Íris fer á Ólympíuleikana í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 06:30 Íris Þórsdóttir með börnum sínum og Ólympíukyndlinum. ÍSÍ Aðeins fjórir íslenskir keppendur eru komnir með þátttökurétt á Ólympíuleikunum í París en 34 ára íslenskur tannlæknir fær einnig að vera með í stemmningunni í Frakklandi. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá því að Íris Þórsdóttir, tannlæknir og fjölskyldukona, sé á leið á Ólympíuleikana í París. Hlutverk Írisar verður þó öðruvísi en annarra í íslenska hópnum því Íris sótti um að vera sjálfboðaliði og var valin úr stórum hópi umsækjenda til að hjálpa til við leikana. Um 45 þúsund sjálfboðaliða þarf til að vinna við ýmis störf á Ólympíuleikunum en margar hendur þarf til þess að tryggja að allt gangi sem eðlilegast fyrir sig á svo stórum viðburði. Verður á leikunum í tólf daga Ólympíuleikarnir eru stærsti íþróttaviðburður heims og munu þeir laða að þúsundir áhorfenda víðs vegar að úr heiminum. Íris mun vera í París í tólf daga af þeim sextán sem leikarnir standa yfir en setning leikanna fer fram föstudaginn 26. júlí og lokahátíðin sunnudaginn 11. ágúst. Það kemur fram á vef ÍSÍ að það hafi verið gamall draumur hjá Írisi að fara á Ólympíuleikana en hún æfði lengi frjálsíþróttir og fylgist í dag vel með öllum íþróttum. Hún er í skýjunum yfir að hafa verið valin og fá að upplifa Ólympíuleikana af eigin raun. Talar góða frönsku Íris talar góða frönsku og verður hennar hlutverk meðal annars að túlka og þýða fyrir íslenska hópinn, aðstoða starfsfólk ÍSÍ og aðra í kringum íslenska liðið og reyna að gera upplifun íþróttafólksins sem allra besta. Hennar starfsstöð verður í Ólympíuþorpinu. Í lok mars fór Íris á ráðstefnu í París fyrir sjálfboðaliða sem var einskonar prufukeyrslu fyrir leikana. Þar hafi hennar undirbúningur hafist en á ráðstefnunni var verið að prófa ýmsa verkferla sem notast á við á leikunum, sýna sjálfboðaliðunum medalíurnar og Ólympíukyndilinn og kynna fatnaðinn sem sjálfboðaliðarnir munu klæðast, svo fátt eitt sé nefnt. Á vef sinum óskar Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Írisi góðs gengis og skemmtunar á Ólympíuleikunum sem fram undan eru. Það er hægt að taka undir það. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá því að Íris Þórsdóttir, tannlæknir og fjölskyldukona, sé á leið á Ólympíuleikana í París. Hlutverk Írisar verður þó öðruvísi en annarra í íslenska hópnum því Íris sótti um að vera sjálfboðaliði og var valin úr stórum hópi umsækjenda til að hjálpa til við leikana. Um 45 þúsund sjálfboðaliða þarf til að vinna við ýmis störf á Ólympíuleikunum en margar hendur þarf til þess að tryggja að allt gangi sem eðlilegast fyrir sig á svo stórum viðburði. Verður á leikunum í tólf daga Ólympíuleikarnir eru stærsti íþróttaviðburður heims og munu þeir laða að þúsundir áhorfenda víðs vegar að úr heiminum. Íris mun vera í París í tólf daga af þeim sextán sem leikarnir standa yfir en setning leikanna fer fram föstudaginn 26. júlí og lokahátíðin sunnudaginn 11. ágúst. Það kemur fram á vef ÍSÍ að það hafi verið gamall draumur hjá Írisi að fara á Ólympíuleikana en hún æfði lengi frjálsíþróttir og fylgist í dag vel með öllum íþróttum. Hún er í skýjunum yfir að hafa verið valin og fá að upplifa Ólympíuleikana af eigin raun. Talar góða frönsku Íris talar góða frönsku og verður hennar hlutverk meðal annars að túlka og þýða fyrir íslenska hópinn, aðstoða starfsfólk ÍSÍ og aðra í kringum íslenska liðið og reyna að gera upplifun íþróttafólksins sem allra besta. Hennar starfsstöð verður í Ólympíuþorpinu. Í lok mars fór Íris á ráðstefnu í París fyrir sjálfboðaliða sem var einskonar prufukeyrslu fyrir leikana. Þar hafi hennar undirbúningur hafist en á ráðstefnunni var verið að prófa ýmsa verkferla sem notast á við á leikunum, sýna sjálfboðaliðunum medalíurnar og Ólympíukyndilinn og kynna fatnaðinn sem sjálfboðaliðarnir munu klæðast, svo fátt eitt sé nefnt. Á vef sinum óskar Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Írisi góðs gengis og skemmtunar á Ólympíuleikunum sem fram undan eru. Það er hægt að taka undir það. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira