Þrítugasta Síldarævintýrið haldið um verslunarmannahelgina Síldarævintýrið 1. ágúst 2024 09:02 Það verður líf og fjör á Siglufirði um Verslunarmannahelgina. Sigló Það var árið 1991 sem hátíðin Síldarævintýrið var haldin í fyrsta sinn á Siglufirði en þar sem nokkur ár hafa dottið út, m.a. vegna Covid faraldursins, er þetta í þrítugasta sinn sem hún fer fram. Af því tilefni verður dagskráin viðameiri en síðustu ár. Fyrstu árin voru þessar hátíðir afar fjölmennar og mun Síldarævintýrið hafa haft sín áhrif á að upp spruttu bæjarhátíðir víða um land, hátíðir sem lögðu m.a. áherslu á sögu viðkomandi bæja. Síldarævintýrið er fjögurra daga fjölskylduhátíð með fjölbreyttum viðburðum fyrir alla aldurshópa. Markmið hátíðarinnar er að kynna það sem Siglufjörður hefur upp á að bjóða í menningu, mat og drykk að ógleymdu stórfenglegu umhverfi og sögunni sem er við hvert fótmál. Það er fyrst og fremst heimafólk sem sér um að skemmta gestum hátíðarinnar enda Siglufjörður ríkur af listafólki, söfnum og setrum. Hoppukastali verður á svæðinu ásamt fullt af öðrum leiktækjum.Sigló Hátíðin hefst fimmtudaginn 1. ágúst og þann dag ber hæst sameiginlega grillveislu bæjarbúa og gesta á skólabalanum á Siglufirði. Þar verða grillaðar pylsur ofaní gesti og gangandi. Í kjölfar grillveislunnar byrjar svo tónlistin að óma á skemmtistöðum bæjarins. Svo rekur hver viðburðurinn annan næstu dagana, tónlist hljómar áfram á skemmtistöðum og einnig á bryggjum, torgum og götum, listsýningar og viðburðir verða á söfnum, bjórleikar, fjöldasöngur, flugeldasýning, skoðunarferð um varðskipið Freyju og sigling ef veður leyfir, músikbingó, fornbílasýning, hjólaferðir, golfmót og strandblakmót er meðal þess sem verður í boði. Það verður nóg um að vera á Siglufirði um Verslunarmannahelgina.Sigló Öll barnadagskrá frí Líkt og síðustu ár er öll barnadagskrá á Síldarævintýrinu börnunum að kostnaðarlausu með aðstoð frábærra styrktaraðila og sveitarfélagsins Fjallabyggðar. Ýmislegt verður í boði fyrir börn og ungmenni t.d. hoppukastalar, nerf-byssur og andlitsmálun, froðufjör með Slökkviliði Fjallabyggðar, sundlaugardiskó, sigling með varðskipinu Freyju (ef veður leyfir), veiði í Hólsá fyrir börn yngri en 16 ára, þrautabraut á Segli 67 og grillveisla ogfjöldasöngur. Rúsínan í pylsuendanum er að hoppa í sjóinn með Hopplandi og er það einnig frítt fyrir 0 - 18 ára. Síldin á svo náttúrulega sinn sess á Síldarævintýri. Hið stórglæsilega Síldarminjasafn Íslands er opið alla daga hátíðarinnar, líkt og aðra daga sumarins. Þar verður söltunarsýning og dansinn stiginn á bryggjunni. Auk þess mun síldargengið taka rúnt um bæinn og gömlu góðu síldarslagararnir munu óma um götur Siglufjarðar enn á ný. Það er félagið Síldarævintýrið á Siglufirði sem stendur að hátíðinni í samstarfi við ýmsa rekstaraðila í síldarbænum. Fjallabyggð Menning Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Fleiri fréttir Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ 43 ára kvikmyndasaga kvödd Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Sjá meira
Fyrstu árin voru þessar hátíðir afar fjölmennar og mun Síldarævintýrið hafa haft sín áhrif á að upp spruttu bæjarhátíðir víða um land, hátíðir sem lögðu m.a. áherslu á sögu viðkomandi bæja. Síldarævintýrið er fjögurra daga fjölskylduhátíð með fjölbreyttum viðburðum fyrir alla aldurshópa. Markmið hátíðarinnar er að kynna það sem Siglufjörður hefur upp á að bjóða í menningu, mat og drykk að ógleymdu stórfenglegu umhverfi og sögunni sem er við hvert fótmál. Það er fyrst og fremst heimafólk sem sér um að skemmta gestum hátíðarinnar enda Siglufjörður ríkur af listafólki, söfnum og setrum. Hoppukastali verður á svæðinu ásamt fullt af öðrum leiktækjum.Sigló Hátíðin hefst fimmtudaginn 1. ágúst og þann dag ber hæst sameiginlega grillveislu bæjarbúa og gesta á skólabalanum á Siglufirði. Þar verða grillaðar pylsur ofaní gesti og gangandi. Í kjölfar grillveislunnar byrjar svo tónlistin að óma á skemmtistöðum bæjarins. Svo rekur hver viðburðurinn annan næstu dagana, tónlist hljómar áfram á skemmtistöðum og einnig á bryggjum, torgum og götum, listsýningar og viðburðir verða á söfnum, bjórleikar, fjöldasöngur, flugeldasýning, skoðunarferð um varðskipið Freyju og sigling ef veður leyfir, músikbingó, fornbílasýning, hjólaferðir, golfmót og strandblakmót er meðal þess sem verður í boði. Það verður nóg um að vera á Siglufirði um Verslunarmannahelgina.Sigló Öll barnadagskrá frí Líkt og síðustu ár er öll barnadagskrá á Síldarævintýrinu börnunum að kostnaðarlausu með aðstoð frábærra styrktaraðila og sveitarfélagsins Fjallabyggðar. Ýmislegt verður í boði fyrir börn og ungmenni t.d. hoppukastalar, nerf-byssur og andlitsmálun, froðufjör með Slökkviliði Fjallabyggðar, sundlaugardiskó, sigling með varðskipinu Freyju (ef veður leyfir), veiði í Hólsá fyrir börn yngri en 16 ára, þrautabraut á Segli 67 og grillveisla ogfjöldasöngur. Rúsínan í pylsuendanum er að hoppa í sjóinn með Hopplandi og er það einnig frítt fyrir 0 - 18 ára. Síldin á svo náttúrulega sinn sess á Síldarævintýri. Hið stórglæsilega Síldarminjasafn Íslands er opið alla daga hátíðarinnar, líkt og aðra daga sumarins. Þar verður söltunarsýning og dansinn stiginn á bryggjunni. Auk þess mun síldargengið taka rúnt um bæinn og gömlu góðu síldarslagararnir munu óma um götur Siglufjarðar enn á ný. Það er félagið Síldarævintýrið á Siglufirði sem stendur að hátíðinni í samstarfi við ýmsa rekstaraðila í síldarbænum.
Fjallabyggð Menning Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Fleiri fréttir Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ 43 ára kvikmyndasaga kvödd Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Sjá meira