá greip A.J. Brown fimm sendingar fyrir Eagles, þar á meðal eina fyrir snertimarki. JALEN HURTS TO AJ BROWN. 67-YARD TD TO START THE SECOND HALF.📺: #GBvsPHI on Peacock pic.twitter.com/Xq57EnstcK— NFL (@NFL) September 7, 2024 Jayden Reed skoraði hins vegar „lengsta“ snertimark leiksins en Packers voru 64 metra frá endasvæðinu þegar sóknin hófst. JAYDEN REED LEFT WIDE OPEN FOR THE 70-YARD TD.📺: #GBvsPHI on Peacock pic.twitter.com/cAvTn5HLLd— NFL (@NFL) September 7, 2024 Bæði lið áttu erfitt með að fóta sig á vellinum en aðeins fimm dögum áður hafði leikur í efstu deild karla í knattspyrnu farið fram á vellinum. Það kom þó ekki að sök ef þú spyrð Eagles sem byrja tímabilið á sigri. NFL-veisla Stöðvar 2 Sport heldur áfram á morgun, sunnudag, þar sem Miami Dolphins taka á móti Jacksonville Jaguars klukkan 16.55 á Stöð 2 Sport. Klukkan 17.00 er svo NFL Red Zone á dagskrá Stöðvar 2 Sport 3. Klukkan 20.20 er komið að leik Cleveland Browns og Dallas Cowboys á Stöð 2 Sport 2.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira