„Bara spurning um hvar og hvenær ég bæti heimsmetið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2024 10:01 Hafþór Júlíus Björnsson á enn heimsmetið í réttstöðulyftu sem hann setti fyrir fjórum árum. @thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson er þess fullviss að hann muni bæta heimsmetið í réttstöðulyftu, heimsmet sem hann á sjálfur en telur að aðrir gæti verið nú svolítið sólgnir í. Hafþór Júlíus, eða Fjallið eins og hann er oftast kallaður, er byrjaður að keppa aftur í aflraunakeppnum eftir að hafa tekið sér gott hlé í nokkur ár. Hann varð annar í keppninni um sterkasta mann jarðar á dögunum þar sem hann sló tvö heimsmet. Hvorugt þeirra er hins vegar það heimsmet sem Hafþór er að pæla í þessa dagana. Það er heimsmetið sem hann setti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. Hafþór ræddi þetta heimsmet við fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Heimsmetið hans í réttstöðulyftu er 501 kíló og var sett árið 2020. 501 „501. Það eru margir að spyrja mig út í það hvenær ég ætli að reyna að bæta heimsmetið. Ég vildi ræða það aðeins við ykkur,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég vil segja ykkur það að ég vil bæta þetta heimsmet og ég mun bæta þetta heimsmet. Þetta er bara spurning um hvar og hvenær ég bæti heimsmetið,“ sagði Hafþór. „Eins og staðan er í dag þá er ekkert skipulagt um hvenær ég fæ tækifæri á því að bæta metið. Vonandi breytist það sem fyrst. Ég er að tala við skipuleggjendur og að plana það að bæta heimsmetin mín,“ sagði Hafþór. Graham Hicks vill ná metinu „Þið sem þekkið aflraunaheiminn vitið vel að því að það er keppni í september þar sem kappar eins og Graham Hicks og aðrir mjög öflugir menn í réttstöðulyftu fá tækifæri til að bæta heimsmetið mitt,“ sagði Hafþór. „Ég trúi því að Graham og mögulega einhver annar geti bætt þetta met. Graham hefur litið vel út æfingum og er að lyfta miklum þyngdum. Ég óska honum alls hins besta og vona að hann nái árangri,“ sagði Hafþór. Meiri hvatning „Það yrði aðeins meiri hvatning fyrir mig til að grafa dýpra en það myndi líka þýða að ég þyrfti að lyfja meiri þyngd hvort sem það er meira en 505 kíló eða meira en 510 kíló. Það fer allt eftir því hvað fer upp hjá honum,“ sagði Hafþór. Það má sjá hann ræða heimsmetið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) Aflraunir Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Handbolti Fleiri fréttir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Sjá meira
Hafþór Júlíus, eða Fjallið eins og hann er oftast kallaður, er byrjaður að keppa aftur í aflraunakeppnum eftir að hafa tekið sér gott hlé í nokkur ár. Hann varð annar í keppninni um sterkasta mann jarðar á dögunum þar sem hann sló tvö heimsmet. Hvorugt þeirra er hins vegar það heimsmet sem Hafþór er að pæla í þessa dagana. Það er heimsmetið sem hann setti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. Hafþór ræddi þetta heimsmet við fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Heimsmetið hans í réttstöðulyftu er 501 kíló og var sett árið 2020. 501 „501. Það eru margir að spyrja mig út í það hvenær ég ætli að reyna að bæta heimsmetið. Ég vildi ræða það aðeins við ykkur,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég vil segja ykkur það að ég vil bæta þetta heimsmet og ég mun bæta þetta heimsmet. Þetta er bara spurning um hvar og hvenær ég bæti heimsmetið,“ sagði Hafþór. „Eins og staðan er í dag þá er ekkert skipulagt um hvenær ég fæ tækifæri á því að bæta metið. Vonandi breytist það sem fyrst. Ég er að tala við skipuleggjendur og að plana það að bæta heimsmetin mín,“ sagði Hafþór. Graham Hicks vill ná metinu „Þið sem þekkið aflraunaheiminn vitið vel að því að það er keppni í september þar sem kappar eins og Graham Hicks og aðrir mjög öflugir menn í réttstöðulyftu fá tækifæri til að bæta heimsmetið mitt,“ sagði Hafþór. „Ég trúi því að Graham og mögulega einhver annar geti bætt þetta met. Graham hefur litið vel út æfingum og er að lyfta miklum þyngdum. Ég óska honum alls hins besta og vona að hann nái árangri,“ sagði Hafþór. Meiri hvatning „Það yrði aðeins meiri hvatning fyrir mig til að grafa dýpra en það myndi líka þýða að ég þyrfti að lyfja meiri þyngd hvort sem það er meira en 505 kíló eða meira en 510 kíló. Það fer allt eftir því hvað fer upp hjá honum,“ sagði Hafþór. Það má sjá hann ræða heimsmetið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson)
Aflraunir Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Handbolti Fleiri fréttir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Sjá meira