Bronshetja Svía í bann fyrir mótmælin Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2024 07:01 Tara Babulfath reyndi hvað hún gat að eiga við dómarann í undanúrslitaglímunni við Natsumi Tsunoda á ÓL í París. Getty/Buda Mendes Hin 18 ára gamla Tara Babulfath frá Svíþjóð vann bronsverðlaun í júdó á Ólympíuleikunum en hefur nú verið dæmd í þriggja mánaða bann vegna hegðunar sinnar á leikunum. Bannið fær Babulfath vegna þess hvernig hún lét eftir tap í undanúrslitunum -48 kg flokksins. Hún var sannfærð um að það væri aðeins vegna dómgæslunnar sem hún komst ekki í úrslit. „Þau tóku frá mér gullið,“ sagði Babulfath meðal annars í viðtali eftir bardagann sem hún tapaði á því að hafa fengið sína þriðju viðvörun. Hún mótmælti dómgæslunni og það of kröftuglega að mati alþjóða júdósambandsins sem nú hefur sett Babulfath í bann frá 30. júlí til 31. október. „Þetta er erfitt. Júdó er það besta sem ég veit og það að ferðast í æfingabúðir og keppnir er það sem ég lifi fyrir,“ sagði Babulfath við SVT Sport. View this post on Instagram A post shared by Tara Babulfath (@tarababulfath) Alvarlegt að svona gerist á ÓL Alþjóða júdósambandið tók tillit til þess í dómi sínum að Babulfath hefði ekki sýnt neina árásargirni, en telur hins vegar alvarlegt að atvikið skyldi eiga sér stað á stærsta sviðinu, Ólympíuleikunum. Lykilatriði var hve lengi Babulfath var að fara af júdódýnunni. Babulfath fær að halda bronsverðlaununum og staða hennar á heimslista helst óbreytt, og hún má áfram æfa sína íþrótt heima fyrir. Hún má hins vegar ekki ferðast annað í æfingabúðir. Tara Babulfath ásamt öðrum verðlaunahöfum í -48 kg flokki júdós á ÓL. Tvær glímur eru um bronsverðlaun í júdó og því tveir bronsverðlaunahafar.Getty/Buda Mendes Í viðtali eftir að Babulfath vann bronsverðlaunin útskýrði hún óánægju sína með dómgæsluna: „Ég var ekki sammála ákvörðun dómarans og mótmælti. Ég vil ekki þurfa að fara af dýnunni án þess að líða eins og ég hafi lagt allt í sölurnar. Ég veit að ég gerði mitt allra besta og það er sorglegt að dómari ráði úrslitum í undanúrslitaglímu,“ sagði Babulfath. Fegin að vera ekki bannað að keppa um bronsið Til greina kom að Babulfath fengi ekki að keppa um bronsverðlaunin, vegna hegðunar sinnar. „Það voru umræður um það hvort ég fengi að fara í bronsbardagann. Það var mikill léttir að heyra að ég fengi það. Þá fannst mér einhvern veginn hafa allt að vinna,“ sagði Babulfath daginn eftir sigurinn í París. Hin japanska Natsumi Tsunoda, sem vann Babulfath í undanúrslitum, endaði sem Ólympíumeistari. „Ég hef nákvæmlega ekkert á móti japönsku stelpunni, það vil ég að sé skýrt. Hún er heimsmeistari. Hún er hæfileikarík,“ sagði Bablufath. Júdó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira
Bannið fær Babulfath vegna þess hvernig hún lét eftir tap í undanúrslitunum -48 kg flokksins. Hún var sannfærð um að það væri aðeins vegna dómgæslunnar sem hún komst ekki í úrslit. „Þau tóku frá mér gullið,“ sagði Babulfath meðal annars í viðtali eftir bardagann sem hún tapaði á því að hafa fengið sína þriðju viðvörun. Hún mótmælti dómgæslunni og það of kröftuglega að mati alþjóða júdósambandsins sem nú hefur sett Babulfath í bann frá 30. júlí til 31. október. „Þetta er erfitt. Júdó er það besta sem ég veit og það að ferðast í æfingabúðir og keppnir er það sem ég lifi fyrir,“ sagði Babulfath við SVT Sport. View this post on Instagram A post shared by Tara Babulfath (@tarababulfath) Alvarlegt að svona gerist á ÓL Alþjóða júdósambandið tók tillit til þess í dómi sínum að Babulfath hefði ekki sýnt neina árásargirni, en telur hins vegar alvarlegt að atvikið skyldi eiga sér stað á stærsta sviðinu, Ólympíuleikunum. Lykilatriði var hve lengi Babulfath var að fara af júdódýnunni. Babulfath fær að halda bronsverðlaununum og staða hennar á heimslista helst óbreytt, og hún má áfram æfa sína íþrótt heima fyrir. Hún má hins vegar ekki ferðast annað í æfingabúðir. Tara Babulfath ásamt öðrum verðlaunahöfum í -48 kg flokki júdós á ÓL. Tvær glímur eru um bronsverðlaun í júdó og því tveir bronsverðlaunahafar.Getty/Buda Mendes Í viðtali eftir að Babulfath vann bronsverðlaunin útskýrði hún óánægju sína með dómgæsluna: „Ég var ekki sammála ákvörðun dómarans og mótmælti. Ég vil ekki þurfa að fara af dýnunni án þess að líða eins og ég hafi lagt allt í sölurnar. Ég veit að ég gerði mitt allra besta og það er sorglegt að dómari ráði úrslitum í undanúrslitaglímu,“ sagði Babulfath. Fegin að vera ekki bannað að keppa um bronsið Til greina kom að Babulfath fengi ekki að keppa um bronsverðlaunin, vegna hegðunar sinnar. „Það voru umræður um það hvort ég fengi að fara í bronsbardagann. Það var mikill léttir að heyra að ég fengi það. Þá fannst mér einhvern veginn hafa allt að vinna,“ sagði Babulfath daginn eftir sigurinn í París. Hin japanska Natsumi Tsunoda, sem vann Babulfath í undanúrslitum, endaði sem Ólympíumeistari. „Ég hef nákvæmlega ekkert á móti japönsku stelpunni, það vil ég að sé skýrt. Hún er heimsmeistari. Hún er hæfileikarík,“ sagði Bablufath.
Júdó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira