Ólafur Ragnar skákar Vigdísi og Guðna Bjarki Sigurðsson skrifar 20. ágúst 2024 16:27 Guðni Th. Jóhannesson og Vigdís Finnbogadóttir eru með lægri laun en Ólafur Ragnar Grímsson. Vísir/Vilhelm/Arnar Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er efstur á tekjulista forseta, alþingismanna og ráðherra með 4,3 milljónir króna á mánuði. Guðni Th. Jóhannesson, einnig fyrrverandi forseti, er með 3,4 milljónir á mánuði og Vigdís Finnbogadóttir með 3 milljónir á mánuði. Þetta kemur fram í nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Af ráðherrum er Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, efst með 2,9 milljónir. Þar á eftir kemur Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, með 2,7 milljónir. Aðrir ráðherrar eru: Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. 2,2 milljónir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. 2,2 milljónir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. 2,2 milljónir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. 2,1 milljón Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. 2,1 milljón Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. 2,1 milljón Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 2,1 milljón Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. 2,1 milljón Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. 2,1 milljón Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. 1,9 milljón (var ekki ráðherra fyrr en í júní 2023) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra. 1,5 milljónir (varð ekki ráðherra fyrr en árið 2024) Ásmund Einar Daðason var ekki að finna á listanum hjá Tekjublaðinu. Launahæstu almennu þingmennirnir eru Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, með 2,2 milljónir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Næst á eftir komu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, með 1,9 milljónir. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, eru launahæstu óbreyttu þingmennirnir.Vísir/Vilhelm Aðstoðarmenn ráðherra fá einnig ágætis fjárhæð í vasann. Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, var með 1,8 milljónir, Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, með 1,7 milljónir og Sigtryggur Magnason, aðstoðarmaður innviðaráðherra, með 1,6 milljónir. Öll skáka þau nokkrum þingmönnum hvað varðar launin, þar á meðal Ásthildi Lóu Þórsdóttur, Flokki fólksins, Oddnýju Harðardóttur, Samfylkingunni og Bryndísi Haraldsdóttur, öll með 1,6 milljónir, Bergþóri Ólasyni, Miðflokki, Vilhjálmi Árnasyni, Sjálfstæðisflokki, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Pírata, og Orra Páli Jóhannssyni, Vinstri grænum, öll með 1,5 milljónir. Sigtryggur Magnason, Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir og Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmenn ráðherra, eru öll með hærri laun en margir þingmenn.Vísir/Vilhelm Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Vigdís Finnbogadóttir Ólafur Ragnar Grímsson Tekjur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Þetta kemur fram í nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Af ráðherrum er Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, efst með 2,9 milljónir. Þar á eftir kemur Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, með 2,7 milljónir. Aðrir ráðherrar eru: Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. 2,2 milljónir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. 2,2 milljónir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. 2,2 milljónir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. 2,1 milljón Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. 2,1 milljón Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. 2,1 milljón Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 2,1 milljón Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. 2,1 milljón Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. 2,1 milljón Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. 1,9 milljón (var ekki ráðherra fyrr en í júní 2023) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra. 1,5 milljónir (varð ekki ráðherra fyrr en árið 2024) Ásmund Einar Daðason var ekki að finna á listanum hjá Tekjublaðinu. Launahæstu almennu þingmennirnir eru Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, með 2,2 milljónir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Næst á eftir komu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, með 1,9 milljónir. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, eru launahæstu óbreyttu þingmennirnir.Vísir/Vilhelm Aðstoðarmenn ráðherra fá einnig ágætis fjárhæð í vasann. Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, var með 1,8 milljónir, Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, með 1,7 milljónir og Sigtryggur Magnason, aðstoðarmaður innviðaráðherra, með 1,6 milljónir. Öll skáka þau nokkrum þingmönnum hvað varðar launin, þar á meðal Ásthildi Lóu Þórsdóttur, Flokki fólksins, Oddnýju Harðardóttur, Samfylkingunni og Bryndísi Haraldsdóttur, öll með 1,6 milljónir, Bergþóri Ólasyni, Miðflokki, Vilhjálmi Árnasyni, Sjálfstæðisflokki, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Pírata, og Orra Páli Jóhannssyni, Vinstri grænum, öll með 1,5 milljónir. Sigtryggur Magnason, Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir og Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmenn ráðherra, eru öll með hærri laun en margir þingmenn.Vísir/Vilhelm
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Vigdís Finnbogadóttir Ólafur Ragnar Grímsson Tekjur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira