Potter-stjarna harmar hvernig fór með Rowling Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2024 23:54 Radcliffe á stóran hluta frama síns J.K. Rowling að þakka en hann telur það ekki þýða að hann skuldi henni nokkuð um hans helstu hjartans mál. Vísir/EPA Daniel Radcliffe, stjarna kvikmyndanna um Harry Potter, segir að sér þyki ákaflega dapurlegt hvernig fór fyrir sambandi hans við J.K. Rowling, höfund Potter-bókanna, eftir að hann og fleiri leikarar lýstu sig ósammála henni um trans fólk. Rowling hefur orðið tíðrétt um trans fólk á undanförnum misserum og ítrekað lýst því sem hættulegu konum í ræðu og riti. Radcliffe lýsti stuðningi við trans fólk eftir að Rowling kallaði trans fólk „rándýr“ árið 2020. Emma Watson og Rupert Grint, meðleikarar Radcliffe, andmæltu orðum Rowling sömuleiðis. Breski rithöfundurinn hefur ekki fyrirgefið leikurunum fyrir að vera öndverðrar skoðunar. Í síðasta mánuði sakaði hún Radcliffe og hin um að halla sér upp að hreyfingu sem græfi undan konum og átti þar sem trans fólk. Radcliffe segist ekki hafa átt í neinum beinum samskiptum við Rowling eftir að hann mótmælti henni árið 2020 í viðtali við tímaritið Atlantic. Honum þyki það ákaflega dapurlegt. Um ummæli sín fyrir fjórum árum segir Radcliffe að honum hefði fundist það heigulskapur af sér að segja ekkert í ljósi þess að hann hefði unnið með samtökum sem reyna að koma í veg fyrir sjálfsvíg hinsegin fólks um árabil, að því er kemur fram í frétt The Guardian. „Ég vildi reyna að hjálpa fólki sem varð fyrir neikvæðum áhrifum af þessum ummælum og að segja að ef þetta væru skoðanir Jo [Rowling] þá væru það ekki skoðanir allra þeirra sem tengdust Potter-merkinu,“ segir Radcliffe. Þrátt fyrir að líf hans hefði verið allt annað hefði Rowling ekki skapað Harry Potter þá þýði það ekki að sannfæring hans sé bundin henni alla tíð. „Ég held áfram að styðja rétt alls LGBTQ-fólks og ég ætla ekki að tjá mig frekar um það,“ segir leikarinn. Hinsegin Bíó og sjónvarp Málefni trans fólks Hollywood Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Rowling hefur orðið tíðrétt um trans fólk á undanförnum misserum og ítrekað lýst því sem hættulegu konum í ræðu og riti. Radcliffe lýsti stuðningi við trans fólk eftir að Rowling kallaði trans fólk „rándýr“ árið 2020. Emma Watson og Rupert Grint, meðleikarar Radcliffe, andmæltu orðum Rowling sömuleiðis. Breski rithöfundurinn hefur ekki fyrirgefið leikurunum fyrir að vera öndverðrar skoðunar. Í síðasta mánuði sakaði hún Radcliffe og hin um að halla sér upp að hreyfingu sem græfi undan konum og átti þar sem trans fólk. Radcliffe segist ekki hafa átt í neinum beinum samskiptum við Rowling eftir að hann mótmælti henni árið 2020 í viðtali við tímaritið Atlantic. Honum þyki það ákaflega dapurlegt. Um ummæli sín fyrir fjórum árum segir Radcliffe að honum hefði fundist það heigulskapur af sér að segja ekkert í ljósi þess að hann hefði unnið með samtökum sem reyna að koma í veg fyrir sjálfsvíg hinsegin fólks um árabil, að því er kemur fram í frétt The Guardian. „Ég vildi reyna að hjálpa fólki sem varð fyrir neikvæðum áhrifum af þessum ummælum og að segja að ef þetta væru skoðanir Jo [Rowling] þá væru það ekki skoðanir allra þeirra sem tengdust Potter-merkinu,“ segir Radcliffe. Þrátt fyrir að líf hans hefði verið allt annað hefði Rowling ekki skapað Harry Potter þá þýði það ekki að sannfæring hans sé bundin henni alla tíð. „Ég held áfram að styðja rétt alls LGBTQ-fólks og ég ætla ekki að tjá mig frekar um það,“ segir leikarinn.
Hinsegin Bíó og sjónvarp Málefni trans fólks Hollywood Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira