NFL lið samdi við eineggja tvíbura sem spila sömu stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 13:02 Jadon og Jaxon Janke eru hér með Garret Greenfield, sem var liðsfélagi þeirra í South Dakota State háskólaliðinu. Getty/ Justin Tafoya Tvíburarnir Jadon og Jaxon Janke fá nú tækifæri hjá NFL-liði þrátt fyrir að hafa ekki verið valdir í nýliðavalinu í vor. Houston Texans hefur samið við þá báða og þeir fá tækifæri til að sýna sig og sanna í æfingabúðum nýliða hjá félaginu. Það sem gerir þetta enn sérstakara eru að þeir eru eineggja tvíburar og spila líka sömu stöðu. Í raun munar bara einum staf á nafni þeirra. Annar er með d í nafinu sínu en hinn er með x. Identical twins Jadon and Jaxon Janke sign with Texans after going unselected in 2024 NFL Draft https://t.co/DOs4YkrLL6— ABC13 Houston (@abc13houston) May 6, 2024 Strákarnir stóðu sig mjög vel með South Dakota State University í háskólaboltanum. Þeir eru eldsnöggir útherjar. Þeir gera sér líka vel grein fyrir því að þeir eru nú í mikilli samkeppni við hvor annan um að komast inn í NFL-deildina. „Við erum alltaf að reyna að gera betur en hinn. Það skiptir ekki máli hvort að það er fótbolti, körfubolti, frjálsar íþróttir eða hafnabolti. Nefndu íþróttina og við erum klárir í keppni við hvorn annan,“ sagði Jadon við ABC News. „Tvíburar blómstra og standa sig best þegar þeir eru nálægt hvorum öðrum eða þegar þeir eru saman. Ef þú slítur þá í sundur og setur þá aðskilda í nýtt umhverfi, þá sýna tölurnar það að þeir gefa eftir,“ sagði Jaxon. Þeir hafa líka verið í sama liði síðan í öðrum bekk og þekkja ekkert annað. „Þannig er mál með vexti að rétt áður en við samþykktum að semja við Texans þá fékk Jaxon tilboð frá Seattle. Hann var nálægt því að ganga frá því,“ sagði Jadon. Tilboðið kom hins vegar frá Houston Texans og þeir völdu það. „Umboðsmaðurinn okkar segist aldrei hafa fengið svona samningsboð á sínum ferli og hann er búinn að vera í þessu í tuttugu ár. Mamma okkar var einstaklega ánægð með það að við værum að fara í þetta saman,“ sagði Jaxon. NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Sjá meira
Houston Texans hefur samið við þá báða og þeir fá tækifæri til að sýna sig og sanna í æfingabúðum nýliða hjá félaginu. Það sem gerir þetta enn sérstakara eru að þeir eru eineggja tvíburar og spila líka sömu stöðu. Í raun munar bara einum staf á nafni þeirra. Annar er með d í nafinu sínu en hinn er með x. Identical twins Jadon and Jaxon Janke sign with Texans after going unselected in 2024 NFL Draft https://t.co/DOs4YkrLL6— ABC13 Houston (@abc13houston) May 6, 2024 Strákarnir stóðu sig mjög vel með South Dakota State University í háskólaboltanum. Þeir eru eldsnöggir útherjar. Þeir gera sér líka vel grein fyrir því að þeir eru nú í mikilli samkeppni við hvor annan um að komast inn í NFL-deildina. „Við erum alltaf að reyna að gera betur en hinn. Það skiptir ekki máli hvort að það er fótbolti, körfubolti, frjálsar íþróttir eða hafnabolti. Nefndu íþróttina og við erum klárir í keppni við hvorn annan,“ sagði Jadon við ABC News. „Tvíburar blómstra og standa sig best þegar þeir eru nálægt hvorum öðrum eða þegar þeir eru saman. Ef þú slítur þá í sundur og setur þá aðskilda í nýtt umhverfi, þá sýna tölurnar það að þeir gefa eftir,“ sagði Jaxon. Þeir hafa líka verið í sama liði síðan í öðrum bekk og þekkja ekkert annað. „Þannig er mál með vexti að rétt áður en við samþykktum að semja við Texans þá fékk Jaxon tilboð frá Seattle. Hann var nálægt því að ganga frá því,“ sagði Jadon. Tilboðið kom hins vegar frá Houston Texans og þeir völdu það. „Umboðsmaðurinn okkar segist aldrei hafa fengið svona samningsboð á sínum ferli og hann er búinn að vera í þessu í tuttugu ár. Mamma okkar var einstaklega ánægð með það að við værum að fara í þetta saman,“ sagði Jaxon.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Sjá meira