Draumaferðin til Íslands komst sífellt í uppnám Jón Þór Stefánsson skrifar 11. júlí 2024 15:35 Ferðin til Íslands bara ætlaði ekki að ganga upp. Vísir/Vilhelm Draumaferð ungs pars frá Detroit-borg í Bandaríkjunum til Íslands komst í uppnám eftir að hver flugferðin á eftir annarri brást þeim. Parið komst eftir miklar raunir til Íslands í síðustu viku og gat loksins slegið upp langþráðri brúðkaupsveislu. Staðarmiðill frá Detroit á vegum ABC-fréttastofunnar fjallaði um mál parsins, Zach og Meghan Wardell, á dögunum. Fyrsta fluginu þeirra var frestað vegna vélarvandræða. Í öðru fluginu voru þau á leið frá Detroit til Amsterdam með flugfélaginu Delta þegar farþegi kvartaði yfir því að maturinn í vélinni væri ónýtur. Í kjölfarið tilkynnti flugstjórinn að vélinni yrði snúið við, og vélinn lenti á JFK-flugvellinum í New York. Delta hefur síðan gefið út yfirlýsingu þar sem félagið segist rannsaka hvernig standi á því að maturinn hafi verið ónýtur. Flugfélagið segist harma atvikið. Frá New York flugu þau til Norður-Karólínu þar sem þau ætluðu að millilenda áður en þau færu til Íslands. En þegar þau voru að fara inn um hliðið að vél Icelandair var þeim tilkynnt að miðarnir þeirra væru ekki gildir. „Við hugsuðum með okkur að þetta hlyti að vera brandari. Við vorum alveg örmagna,“ sagði Meghan Wardell. Í kjölfarið voru þau aftur bókuð til New York. Þar voru þau um helgina þegar þau gáfu ABC-fréttastofunni viðtal. Þá sögðu þau ferðina sína í lausu lofti, en vonuðust til að ná brúðkaupinu, sem fór fram um helgina. Daginn eftir greindi ABC-fréttastofan frá því að þau væru loksins komin til Íslands eftir mikla svaðilför. Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Staðarmiðill frá Detroit á vegum ABC-fréttastofunnar fjallaði um mál parsins, Zach og Meghan Wardell, á dögunum. Fyrsta fluginu þeirra var frestað vegna vélarvandræða. Í öðru fluginu voru þau á leið frá Detroit til Amsterdam með flugfélaginu Delta þegar farþegi kvartaði yfir því að maturinn í vélinni væri ónýtur. Í kjölfarið tilkynnti flugstjórinn að vélinni yrði snúið við, og vélinn lenti á JFK-flugvellinum í New York. Delta hefur síðan gefið út yfirlýsingu þar sem félagið segist rannsaka hvernig standi á því að maturinn hafi verið ónýtur. Flugfélagið segist harma atvikið. Frá New York flugu þau til Norður-Karólínu þar sem þau ætluðu að millilenda áður en þau færu til Íslands. En þegar þau voru að fara inn um hliðið að vél Icelandair var þeim tilkynnt að miðarnir þeirra væru ekki gildir. „Við hugsuðum með okkur að þetta hlyti að vera brandari. Við vorum alveg örmagna,“ sagði Meghan Wardell. Í kjölfarið voru þau aftur bókuð til New York. Þar voru þau um helgina þegar þau gáfu ABC-fréttastofunni viðtal. Þá sögðu þau ferðina sína í lausu lofti, en vonuðust til að ná brúðkaupinu, sem fór fram um helgina. Daginn eftir greindi ABC-fréttastofan frá því að þau væru loksins komin til Íslands eftir mikla svaðilför.
Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira