Týndi Super Bowl hringnum sínum: Grín sem endaði ekki vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 11:30 Jason Kelce setti skóna upp á hillu á dögunum og vinnur því ekki fleiri Super Bowl hringa sem leikmaður. Getty/Tim Nwachukwu Ameríski fótboltamaðurinn Jason Kelce lagði skóna á hilluna eftir síðasta NFL-tímabil en í nýjasta hlaðvarpsþætti þeirra Kelce bræðra kom fram að hann hefur týnt verðmætasta minningargripnum sínum frá ferlinum. Kelce varð NFL-meistari með Philadelphia Eagles í febrúar 2018 og allir leikmenn sem vinna Super Bowl fá veglegan hring að gjöf. Jason sagði frá örlögum hringsins síns í New Heights hlaðvarpsþættinum þar sem hann fer yfir málin með yngri bróður sínum Travis Kelce sem spilar með Kansas City Chiefs. „Super Bowl hringurinn minn er týndur,“ sagði Jason Kelce. Sagan er sú að hann lánaði hringinn sinn í grínkeppni sem bar nafnið „Jason Lost His Ring“ eða „Jason týndi hringnum sínum“. Hún var búinn til af því að Jason var í alvörunni þekktur fyrir að vita ekki oft hvar Super Bowl hringur sinn væri niðurkominn. Jason Kelce says his Super Bowl ring was lost during a game at the New Heights live show and may be gone forever. The game involved finding items in piles of chili, one of which was his actual ring in a sock. I legitimately lost it. They couldn t find it, and all the stuff has pic.twitter.com/zRb0cTlzrG— Eagles Nation (@PHLEaglesNation) April 17, 2024 Í keppninni kepptust lið við að finna hringinn hans sem var falinn í tveimur laugum fullum af chili nautahakki. Kelce sýndi myndband af keppninni og tók það fram að það lýsi því ekki hversu ógeðslegt þetta var. „Ég veit ekki hvort að Travis viti af þessu en ég bókstaflega týndi hringnum þarna því það fann hann enginn,“ sagði Jason, Fólk notaði meðal annars málmleitartæki til að finna hringinn en án árangurs. „Við höfum ekki fundið hann enn. Það er búið að henda öllu draslinu þannig að ég get fullyrt það að Super Bowl hringurinn minn er nú í einhverri landfyllingu á Cincinnati svæðinu,“ sagði Jason. Jason bjóst aldrei við að fá ekki hringinn sinn aftur og segist vera búinn að athuga það hvort hann sé tryggður fyrir þessu. Hringurinn er auðvitað verðmætur ekki aðeins í peningum talið heldur einnig hefur hann mikið tilfinningalegt gildi enda sá eini sem Jason vann á löngum ferli sínum. We might ve taken the Jason lost his ring bit too far this time pic.twitter.com/T2et6ccrNr— New Heights (@newheightshow) April 17, 2024 NFL Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira
Kelce varð NFL-meistari með Philadelphia Eagles í febrúar 2018 og allir leikmenn sem vinna Super Bowl fá veglegan hring að gjöf. Jason sagði frá örlögum hringsins síns í New Heights hlaðvarpsþættinum þar sem hann fer yfir málin með yngri bróður sínum Travis Kelce sem spilar með Kansas City Chiefs. „Super Bowl hringurinn minn er týndur,“ sagði Jason Kelce. Sagan er sú að hann lánaði hringinn sinn í grínkeppni sem bar nafnið „Jason Lost His Ring“ eða „Jason týndi hringnum sínum“. Hún var búinn til af því að Jason var í alvörunni þekktur fyrir að vita ekki oft hvar Super Bowl hringur sinn væri niðurkominn. Jason Kelce says his Super Bowl ring was lost during a game at the New Heights live show and may be gone forever. The game involved finding items in piles of chili, one of which was his actual ring in a sock. I legitimately lost it. They couldn t find it, and all the stuff has pic.twitter.com/zRb0cTlzrG— Eagles Nation (@PHLEaglesNation) April 17, 2024 Í keppninni kepptust lið við að finna hringinn hans sem var falinn í tveimur laugum fullum af chili nautahakki. Kelce sýndi myndband af keppninni og tók það fram að það lýsi því ekki hversu ógeðslegt þetta var. „Ég veit ekki hvort að Travis viti af þessu en ég bókstaflega týndi hringnum þarna því það fann hann enginn,“ sagði Jason, Fólk notaði meðal annars málmleitartæki til að finna hringinn en án árangurs. „Við höfum ekki fundið hann enn. Það er búið að henda öllu draslinu þannig að ég get fullyrt það að Super Bowl hringurinn minn er nú í einhverri landfyllingu á Cincinnati svæðinu,“ sagði Jason. Jason bjóst aldrei við að fá ekki hringinn sinn aftur og segist vera búinn að athuga það hvort hann sé tryggður fyrir þessu. Hringurinn er auðvitað verðmætur ekki aðeins í peningum talið heldur einnig hefur hann mikið tilfinningalegt gildi enda sá eini sem Jason vann á löngum ferli sínum. We might ve taken the Jason lost his ring bit too far this time pic.twitter.com/T2et6ccrNr— New Heights (@newheightshow) April 17, 2024
NFL Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira