Frumsýning á Vísi: Nýdönsk á slóðum Peter Gabriel og fleiri goðsagna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2024 12:04 Daníel Ágúst sómar sér vel í stúdíóinu. Hljómsveitin Nýdönsk hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Fullkomið farartæki. Myndbandið var tekið upp í hinu sögufræga hljóðveri Real World sem stofnað var af tónlistarmanninum goðsagnarkennda Peter Gabriel á níunda áratugnum, en þar dvaldi hljómsveitin við upptökur á nýrri hljómplötu sem væntanleg er á næstu mánuðum. „Okkur langaði að fanga þann einstaka anda sem þarna sveif yfir vötnum og kappkosta að koma honum til skila fyrir aðdáendur sveitarinnar,“ segir Stefán Hjörleifsson gítarleikari en hljómsveitin hefur einnig verið dugleg að birta myndir úr hljóðverinu og nærumhverfi þess á samfélagsmiðlum. Horfa má á tónlistarmyndbandið hér fyrir neðan. Klippa: Nýdönsk - Fullkomið farartæki Himinlifandi með aðstæðurnar „Það var alveg einstök upplifun að stíga inn í þessa veröld Peter Gabriel og vinna með hans fólki við tónlistarsköpun með þeirri upptökutækni sem hljóðverið býður upp og hentar okkur einstaklega vel,“ bætir Stefán við. „Hljóðverið var hannað með það fyrir augum að byggja frá grunni skapandi rými fyrir listamenn frá öllum heimshornum til að koma saman og búa til tónlist,“ segir Stefán. Peter Gabriel hafi einmitt látið hafa eftir sér að honum hafi oft fundist hefðbundin hljóðver dauðhreinsuð og skorta það andrúmsloft sem geti eflt listrænan frumleika. Eins og sjá má í myndbandinu þá er um einstakt rými að ræða þar sem hljómsveitin getur tekið upp lifandi flutning sem að sögn hentar Nýdönsk ákaflega vel. Hljóðverið skartar einstökum tækjakosti og hljóðfærum sem sum hver hafa verið notuð af þekktustu listamönnum heims í gegnum tíðina og þannig hefur hljóðverið átt sinn þátt í að skapa tónlistarsöguna. Meðal listamanna sem unnið hafa í Real World eru Tom Jones, Beyoncé, Harry Styles og íslensku listamennirnir Björk og Sigurrós. Það var Simon Whitehead sem gerði myndbandið, Katie May sá um hljóðvinnslu lagsins, Guðmundur Pétursson spilar á gítar og meðlimir Nýdönsk sjá um annan hljóðfæraleik og söng. Lag og texti er eftir Björn Jörund Friðbjörnsson og Daníel Ágúst Haraldsson. Það er nóg framundan hjá Nýdönsk en í haust heldur hljómsveitin sína árlega tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 21. september og í Hofi Akureyri viku síðar. Miðasala er nú í fullum gangi. Tónlist Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Fleiri fréttir Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Okkur langaði að fanga þann einstaka anda sem þarna sveif yfir vötnum og kappkosta að koma honum til skila fyrir aðdáendur sveitarinnar,“ segir Stefán Hjörleifsson gítarleikari en hljómsveitin hefur einnig verið dugleg að birta myndir úr hljóðverinu og nærumhverfi þess á samfélagsmiðlum. Horfa má á tónlistarmyndbandið hér fyrir neðan. Klippa: Nýdönsk - Fullkomið farartæki Himinlifandi með aðstæðurnar „Það var alveg einstök upplifun að stíga inn í þessa veröld Peter Gabriel og vinna með hans fólki við tónlistarsköpun með þeirri upptökutækni sem hljóðverið býður upp og hentar okkur einstaklega vel,“ bætir Stefán við. „Hljóðverið var hannað með það fyrir augum að byggja frá grunni skapandi rými fyrir listamenn frá öllum heimshornum til að koma saman og búa til tónlist,“ segir Stefán. Peter Gabriel hafi einmitt látið hafa eftir sér að honum hafi oft fundist hefðbundin hljóðver dauðhreinsuð og skorta það andrúmsloft sem geti eflt listrænan frumleika. Eins og sjá má í myndbandinu þá er um einstakt rými að ræða þar sem hljómsveitin getur tekið upp lifandi flutning sem að sögn hentar Nýdönsk ákaflega vel. Hljóðverið skartar einstökum tækjakosti og hljóðfærum sem sum hver hafa verið notuð af þekktustu listamönnum heims í gegnum tíðina og þannig hefur hljóðverið átt sinn þátt í að skapa tónlistarsöguna. Meðal listamanna sem unnið hafa í Real World eru Tom Jones, Beyoncé, Harry Styles og íslensku listamennirnir Björk og Sigurrós. Það var Simon Whitehead sem gerði myndbandið, Katie May sá um hljóðvinnslu lagsins, Guðmundur Pétursson spilar á gítar og meðlimir Nýdönsk sjá um annan hljóðfæraleik og söng. Lag og texti er eftir Björn Jörund Friðbjörnsson og Daníel Ágúst Haraldsson. Það er nóg framundan hjá Nýdönsk en í haust heldur hljómsveitin sína árlega tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 21. september og í Hofi Akureyri viku síðar. Miðasala er nú í fullum gangi.
Tónlist Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Fleiri fréttir Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira