Fótbolti

Pi­er­re-Emi­le Hoj­bjerg tók reiði sína út á dómaranum

Siggeir Ævarsson skrifar
Pierre-Emile Hoejbjerg fagnar marki með  Simon Kjaer í fyrra.
Pierre-Emile Hoejbjerg fagnar marki með Simon Kjaer í fyrra. vísir/Getty

Skrautlegt atvik átti sér stað í landsleik Danmerkur og Sviss á laugardaginn þegar Pi­er­re-Emi­le Hoj­bjerg hrinti dómara leiksins og það nokkuð harkalega.

Atvikið átti sér staðan þegar Sviss var í sókn og barst boltinn út úr teignum og í áttina að Hojbjerg en dómari leiksins, Allard Lindhout, var staðsettur á milli steins og sleggju og átti fótum sínum fjör að launa þar sem Hojbjerg kom aðvífandi.

Hojbjerg ákvað að taka enga sénsa né reyna að fara framhjá Lindhout sem lá kylliflatur eftir viðskipti þeirra.

Lindhout ákvað að aðhafast ekki frekar en margir netverjar voru á því að þetta hefði kostað Hojbjerg rautt spjald í ensku úrvalsdeildinni en hann er leikmaður Tottenham. Aðrir sýndu Hojbjerg aftur á móti mikinn skilning og töldu að dómarar þyrftu einfaldlega að vinna í því að staðsetja sig betur.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×