Jökull: Skrýtið að sjá Blika hægja á leiknum á heimavelli Andri Már Eggertsson skrifar 21. maí 2024 22:31 Jökull Ingason Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjarnan tapaði 2-1 gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Jökull Ingason Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðuna en hefði viljað að hún myndi skila meira en einu marki úr vítaspyrnu. „Mér fannst við taka yfir þennan leik og við vorum mikið betri aðilinn í seinni hálfleik og þeir náðu ekki að halda neitt í boltann. Þeir fengu líka góð færi í seinni hálfleik en mér fannst mitt lið spila þannig að við áttum skilið að fá eitthvað út úr þessum leik,“ sagði Jökull í samtali við Vísi eftir leik. Breiðablik skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik og Jökull var svekktur með varnarleik Stjörnunnar í báðum mörkunum. „Við áttum að gera betur í þessum mörkum og erum ekki ánægðir með mörkin sem við fengum á okkur. Við þurfum að skoða þessi mörk og færin sem við fengum á okkur. Tvö mörk er meira en við sættum okkur við að fá á okkur.“ Í seinni hálfleik fékk Stjarnan urmul af færum til þess að skora annað mark og Jökull var ánægður með spilamennsku liðsins. „Stundum verður þetta svona. Þeir gerðu vel í að loka á okkur inn í teig og kringum teiginn og hentu sér fyrir nokkra bolta. Stundum er þetta bara svona. Þetta var góður leikur og það er ofboðslega margt jákvætt sem við tökum út úr þessum leik.“ „Við byrjuðum að þjarma að þeim í fyrri hálfleik og þeir fóru að hægja á leiknum sem var skrýtið að sjá Blika gera á heimavelli í fyrri hálfleik og þetta var öflugur leikur hjá okkur.“ Þrátt fyrir að þetta hafi verið fyrsta tap Stjörnunnar síðan 12. apríl í Bestu deildinni sagði Jökull að það yrði ekki erfitt að ná liðnu upp eftir svekkjandi tap í kvöld. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif á okkur. Það var það mikill kraftur í þessu og þetta var það öflugur leikur. Auðvitað var svekkjandi að fá ekkert út úr þessu en það skiptir engu máli og við höldum bara áfram hvort sem við vinnum eða töpum,“ sagði Jökull að lokum. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira
„Mér fannst við taka yfir þennan leik og við vorum mikið betri aðilinn í seinni hálfleik og þeir náðu ekki að halda neitt í boltann. Þeir fengu líka góð færi í seinni hálfleik en mér fannst mitt lið spila þannig að við áttum skilið að fá eitthvað út úr þessum leik,“ sagði Jökull í samtali við Vísi eftir leik. Breiðablik skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik og Jökull var svekktur með varnarleik Stjörnunnar í báðum mörkunum. „Við áttum að gera betur í þessum mörkum og erum ekki ánægðir með mörkin sem við fengum á okkur. Við þurfum að skoða þessi mörk og færin sem við fengum á okkur. Tvö mörk er meira en við sættum okkur við að fá á okkur.“ Í seinni hálfleik fékk Stjarnan urmul af færum til þess að skora annað mark og Jökull var ánægður með spilamennsku liðsins. „Stundum verður þetta svona. Þeir gerðu vel í að loka á okkur inn í teig og kringum teiginn og hentu sér fyrir nokkra bolta. Stundum er þetta bara svona. Þetta var góður leikur og það er ofboðslega margt jákvætt sem við tökum út úr þessum leik.“ „Við byrjuðum að þjarma að þeim í fyrri hálfleik og þeir fóru að hægja á leiknum sem var skrýtið að sjá Blika gera á heimavelli í fyrri hálfleik og þetta var öflugur leikur hjá okkur.“ Þrátt fyrir að þetta hafi verið fyrsta tap Stjörnunnar síðan 12. apríl í Bestu deildinni sagði Jökull að það yrði ekki erfitt að ná liðnu upp eftir svekkjandi tap í kvöld. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif á okkur. Það var það mikill kraftur í þessu og þetta var það öflugur leikur. Auðvitað var svekkjandi að fá ekkert út úr þessu en það skiptir engu máli og við höldum bara áfram hvort sem við vinnum eða töpum,“ sagði Jökull að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira