Skikkar lögreglu til að rannsaka stjórn aðventista Jakob Bjarnar skrifar 16. maí 2024 11:39 Gavin Anthony og tveir aðrir stjórnarmiðlimir í KSDA hafa nú verið kærðir fyrir auðgunarbrot til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. vísir/vilhelm Ómar Torfason, meðlimur í Kirkju sjöunda dags aðventista, hefur kært stjórn kirkjunnar, þau Gavin Anthony, Jedel Oriel Ditta og Þóru Sigríði Jónsdóttur fyrir auðgunarbrot. Kærunni beindi kærandi til efnhagsbrotadeildar Ríkislögreglustjórans, en Ríkislögreglustjóri beindi kærunni til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem vísaði kærunni frá með bréfi dagsettu 29. janúar 2024. Ómar áfrýjaði þeim úrskurði til ríkissaksóknara og hann hefur nú skikkað lögregluna til að taka upp eða hefja rannsókn á málinu. „Ríkissaksóknari telur að ekki verið hjá því komist að mæla fyrir um rannsókn á kærunni til að leiða í ljós réttmæti hennar og hvort refsilagabrot hafi verið framin af kærðu,“ segir í bréfi sem Jón H. B. Snorrason undirritar. En Vísir hefur gögn málsins í fórum sínum. Tengist námuvinnslu og viðskiptum við Heidelberg Málið er flókið og tengist stórkarlalegum fyrirætlunum Heidelberg Sement og námuvinnslu í landi aðventista. Stjórn kirkjunnar hefur haldið spilunum þétt að sér og samið við undirverktaka, Eden Mining, til að annast efnissölu til Heidelberg. Undir eru hvorki meira né minna en mikilvægir þættir fyrirhugaðar framkvæmda Heidelberg Materials sem kosið verður um þann 1. júní næstkomandi. Þetta hefur leitt til afgerandi ágreinings innan trúfélagsins. Þetta gengur í berhögg við yfirlýst markmið safnaðarins. Kæra Ómars beinist að þremenningunum og tengist í raun ásökunum um valdarán innan KSD. Kjör á nýrri samtakastjórn átti að fara fram á aðalfundi trúfélagsins árið 2022 í samræmi við ákvæði samþykkta kirkjunnar. Á 41. aðalfundi KSDA, sem fram fór 22. -25. september 2022 var ákveðið að vísa „námumálinu“ til sérstakrar rannsóknarnefndar á vegum Stór-Evrópudeildar þeirrar sem KSDA heyrir undir. Það hefur hins vegar dregist von úr viti og ekki hefur verið boðað til aðalfundar síðan þetta var. Engin úrræði önnur en kæra „Allt frá þeim tíma hefur fráfarandi samtakastjórn KSDA setið sem fastast við stjórnvölinn þrátt fyrir umboðsleysi og hávær áköll safnaðarmeðlima um boðun framhaldsfundar og kosningu nýrrar stjórnar. Á þessu rúma umboðslausa ári hafa hinir kærðu fráfarandi stjórnarmeðlimir KSDA greitt sér út laun og undirritað víðtækar fjárskuldbindingar í nafni kirkjunnar,“ svo vitnað sé beint í kæru Ómars. Með sjálftöku launa og fjárhagslegara skuldbindinga telur Ómar að þremenningarnir hafi gerst sek um auðgunarbrot og skaðað KSDA. Í bréfi sem Kristinn Hallgrímsson hæstaréttarlögmaður ritar fyrir hönd Ómars segir meðal annars að hann telji óumdeilt að fráfarandi stjórnarmeðlimir KSDA hafi tekið sér „einræðisvald yfir málefnum og fjárreiðum kirkjunnar án tilskilins umboðs og hafi safnaðarmeðlimir engin úrræði í höndum sér önnur en kæra háttsemina til embættisins.“ Lögreglumál Ölfus Árborg Trúmál Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Valdarán í Kirkju sjöunda dags aðventista og tengslin við fyrirhugaðar framkvæmdir í Ölfusi Undanfarin misseri hafa fyrirhugaðar stórframkvæmdir alþjóðlega steypurisans Heidelberg Materials í Ölfusi verið í fréttum. 23. apríl 2024 08:48 Grjótmulningsverksmiðja umfram blómleg tækifæri komandi kynslóða? Sveitarfélagið Ölfus er ekki á flæðiskeri statt. Til marks um það er fyrirhuguð fjárfesting í uppbyggingu atvinnulífs í Ölfusi á milli tvö til þrjú hundruð milljarðar á næstu fimm til sjö árum. 14. maí 2024 09:01 Segir seinlæti First Water stórfurðulegt Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Cement, furðar sig mjög á yfirlýsingu Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf um að starfsemi á landeldi og mölunarverksmiðjunnar geti ekki farið saman. 15. maí 2024 15:52 Bréf Eggerts kom flatt upp á bæjarstjórnarmenn Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er afar ósáttur við bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf. – hann furðar sig á tímasetningunni. 15. maí 2024 12:36 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira
Kærunni beindi kærandi til efnhagsbrotadeildar Ríkislögreglustjórans, en Ríkislögreglustjóri beindi kærunni til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem vísaði kærunni frá með bréfi dagsettu 29. janúar 2024. Ómar áfrýjaði þeim úrskurði til ríkissaksóknara og hann hefur nú skikkað lögregluna til að taka upp eða hefja rannsókn á málinu. „Ríkissaksóknari telur að ekki verið hjá því komist að mæla fyrir um rannsókn á kærunni til að leiða í ljós réttmæti hennar og hvort refsilagabrot hafi verið framin af kærðu,“ segir í bréfi sem Jón H. B. Snorrason undirritar. En Vísir hefur gögn málsins í fórum sínum. Tengist námuvinnslu og viðskiptum við Heidelberg Málið er flókið og tengist stórkarlalegum fyrirætlunum Heidelberg Sement og námuvinnslu í landi aðventista. Stjórn kirkjunnar hefur haldið spilunum þétt að sér og samið við undirverktaka, Eden Mining, til að annast efnissölu til Heidelberg. Undir eru hvorki meira né minna en mikilvægir þættir fyrirhugaðar framkvæmda Heidelberg Materials sem kosið verður um þann 1. júní næstkomandi. Þetta hefur leitt til afgerandi ágreinings innan trúfélagsins. Þetta gengur í berhögg við yfirlýst markmið safnaðarins. Kæra Ómars beinist að þremenningunum og tengist í raun ásökunum um valdarán innan KSD. Kjör á nýrri samtakastjórn átti að fara fram á aðalfundi trúfélagsins árið 2022 í samræmi við ákvæði samþykkta kirkjunnar. Á 41. aðalfundi KSDA, sem fram fór 22. -25. september 2022 var ákveðið að vísa „námumálinu“ til sérstakrar rannsóknarnefndar á vegum Stór-Evrópudeildar þeirrar sem KSDA heyrir undir. Það hefur hins vegar dregist von úr viti og ekki hefur verið boðað til aðalfundar síðan þetta var. Engin úrræði önnur en kæra „Allt frá þeim tíma hefur fráfarandi samtakastjórn KSDA setið sem fastast við stjórnvölinn þrátt fyrir umboðsleysi og hávær áköll safnaðarmeðlima um boðun framhaldsfundar og kosningu nýrrar stjórnar. Á þessu rúma umboðslausa ári hafa hinir kærðu fráfarandi stjórnarmeðlimir KSDA greitt sér út laun og undirritað víðtækar fjárskuldbindingar í nafni kirkjunnar,“ svo vitnað sé beint í kæru Ómars. Með sjálftöku launa og fjárhagslegara skuldbindinga telur Ómar að þremenningarnir hafi gerst sek um auðgunarbrot og skaðað KSDA. Í bréfi sem Kristinn Hallgrímsson hæstaréttarlögmaður ritar fyrir hönd Ómars segir meðal annars að hann telji óumdeilt að fráfarandi stjórnarmeðlimir KSDA hafi tekið sér „einræðisvald yfir málefnum og fjárreiðum kirkjunnar án tilskilins umboðs og hafi safnaðarmeðlimir engin úrræði í höndum sér önnur en kæra háttsemina til embættisins.“
Lögreglumál Ölfus Árborg Trúmál Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Valdarán í Kirkju sjöunda dags aðventista og tengslin við fyrirhugaðar framkvæmdir í Ölfusi Undanfarin misseri hafa fyrirhugaðar stórframkvæmdir alþjóðlega steypurisans Heidelberg Materials í Ölfusi verið í fréttum. 23. apríl 2024 08:48 Grjótmulningsverksmiðja umfram blómleg tækifæri komandi kynslóða? Sveitarfélagið Ölfus er ekki á flæðiskeri statt. Til marks um það er fyrirhuguð fjárfesting í uppbyggingu atvinnulífs í Ölfusi á milli tvö til þrjú hundruð milljarðar á næstu fimm til sjö árum. 14. maí 2024 09:01 Segir seinlæti First Water stórfurðulegt Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Cement, furðar sig mjög á yfirlýsingu Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf um að starfsemi á landeldi og mölunarverksmiðjunnar geti ekki farið saman. 15. maí 2024 15:52 Bréf Eggerts kom flatt upp á bæjarstjórnarmenn Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er afar ósáttur við bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf. – hann furðar sig á tímasetningunni. 15. maí 2024 12:36 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira
Valdarán í Kirkju sjöunda dags aðventista og tengslin við fyrirhugaðar framkvæmdir í Ölfusi Undanfarin misseri hafa fyrirhugaðar stórframkvæmdir alþjóðlega steypurisans Heidelberg Materials í Ölfusi verið í fréttum. 23. apríl 2024 08:48
Grjótmulningsverksmiðja umfram blómleg tækifæri komandi kynslóða? Sveitarfélagið Ölfus er ekki á flæðiskeri statt. Til marks um það er fyrirhuguð fjárfesting í uppbyggingu atvinnulífs í Ölfusi á milli tvö til þrjú hundruð milljarðar á næstu fimm til sjö árum. 14. maí 2024 09:01
Segir seinlæti First Water stórfurðulegt Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Cement, furðar sig mjög á yfirlýsingu Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf um að starfsemi á landeldi og mölunarverksmiðjunnar geti ekki farið saman. 15. maí 2024 15:52
Bréf Eggerts kom flatt upp á bæjarstjórnarmenn Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er afar ósáttur við bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf. – hann furðar sig á tímasetningunni. 15. maí 2024 12:36