Andrea vann fimmtán hlaup á aðeins hundrað dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2024 08:30 Andrea Kolbeinsdóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í tíu þúsund metra hlaupi í Ármannshlaupinu. Mynd: Frjálsíþróttadeild Ármanns Það hefur verið ekki hægt að treysta á íslenska verðið í sumar en það hefur verið nánast hægt að ganga að því vísu að íslenska hlaupakonan Andrea Kolbeinsdóttir sé að vinna hlaup einhvers staðar. Andrea hefur tekið þátt í alls konar hlaupum út um allt land í sumar og sum þeirra hafa líka verið erlendis. Dugnaðurinn og sigurgangan er engu öðru lík. Hvort sem það eru hlaup á braut, götuhlaup eða hlaup upp um fjöll og firnindi þá virðist Andrea alltaf vera á heimavelli. Ótrúlegir 98 dagar Það var því vel við hæfi að taka saman öll þessi hlaup sem Andrea hefur unnið. Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir hafa bæði verið mjög sigursæl í sumar.FRÍ Andrea vann alls fimmtán hlaup af öllum stærðum og gerðum frá 4. apríl til 13. júlí og varð að auki í sjötta sæti á Evrópumeistaramótinu í utanvegahlaupum í Frakklandi í júníbyrjun. Þessi fimmtán hlaup skiptast þannig: Átta utanvegahlaup, fjögur brautarhlaup og þrjú götuhlaup. Besta dæmi um magnaða sigurgöngu Andreu er þegar hún varð Íslandsmeistari í fimm hlaupagreinum á aðeins sex dögum um síðustu mánaðamót. Fimm Íslandsmeistaratitlar á sex dögum Andrea varð Íslandsmeistari í 3000 metra hindrunarhlaup á föstudegi, Íslandsmeistari í 1500 metra hlaupi á laugardegi, Íslandsmeistari í 5000 metra hlaupi á sunnudegi, Íslandsmeistari í 10 kílómetra götuhlaupi á þriðjudegi og loks Íslandsmeistari í hálfu maraþoni á fimmtudegi. Efstu þrír íslensku þátttakendur í maraþoninu í fyrra. Sigurjón Ernir Sturluson, Grétar Örn Guðmundsson og Jörundur Frímann Jónasson. Blómakransinn ber Andrea Kolbeinsdóttir sem vann í kvennaflokki.vísir / hulda margrét Oftar er ekki er Andrea að bursta þessi hlaup og að bæta met, bæði persónuleg met sem og mótsmet. Byrjaði allt í Króatíu Allt byrjaði þetta á Istria skaganum í Króatíu þegar hún vann 42 kílómetra utanvegahlaupið Istria by UTMB. Næsti sigur kom í Íslandsmeistaramótinu í 5 kílómetra götuhlaupi í lok apríl en það var fyrsti af sex Íslandsmeistaratitlum Andreu í sumar. Af þessum fimmtán hlaupum þá hefur Andrea unnið þrettán þeirra á Íslandi en tvö erlendis. Af þessum hlaupum hafa fjögur verið hlaup upp á 5 kílómetra eða minna en ellefu voru lengri hlaup. Laugavegurinn lengstur Lengsta hlaupið var Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum í Frakklandi sem var 58 kílómetrar en lengsta hlaupið sem Andrea vann var Laugavegurinn sem var 53 kílómetra utanvegahlaup. Andrea Kolbeinsdóttir var ansi þreytt í endamarkinu eftir sigurinn í Laugavegshlaupinu sem var fimmtánda hlaupið sem hún vann á 98 dögum.Laugavegurinn Andrea átti einnig magnað ár í fyrra en hún endaði þá í fjórða sætinu í kosningunni um Íþróttamann ársins. Hér fyrir neðan má listann yfir öll þessi hlaup sem Andrea hefur unnið. Sigurganga Andreu Kolbeinsdóttur á 98 dögum: 6. apríl - Istria by UTMB, 42km utanvegahlaup 25. apríl - Íslandsmeistari í 5km götuhlaupi 4. maí - 20km Puffin í Vestmannaeyjum, utanvegahlaup 18 .maí - 28km Akrfafjall Ultra, utanvegahlaup 20. maí - 17km Hvítasunnuhlaupið, utanvegahlaup 25. maí - 20km Mýrdalshlaupið, utanvegahlaup 1. júní - 58km Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum í Frakklandi (6. sæti) 15. júní - Mt. Esja Ultra Steinninn, utanvegahlaup 22. júní - 5000m hlaup á Smáþjóðameistaramótinu á Gibraltar 28. júní - Íslandsmeistari í 3000m hindrunarhlaupi 29. júní - Íslandsmeistari í 1500m 30. júní - Íslandsmeistari í 5000m 2. júlí - Íslandsmeistari í 10km, götuhlaup 4. júlí - Íslandsmeistari í hálfu maraþoni 6. júlí - 50km Dyrfjallahlaupið, utanvegahlaup 13. júlí - 53km Laugavegurinn, utanvegahlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Andrea hefur tekið þátt í alls konar hlaupum út um allt land í sumar og sum þeirra hafa líka verið erlendis. Dugnaðurinn og sigurgangan er engu öðru lík. Hvort sem það eru hlaup á braut, götuhlaup eða hlaup upp um fjöll og firnindi þá virðist Andrea alltaf vera á heimavelli. Ótrúlegir 98 dagar Það var því vel við hæfi að taka saman öll þessi hlaup sem Andrea hefur unnið. Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir hafa bæði verið mjög sigursæl í sumar.FRÍ Andrea vann alls fimmtán hlaup af öllum stærðum og gerðum frá 4. apríl til 13. júlí og varð að auki í sjötta sæti á Evrópumeistaramótinu í utanvegahlaupum í Frakklandi í júníbyrjun. Þessi fimmtán hlaup skiptast þannig: Átta utanvegahlaup, fjögur brautarhlaup og þrjú götuhlaup. Besta dæmi um magnaða sigurgöngu Andreu er þegar hún varð Íslandsmeistari í fimm hlaupagreinum á aðeins sex dögum um síðustu mánaðamót. Fimm Íslandsmeistaratitlar á sex dögum Andrea varð Íslandsmeistari í 3000 metra hindrunarhlaup á föstudegi, Íslandsmeistari í 1500 metra hlaupi á laugardegi, Íslandsmeistari í 5000 metra hlaupi á sunnudegi, Íslandsmeistari í 10 kílómetra götuhlaupi á þriðjudegi og loks Íslandsmeistari í hálfu maraþoni á fimmtudegi. Efstu þrír íslensku þátttakendur í maraþoninu í fyrra. Sigurjón Ernir Sturluson, Grétar Örn Guðmundsson og Jörundur Frímann Jónasson. Blómakransinn ber Andrea Kolbeinsdóttir sem vann í kvennaflokki.vísir / hulda margrét Oftar er ekki er Andrea að bursta þessi hlaup og að bæta met, bæði persónuleg met sem og mótsmet. Byrjaði allt í Króatíu Allt byrjaði þetta á Istria skaganum í Króatíu þegar hún vann 42 kílómetra utanvegahlaupið Istria by UTMB. Næsti sigur kom í Íslandsmeistaramótinu í 5 kílómetra götuhlaupi í lok apríl en það var fyrsti af sex Íslandsmeistaratitlum Andreu í sumar. Af þessum fimmtán hlaupum þá hefur Andrea unnið þrettán þeirra á Íslandi en tvö erlendis. Af þessum hlaupum hafa fjögur verið hlaup upp á 5 kílómetra eða minna en ellefu voru lengri hlaup. Laugavegurinn lengstur Lengsta hlaupið var Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum í Frakklandi sem var 58 kílómetrar en lengsta hlaupið sem Andrea vann var Laugavegurinn sem var 53 kílómetra utanvegahlaup. Andrea Kolbeinsdóttir var ansi þreytt í endamarkinu eftir sigurinn í Laugavegshlaupinu sem var fimmtánda hlaupið sem hún vann á 98 dögum.Laugavegurinn Andrea átti einnig magnað ár í fyrra en hún endaði þá í fjórða sætinu í kosningunni um Íþróttamann ársins. Hér fyrir neðan má listann yfir öll þessi hlaup sem Andrea hefur unnið. Sigurganga Andreu Kolbeinsdóttur á 98 dögum: 6. apríl - Istria by UTMB, 42km utanvegahlaup 25. apríl - Íslandsmeistari í 5km götuhlaupi 4. maí - 20km Puffin í Vestmannaeyjum, utanvegahlaup 18 .maí - 28km Akrfafjall Ultra, utanvegahlaup 20. maí - 17km Hvítasunnuhlaupið, utanvegahlaup 25. maí - 20km Mýrdalshlaupið, utanvegahlaup 1. júní - 58km Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum í Frakklandi (6. sæti) 15. júní - Mt. Esja Ultra Steinninn, utanvegahlaup 22. júní - 5000m hlaup á Smáþjóðameistaramótinu á Gibraltar 28. júní - Íslandsmeistari í 3000m hindrunarhlaupi 29. júní - Íslandsmeistari í 1500m 30. júní - Íslandsmeistari í 5000m 2. júlí - Íslandsmeistari í 10km, götuhlaup 4. júlí - Íslandsmeistari í hálfu maraþoni 6. júlí - 50km Dyrfjallahlaupið, utanvegahlaup 13. júlí - 53km Laugavegurinn, utanvegahlaup
Sigurganga Andreu Kolbeinsdóttur á 98 dögum: 6. apríl - Istria by UTMB, 42km utanvegahlaup 25. apríl - Íslandsmeistari í 5km götuhlaupi 4. maí - 20km Puffin í Vestmannaeyjum, utanvegahlaup 18 .maí - 28km Akrfafjall Ultra, utanvegahlaup 20. maí - 17km Hvítasunnuhlaupið, utanvegahlaup 25. maí - 20km Mýrdalshlaupið, utanvegahlaup 1. júní - 58km Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum í Frakklandi (6. sæti) 15. júní - Mt. Esja Ultra Steinninn, utanvegahlaup 22. júní - 5000m hlaup á Smáþjóðameistaramótinu á Gibraltar 28. júní - Íslandsmeistari í 3000m hindrunarhlaupi 29. júní - Íslandsmeistari í 1500m 30. júní - Íslandsmeistari í 5000m 2. júlí - Íslandsmeistari í 10km, götuhlaup 4. júlí - Íslandsmeistari í hálfu maraþoni 6. júlí - 50km Dyrfjallahlaupið, utanvegahlaup 13. júlí - 53km Laugavegurinn, utanvegahlaup
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira