Stefnir á úrslit í París: „Þjóðarstoltið er langmest á Ólympíuleikunum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2024 12:30 Anton Sveinn McKee er með langmestu Ólympíureynsluna af íslenskum keppendunum í ár. vísir/bjarni Anton Sveinn McKee er á leið á sína fjórðu Ólympíuleika þar sem hann keppir í hundrað og tvö hundruð metra bringusundi. Hann stefnir á að komast í úrslit á leikunum í París. Anton segir mikinn heiður að keppa fyrir hönd Íslands á stærsta íþróttamóti heims. „Allur undirbúningur er svo gott sem búinn varðandi að koma sér í gott form. Nú er bara að halda haus og njóta síðustu viknanna. Við erum búin að keyra ákefðina mjög hátt fyrir leikana og núna munum við minnka hana til að fá ferskleika og snerpu í líkamann. Maður er bara að hugsa um líkamann, halda sér góðum og æfa sig aðeins að labba. Það eru miklar vegalengdir sem maður þarf að labba í Ólympíuþorpinu. Maður þarf að auka skrefafjöldann,“ sagði Anton í samtali við Vísi. Sem fyrr sagði er Anton á leið á sína fjórðu Ólympíuleika. Hann keppti í London 2012, Ríó 2016, Tókýó 2021 og verður meðal þátttakenda á leikunum í París sem hefjast 26. júlí. Anton segist búa að reynslunni frá fyrri leikum. „Maður er sem betur fer með mikla reynslu að vera í þessu umhverfi. Manni finnst maður vera eins tilbúinn og maður getur verið. Síðustu tvö ár hafa verið mjög góð. Ég tek sjálfstraust frá niðurstöðunum þaðan og ætla mér stóra hluti,“ sagði Anton. Anton ætlar að komast í úrslit á Ólympíuleikum í fyrsta sinn.getty/Michael Reaves Hann er bjartsýnn á gott gengi í París. „Þetta er allt búið að ganga eins og í sögu hingað til. Auðvitað er alltaf einhver rússíbani á leiðinni en heilt yfir hafa úrslitin og undirbúningsferlið verið eins og maður gæti óskað sér,“ sagði Anton. En hver eru markmiðin fyrir leikana fyrir Ólympíuleikana í ár? „Mig langar að komast í úrslit og það er það sem maður æfir fyrir. Maður þarf að taka þetta skref fyrir skref, vinna sig upp úr undanrásunum og eiga svo taktíkst og gott sund í undanúrslitum og keyra svo á þetta í úrslitunum og allt er mögulegt þar,“ sagði Anton sem metur líkurnar á að komast í úrslit í París góðar. „Ég synti á þeim tímum sem þurfti til að komast í úrslit á síðustu Ólympíuleikum á síðasta heimsmeistaramóti. Ég hef náð þessum árangri á stórmóti. Ég hef áður sýnt að ég get gert það og ætla að gera það aftur.“ Anton segir að því fylgi mikið stolt að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikum. „Auðvitað er maður alltaf að keppa fyrir Íslands hönd en þjóðarstoltið er langmest á Ólympíuleikunum og á hátíð þar sem allt besta íþróttafólk heims safnast saman. Að vera sendiherra Íslands á þessum leikum er ólýsanlegt,“ sagði Anton að endingu. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Sjá meira
„Allur undirbúningur er svo gott sem búinn varðandi að koma sér í gott form. Nú er bara að halda haus og njóta síðustu viknanna. Við erum búin að keyra ákefðina mjög hátt fyrir leikana og núna munum við minnka hana til að fá ferskleika og snerpu í líkamann. Maður er bara að hugsa um líkamann, halda sér góðum og æfa sig aðeins að labba. Það eru miklar vegalengdir sem maður þarf að labba í Ólympíuþorpinu. Maður þarf að auka skrefafjöldann,“ sagði Anton í samtali við Vísi. Sem fyrr sagði er Anton á leið á sína fjórðu Ólympíuleika. Hann keppti í London 2012, Ríó 2016, Tókýó 2021 og verður meðal þátttakenda á leikunum í París sem hefjast 26. júlí. Anton segist búa að reynslunni frá fyrri leikum. „Maður er sem betur fer með mikla reynslu að vera í þessu umhverfi. Manni finnst maður vera eins tilbúinn og maður getur verið. Síðustu tvö ár hafa verið mjög góð. Ég tek sjálfstraust frá niðurstöðunum þaðan og ætla mér stóra hluti,“ sagði Anton. Anton ætlar að komast í úrslit á Ólympíuleikum í fyrsta sinn.getty/Michael Reaves Hann er bjartsýnn á gott gengi í París. „Þetta er allt búið að ganga eins og í sögu hingað til. Auðvitað er alltaf einhver rússíbani á leiðinni en heilt yfir hafa úrslitin og undirbúningsferlið verið eins og maður gæti óskað sér,“ sagði Anton. En hver eru markmiðin fyrir leikana fyrir Ólympíuleikana í ár? „Mig langar að komast í úrslit og það er það sem maður æfir fyrir. Maður þarf að taka þetta skref fyrir skref, vinna sig upp úr undanrásunum og eiga svo taktíkst og gott sund í undanúrslitum og keyra svo á þetta í úrslitunum og allt er mögulegt þar,“ sagði Anton sem metur líkurnar á að komast í úrslit í París góðar. „Ég synti á þeim tímum sem þurfti til að komast í úrslit á síðustu Ólympíuleikum á síðasta heimsmeistaramóti. Ég hef náð þessum árangri á stórmóti. Ég hef áður sýnt að ég get gert það og ætla að gera það aftur.“ Anton segir að því fylgi mikið stolt að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikum. „Auðvitað er maður alltaf að keppa fyrir Íslands hönd en þjóðarstoltið er langmest á Ólympíuleikunum og á hátíð þar sem allt besta íþróttafólk heims safnast saman. Að vera sendiherra Íslands á þessum leikum er ólýsanlegt,“ sagði Anton að endingu.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Sjá meira