Sport

Faðir hlauparans vill að and­lát sonar síns verði rann­sakað

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Kelvin Kiptum (t.v.) og faðir hans Samson Cheruiyot
Kelvin Kiptum (t.v.) og faðir hans Samson Cheruiyot getty / citizen tv

Samson Cheruiyot biðlaði til yfirvalda í Kenýu að rannsaka andlát sonar síns, langhlauparans Kelvin Kiptum, sem lést í bílslysi í gær. Samson sagði fjóra huldumenn hafa leitað Kelvins skömmu áður en andlátið bar að. 

Samson steig fram í viðtali við Citizen TV í dag eftir andlát Kelvins í gær. Eðlilega var hann niðurbrotinn þegar hann sagði fréttamanni frá síðasta samtalinu sem hann átti við son sinn. Þeir töluðu saman á laugardag og Samson sá fréttirnar svo í sjónvarpi daginn eftir þar sem sagt var frá andlátinu. 

„Ég fékk fréttirnar þegar ég kveikti á sjónvarpinu. Ég keyrði strax að slysstaðnum en þá hafði líkið verið fjarlægt.“

Samson sagði svo frá því að nokkrum dögum áður en sonur hans lést hafi fjórir menn  leitað að Kelvin þeir vildu ekki nafngreina sig og brunuðu burt þegar Samson bað þá að útskýra erindið frekar. 

Jonathan Bii, sýslumaður Elgeyo Marakwet sýslunnar í Kenýu þar sem Kelvin Kiptum og þjálfari hans Gervais Hakizimana létust, tók undir með föður Kelvins og óskaði eftir lögreglurannsókn til að skýra frá orsökum slyssins. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×