„Þegar þú ert í fallbaráttu verður ennþá mikilvægara að sýna kjark og hugrekki“ Andri Már Eggertsson skrifar 23. ágúst 2024 06:31 KR hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum síðan að Óskar Hrafn Þorvaldsson tók einn við stjórnartaumunum. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var afar svekktur eftir 3-2 tap gegn HK í Kórnum en með því dróst KR fyrir fulla alvöru niður í fallbaráttu Bestu deildarinnar. „Við spiluðum frábæran fótbolta fyrstu 25 mínúturnar svo náðu HK-ingar yfirhöndinni og augnablikið var með þeim síðan skoruðum við annað mark undir lok fyrri hálfleiks. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn sterkt og við fengum kjaftshögg og mér fannst við aldrei standa upp eftir það. Við urðum litlir í okkur og hættum,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Mér leið ágætlega í hálfleik en við vorum meðvitaðir um að HK myndi stíga upp á okkur. En svo er það þannig að þegar að þú ert í þessari stöðu að það er ekki búið að ganga vel þá þarf ekki mikið til að slá þig út af laginu og það var raunin í kvöld.“ Aðspurður út í hvort þetta væri saga sumarsins hjá KR að vera tveimur mörkum yfir og tapa leiknum var Óskar ekki viss. „Þetta hefur komið fyrir nokkrum sinnum og við þurfum að vinna í því að vera sterkari þegar það blæs á móti það er alveg ljóst. Auðvitað er liðið í þeirri stöðu að þegar þú ert í fallbaráttu verður ennþá mikilvægara að sýna kjark og hugrekki. Það er það sem telur að láta ekki berja sig niður og verða lítill. “ Þriðja mark KR-inga var dæmt af og Óskar var ekki viss hvort markið hefði átt að standa eða ekki. „Ég veit það ekki, ég sá það ekki. Einhverjir segja að það hafi ekki verið brot en ég hef ekki lagt það í vana minn að hnýta í dómarann og kvarta yfir þeim. Ég treysti á að Sigurður Hjörtur hafi dæmt þetta rétt og bekkurinn hjá HK virtist vera með það á hreinu að þetta hefði verið brot en ég sá það ekki nógu vel.“ KR hefur tapað gegn Vestra og HK í síðustu tveimur leikjum. Er þetta meira krefjandi verkefni en Óskar Hrafn átti von á? „Ég vissi að þetta yrði krefjandi verkefni og það eru öll verkefni krefjandi. Við þurfum að vera duglegri og við þurfum að bretta upp ermarnar og nálgast þetta að mikilli alvöru það er alveg ljóst,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deild karla KR HK Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira
„Við spiluðum frábæran fótbolta fyrstu 25 mínúturnar svo náðu HK-ingar yfirhöndinni og augnablikið var með þeim síðan skoruðum við annað mark undir lok fyrri hálfleiks. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn sterkt og við fengum kjaftshögg og mér fannst við aldrei standa upp eftir það. Við urðum litlir í okkur og hættum,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Mér leið ágætlega í hálfleik en við vorum meðvitaðir um að HK myndi stíga upp á okkur. En svo er það þannig að þegar að þú ert í þessari stöðu að það er ekki búið að ganga vel þá þarf ekki mikið til að slá þig út af laginu og það var raunin í kvöld.“ Aðspurður út í hvort þetta væri saga sumarsins hjá KR að vera tveimur mörkum yfir og tapa leiknum var Óskar ekki viss. „Þetta hefur komið fyrir nokkrum sinnum og við þurfum að vinna í því að vera sterkari þegar það blæs á móti það er alveg ljóst. Auðvitað er liðið í þeirri stöðu að þegar þú ert í fallbaráttu verður ennþá mikilvægara að sýna kjark og hugrekki. Það er það sem telur að láta ekki berja sig niður og verða lítill. “ Þriðja mark KR-inga var dæmt af og Óskar var ekki viss hvort markið hefði átt að standa eða ekki. „Ég veit það ekki, ég sá það ekki. Einhverjir segja að það hafi ekki verið brot en ég hef ekki lagt það í vana minn að hnýta í dómarann og kvarta yfir þeim. Ég treysti á að Sigurður Hjörtur hafi dæmt þetta rétt og bekkurinn hjá HK virtist vera með það á hreinu að þetta hefði verið brot en ég sá það ekki nógu vel.“ KR hefur tapað gegn Vestra og HK í síðustu tveimur leikjum. Er þetta meira krefjandi verkefni en Óskar Hrafn átti von á? „Ég vissi að þetta yrði krefjandi verkefni og það eru öll verkefni krefjandi. Við þurfum að vera duglegri og við þurfum að bretta upp ermarnar og nálgast þetta að mikilli alvöru það er alveg ljóst,“ sagði Óskar Hrafn að lokum.
Besta deild karla KR HK Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti