Jon Landau er látinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júlí 2024 10:46 Jon (t.v) var heiðraður ásamt samstarfsfélaga sínum David Cameron í sérstakri athöfn í kínverska kvikmyndahúsinu í Los Angeles. EPA/Caroline Brehman Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn og Óskarsverðlaunahafinn Jon Landau er látinn 63 ára að aldri. Hann framleiddi myndir á borð við Titanic og Avatar á löngum og margverðlaunuðum ferli. Alan Bergman, stjórnarformaður afþreyingardeildar Disney, kunngerði um andlát hans í tilkynningu sem gefin var út í gær. Engin dánarorsök var gefin upp. „Jon var hugsjónamaður sem hafði ótrúlega hæfileika og ástríðu sem blésu lífi í ógleymanlegar sögur á hvíta tjaldinu. Ómetanlegu framlög hans í þágu kvikmyndaiðnaðarins hafa markað óafmáanleg spor og hans verður sárt saknað. Hann var tímamótaframleiðandi og átti farsælan feril en þeim mun betri manneskja og sannkallað náttúruafl sem veitti öllum í kringum hann innblástur,“ segir Alan. Jon Landau framleiddi meðal mannars myndina Titanic árið 1997 sem var þá arðbærasta mynd sögunnar. Það met hefur hann þó slegið tvisvar síðan. Fyrst með myndinni Avatar undir leikstjórn Davids Cameron árið 2009 og svo framhaldsmyndinni Avatar: The Way of Water árið 2022. Ferill Landau hófst í níunni þegar hann starfaði sem framleiðslustjóri. Hann var fljótur upp metorðastigann og varð svo framleiðandi Titanic árið 1997. Þetta samvinnuverkefni Landau og Cameron var tilnefnt til fjórtán Óskarsverðlauna og hreppti ellefu, þeirra á meðal fyrir bestu kvikmynd. „Ég kann ekki að leika og ég kann ekki að semja tónlist og ég kann ekki að gera tæknibrellur. Ætli það sé ekki þess vegna sem ég framleiði,“ sagði Landau þegar hann tók við virtustu verðlaunum kvikmyndabransans ásamt Cameron. Jon Landau fæddist í New York árið 1960 og var sonur tveggja kvikmyndafrmaleiðenda, þeirra Ely og Edie Landau. Jon lætur eftir sig eiginkonu til fjögurra áratuga og tvo syni þeirra. Andlát Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Alan Bergman, stjórnarformaður afþreyingardeildar Disney, kunngerði um andlát hans í tilkynningu sem gefin var út í gær. Engin dánarorsök var gefin upp. „Jon var hugsjónamaður sem hafði ótrúlega hæfileika og ástríðu sem blésu lífi í ógleymanlegar sögur á hvíta tjaldinu. Ómetanlegu framlög hans í þágu kvikmyndaiðnaðarins hafa markað óafmáanleg spor og hans verður sárt saknað. Hann var tímamótaframleiðandi og átti farsælan feril en þeim mun betri manneskja og sannkallað náttúruafl sem veitti öllum í kringum hann innblástur,“ segir Alan. Jon Landau framleiddi meðal mannars myndina Titanic árið 1997 sem var þá arðbærasta mynd sögunnar. Það met hefur hann þó slegið tvisvar síðan. Fyrst með myndinni Avatar undir leikstjórn Davids Cameron árið 2009 og svo framhaldsmyndinni Avatar: The Way of Water árið 2022. Ferill Landau hófst í níunni þegar hann starfaði sem framleiðslustjóri. Hann var fljótur upp metorðastigann og varð svo framleiðandi Titanic árið 1997. Þetta samvinnuverkefni Landau og Cameron var tilnefnt til fjórtán Óskarsverðlauna og hreppti ellefu, þeirra á meðal fyrir bestu kvikmynd. „Ég kann ekki að leika og ég kann ekki að semja tónlist og ég kann ekki að gera tæknibrellur. Ætli það sé ekki þess vegna sem ég framleiði,“ sagði Landau þegar hann tók við virtustu verðlaunum kvikmyndabransans ásamt Cameron. Jon Landau fæddist í New York árið 1960 og var sonur tveggja kvikmyndafrmaleiðenda, þeirra Ely og Edie Landau. Jon lætur eftir sig eiginkonu til fjögurra áratuga og tvo syni þeirra.
Andlát Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira