Börn og sjálfstæðismenn velkomin í fylgd með forráðamönnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2024 11:50 Frá tónleikum á litla sviðinu í anddyrinu á Norðanpaunki 2019. Sviðsdýfur og mannhafssiglingar hafa löngum tengst harðkjarnapönkinu sterkum böndum. norðanpaunk Ættarmót pönkara, Norðanpaunk, heldur upp á tíu ára afmæli sitt um verslunarmannahelgina, að vanda í félagsheimilinu á Laugarbakka í Húnaþingi vestra. Mótið sem er haldið af „Félagi áhugafólks um íslenska jaðartónlist“ skapar rými fyrir undarlega og erfiða tónlist og aðdáendur hennar um verslunarmannahelgina. Alls kyns númer úr íslensku jaðar- og pönksenunni koma fram, Gróa, Börn, Retrön, Drýsildjöfull, Deathmetal Supersquad, Marghöfða dýrið, Barnaveiki og þar fram eftir götunum. Einnig koma fram nokkrar erlendar sveitir, TÆL frá Noregi, Laxity frá Póllandi, Mass frá Bretlandi og Firtan og Unru frá Þýskalandi. 45 sveitir á þremur dögum, deilt á milli tveggja sviða. Stíf dagskrá. View this post on Instagram A post shared by Norðanpaunk (@nordanpaunk) Í tilfellum tölvuleikjarokksveitarinnar Retrön og pönkbandsins Deathmetal Supersquad er um endurkomur að ræða, en sveitirnar voru upp á sitt virkasta fyrir um 15 árum síðan. Eins og á öðrum ættarmótum eru engir miðar seldir við hurð og ekkert áfengi selt, segir í tilkynningu frá Norðanpaunki. Börn og sjálfstæðismenn séu velkomin í fylgd með forráðamönnum og með heyrnarhlífar. Skráningu fyrir ættarmótið og allar aðrar upplýsingar megi finna á heimasíðu Norðanpaunks. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Mótið sem er haldið af „Félagi áhugafólks um íslenska jaðartónlist“ skapar rými fyrir undarlega og erfiða tónlist og aðdáendur hennar um verslunarmannahelgina. Alls kyns númer úr íslensku jaðar- og pönksenunni koma fram, Gróa, Börn, Retrön, Drýsildjöfull, Deathmetal Supersquad, Marghöfða dýrið, Barnaveiki og þar fram eftir götunum. Einnig koma fram nokkrar erlendar sveitir, TÆL frá Noregi, Laxity frá Póllandi, Mass frá Bretlandi og Firtan og Unru frá Þýskalandi. 45 sveitir á þremur dögum, deilt á milli tveggja sviða. Stíf dagskrá. View this post on Instagram A post shared by Norðanpaunk (@nordanpaunk) Í tilfellum tölvuleikjarokksveitarinnar Retrön og pönkbandsins Deathmetal Supersquad er um endurkomur að ræða, en sveitirnar voru upp á sitt virkasta fyrir um 15 árum síðan. Eins og á öðrum ættarmótum eru engir miðar seldir við hurð og ekkert áfengi selt, segir í tilkynningu frá Norðanpaunki. Börn og sjálfstæðismenn séu velkomin í fylgd með forráðamönnum og með heyrnarhlífar. Skráningu fyrir ættarmótið og allar aðrar upplýsingar megi finna á heimasíðu Norðanpaunks.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira