Sport

Dag­skráin í dag: Von­lausir Bæjarar, stór­velda­slagur í NBA og nóg um að vera á Ís­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Vinirnir Josh Hart og Jalen Brunson.
Vinirnir Josh Hart og Jalen Brunson. Tim Nwachukwu/Getty Images

Það er vægast sagt nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls eru 14 beinar útsendingar á dagskrá.

Stöð 2 Sport

  • Klukkan 10.55 hefst útsending frá leik Vals og Fram í Lengjubikar karla í knattspyrnu.
  • Klukkan 14.55 er komið að leik Íslandsmeistara Víkings og KA í sömu keppni.
  • Klukkan 17.50 er komið að leik KR og Tindastóls í 1. deild kvenna i körfubolta. Toppbarátta deildarinnar er æsispennandi þar sem fjöldi liða gerir tilkall um að komast upp um deild.

Stöð 2 Sport 2

  • Klukkan 13.50 er leikur Sassuolo og Empoli í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla, á dagskrá.
  • Klukkan 16.50 er leikur Salernitana og Monza í sömu keppni á dagskrá.
  • Klukkan 01.30 er stórleikur New York Knicks og Boston Celtcis í NBA-deildinni í körfubolta á dagskrá. Því miður fyrir áhorfendur er Julius Randle frá vegna meiðsla og verður ekki með Knicks.

Stöð 2 Sport 4

  • Klukkan 10.00 hefst útsending frá meistaramóti áhugamanna í Afríku. Ber mótið nafnið African Amateur Championship.
  • Klukkan 03.00 er komið að Honda-mótinu í golfi. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni og fer fram í Tælandi.

Vodafone Sport

  • Klukkan 12.25 er leikur Hull City og West Bromwich Albion í ensku B-deild karla í knattspyrnu á dagskrá.
  • Klukkan 14.55 er leikur Sunderland og Swansea City í sömu keppni á dagskrá.
  • Klukkan 17.20 er komið að stórleik Bayern München og RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni en Bayern má ekki við tapi ef liðið ætlar sér að eiga einhvern möguleika á að verja titilinn.
  • Klukkan 20.05 er leikur Philadelphia Flyers og New York Rangers í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.
  • Klukkan 00.05 er komið að viðureign Carolina Hurricanes og Dallas Stars í sömu deild.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×