Sport

Djokovic segir þjálfaranum upp

Valur Páll Eiríksson skrifar
Djokovic hefur ekki byrjað árið eins vel og vonast var til.
Djokovic hefur ekki byrjað árið eins vel og vonast var til. Getty

Tennisstjarnan Novak Djokovic hefur sagt upp þjálfara sínum Goran Ivanisevic. Hann segir þá skilja sáttir.

Ivanisevic er fyrrum Wimbledon sigurvegari en hann varð aðalþjálfari Djokovic árið 2022, eftir að hafa verið Marian Vajda til aðstoðar með Serbann frá 2018. Vajda var þjálfari Djokovic í áraraðir.

Djokovic hefur unnið 24 risatitla, fleiri en nokkur en annar, en hefur ekki byrjað árið 2024 vel á vellinum.

„Við Goran ákváðum að slíta samstarfi okkar fyrir nokkrum dögum,“ segir Djokovic á samfélagsmiðlinum Instagram.

„Tengsl okkar á vellinum hafa verið upp og niður, en vinátta okkar er sterk.“

Króatinn Ivanisevic var tilnefndur sem ATP þjálfari ársins í fyrra eftir að hafa stýrt Djokovic til þriggja af fjórum risatitlum.

Opna franska meistaramótið er næsta risamót, en það hefst 26. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×