Eygló hélt í jákvæðnina: „Verð orðin læknir á næstu ÓL“ Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2024 07:31 Eygló Fanndal Sturludóttir gerir sig klára fyrir snörun á heimsbikarmótinu í Phuket í gær. IWF/G. Scala Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir bætti tvö Norðurlandamet í Taílandi í gær og var afar nálægt því að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í París næsta sumar. Vonin lifir enn og þessi 22 ára læknanemi er ekki af baki dottinn. Eygló keppti á heimsbikarmótinu í Phuket, í -71 kg flokki, en þetta var sjöunda og síðasta undanmótið fyrir Ólympíuleikana. Eygló hefur bætt sig gríðarlega frá fyrsta mótinu, eða samanlagt um 23 kílógrömm. Í gær snaraði Eygló 106 kg, sem er 1 kg bæting á Norðurlandameti hennar frá því í febrúar. Hún reyndi einnig við 108 kg en missti þá lyftu aftur fyrir sig. Í jafnhendingu lyfti hún 130 kg og bætti sinn besta árangur um 3 kg. Samanlagður árangur hennar var því 236 kg sem er einnig nýtt Norðurlandamet, og 5 kg bæting á meti fyrrverandi Evrópumeistarans, Patriciu Strenius frá Svíþjóð. Þetta dugði henni í 11. sæti mótsins. Eygló Fanndal Sturludóttir var hársbreidd frá því að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í París, og á enn von.IWF/G.Scala Eygló reyndi að jafnhenda 134 kg, sem hefði tryggt henni farseðil á Ólympíuleikana, og var nálægt því að standa uppi með þá þyngd. Hún endaði hins vegar í 14. sæti á úrtökulistanum fyrir leikana, hefði þurft að komast upp í 10. sæti (sennilega hefði 11. sæti dugað), en gæti enn mögulega fengið sérstakt boðsæti vegna forfalla annarra. Í samtali við heimasíðu IWF, alþjóða lyftingasambandsins, kvaðst Eygló „afar ánægð og jákvæð“ þrátt fyrir að svo litlu hafi munað að hún tryggði sér farseðilinn til Parísar. „Ég held áfram að æfa, áfram að keppa, og vonandi verð ég hærra á listanum í undankeppninni fyrir Los Angeles [Ólympíuleikana 2028],“ sagði Eygló á heimasíðu IWF. „Ég útskrifast 2027 og mun svo taka eitt ár án skóla, til þess að æfa bara fyrir 2028 leikana. Ég er ekki hætt. Ég verð orðin læknir á næstu Ólympíuleikum. Sjáumst þar.“ Lyftingar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira
Eygló keppti á heimsbikarmótinu í Phuket, í -71 kg flokki, en þetta var sjöunda og síðasta undanmótið fyrir Ólympíuleikana. Eygló hefur bætt sig gríðarlega frá fyrsta mótinu, eða samanlagt um 23 kílógrömm. Í gær snaraði Eygló 106 kg, sem er 1 kg bæting á Norðurlandameti hennar frá því í febrúar. Hún reyndi einnig við 108 kg en missti þá lyftu aftur fyrir sig. Í jafnhendingu lyfti hún 130 kg og bætti sinn besta árangur um 3 kg. Samanlagður árangur hennar var því 236 kg sem er einnig nýtt Norðurlandamet, og 5 kg bæting á meti fyrrverandi Evrópumeistarans, Patriciu Strenius frá Svíþjóð. Þetta dugði henni í 11. sæti mótsins. Eygló Fanndal Sturludóttir var hársbreidd frá því að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í París, og á enn von.IWF/G.Scala Eygló reyndi að jafnhenda 134 kg, sem hefði tryggt henni farseðil á Ólympíuleikana, og var nálægt því að standa uppi með þá þyngd. Hún endaði hins vegar í 14. sæti á úrtökulistanum fyrir leikana, hefði þurft að komast upp í 10. sæti (sennilega hefði 11. sæti dugað), en gæti enn mögulega fengið sérstakt boðsæti vegna forfalla annarra. Í samtali við heimasíðu IWF, alþjóða lyftingasambandsins, kvaðst Eygló „afar ánægð og jákvæð“ þrátt fyrir að svo litlu hafi munað að hún tryggði sér farseðilinn til Parísar. „Ég held áfram að æfa, áfram að keppa, og vonandi verð ég hærra á listanum í undankeppninni fyrir Los Angeles [Ólympíuleikana 2028],“ sagði Eygló á heimasíðu IWF. „Ég útskrifast 2027 og mun svo taka eitt ár án skóla, til þess að æfa bara fyrir 2028 leikana. Ég er ekki hætt. Ég verð orðin læknir á næstu Ólympíuleikum. Sjáumst þar.“
Lyftingar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira