Sport

Meinuð þátt­taka í setningarhátíð Ólympíu­leikanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sergei Tetiukhin fer fyrir Ólympíuliði Rússa á setningarhátíð leikanna í Ríó árið 2016.
Sergei Tetiukhin fer fyrir Ólympíuliði Rússa á setningarhátíð leikanna í Ríó árið 2016. Getty/Cameron Spencer

Alþjóða Ólympíunefndin hefur tekið stóra ákvörðun hvað varðar þá íþróttamenn frá Rússlandi og Hvíta Rússlandi sem fá að taka þátt í Ólympíuleikunum í París í sumar.

Áður höfðu hæstráðendur í Ólympíusamfélaginu ákveðið að leyfa Rússum og Hvít-Rússum að keppa en aðeins með ákveðnum skilyrðum.

Keppendur mega ekki keppa undir þjóðfána Rússlands eða Hvíta Rússlands og þurfa að fá vottun fyrir því að þeir styðji ekki innrásina í Úkraínu eða séu með einhver tengsl við stríðið eða heri þjóðanna.

Íþróttafólkið þarf því að sýna fram á það að það styðji ekki Vladimír Pútin Rússlandsforseta sem hefur auðvitað verið duglegur að taka á móti og verðlauna besta íþróttafólk þjóðarinnar fyrir afrek sín í gegnum tíðina.

Alþjóða Ólympíunefndin mun ganga enn lengra hvað varðar íþróttafólkið sem fær samþykki. Nú síðast var það síðan gefið út að íþróttafólkið frá Rússlandi og Hvíta Rússlandi sé meinuð þátttaka í setningarhátíð Ólympíuleikanna.

Þar gengur íþróttafólkið inn á leikvanginn undir fána þjóðar sinnar en það verður enginn íþróttahópur sem gengur inn undir Ólympíufánanum heldur þurfa þau öll á sitja heima.

Rússar hafa mótmælt þessari ákvörðun og segja hana ósanngjarna og óásættanlega.  Það er búist við því að 36 íþróttamenn með rússneskt vegabréf og 22 íþróttamenn með hvít-rússneskt vegabréf keppi á leikunum í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×