Jökull tók 280 metra fyrsta högg og átti þá 166 metra eftir að pinna. Högg tvö tók hann með sex járni og fór golfboltinn beinustu leið ofan í.
Það sem kemur söguna enn skemmtilegri er að fyrrum leikmaður Víkings, Agnar Darri, og bróðir Jökuls fór einnig á albatross á áttundu holu í Gufudal í Hveragerði árið 2020 eins og Vísir greindi frá.
Hér að neðan má sjá myndband af Jökli þegar hann sótti boltann ofan í holuna.