Frikki fellir heimsmetið á miðnætti með Steinda jr. beran að ofan Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. júní 2024 17:30 Friðrik Dór hefur í nógu að snúast og gefur út nýtt lag á miðnætti. Hulda Margrét Friðrik Dór Jónsson segir að heimsmetið muni falla á miðnætti í kvöld þegar hann gefur út Til í allt part 3. Lagið verður þá lengsta framhaldslagið í sögu íslenskrar popptónlistar. Með Frikka í för í þetta skiptið verða þeir Herra Hnetusmjör og Steindi Jr. Steindi fer einmitt úr að ofan í Tik-Tok myndbandi Frikka sem sjá má neðst í fréttinni. Frikki hefur einmitt áður upplýst þjóðina um að til standi að gera lagið samhliða því að hafa reynt að slá Íslandsmet í hundrað metra spretthlaupi. Líkt og alþjóð veit hefur Friðrik verið einn afkastamesti tónlistarmaður landsins um árabil. Fyrsti hluti lagsins Til í allt kom út árið 2010 og var þá Friðrik einn með lagið. Síðari hlutinn kom svo út fjórum árum síðar 2014 og voru þeir Bent og Steindi þá með í för. Tólf árum síðar kemur þriðji hlutinn út. „Við erum að fara upp í stúdíó, strákarnir eru mættir, við ætlum að klára loka fíniseringar á laginu, sigla þessu heim,“ segir Friðrik í myndbandinu hér að neðan. Þar má heyra hluta úr nýja laginu og sjá Steinda jr. beran að ofan, svo eitthvað sé nefnt. @fridrikdor Til í allt pt3 feat. Steindi Jr. og Herra Hnetusmjör droppar á miðnætti á morgun 🔥 ♬ original sound - Friðrik Dór Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Með Frikka í för í þetta skiptið verða þeir Herra Hnetusmjör og Steindi Jr. Steindi fer einmitt úr að ofan í Tik-Tok myndbandi Frikka sem sjá má neðst í fréttinni. Frikki hefur einmitt áður upplýst þjóðina um að til standi að gera lagið samhliða því að hafa reynt að slá Íslandsmet í hundrað metra spretthlaupi. Líkt og alþjóð veit hefur Friðrik verið einn afkastamesti tónlistarmaður landsins um árabil. Fyrsti hluti lagsins Til í allt kom út árið 2010 og var þá Friðrik einn með lagið. Síðari hlutinn kom svo út fjórum árum síðar 2014 og voru þeir Bent og Steindi þá með í för. Tólf árum síðar kemur þriðji hlutinn út. „Við erum að fara upp í stúdíó, strákarnir eru mættir, við ætlum að klára loka fíniseringar á laginu, sigla þessu heim,“ segir Friðrik í myndbandinu hér að neðan. Þar má heyra hluta úr nýja laginu og sjá Steinda jr. beran að ofan, svo eitthvað sé nefnt. @fridrikdor Til í allt pt3 feat. Steindi Jr. og Herra Hnetusmjör droppar á miðnætti á morgun 🔥 ♬ original sound - Friðrik Dór
Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira